Viðskipti innlent

Samþykktar kröfur í Gaum námu yfir 22 milljörðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Ásgeir Jóhannesson var stærsti eigandi Gaums.
Jón Ásgeir Jóhannesson var stærsti eigandi Gaums.
Skiptum á búi FG-5, sem áður hét Gaumur, er lokið. Fjárhæð samþykktra veðkrafna námu 27,8 milljónum króna og fengust þær að fullu greiddar. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.  

Heildarfjárhæð samþykktra almennra krafna námu hins vegar 22,2 milljörðum króna en einungis fengust greiddar 14,9 milljónir upp í það. það samsvarar 0,067 prósent af samþykktum almennum kröfum. Lýstar kröfur í búð námu 38,7 milljörðum krónum.

Stærstur hluti Gaums, eða 97 prósent, var í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu hans. Stærsta eign Gaums var hlutur í eignarhaldsfélaginu Baugi.

Skiptastjóri Gaums var Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×