Göngustígar eru ekki kappakstursbrautir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. apríl 2016 07:00 Frosti Hrannarsson æfði sig á jafnvægishjólinu sínu á göngustíg við Norðurströnd. Honum var ansi brugðið þegar hjólreiðamaður straukst við hann á miklum hraða. „Hann straukst við okkur. Það hefði getað orðið stórslys,“ segir Gerður Guðjónsdóttir, íbúi á Seltjarnarnesi, sem fór í rólega morgungöngu síðastliðinn sunnudag við Norðurströndina. Hún var með eitt barn í kerru og annað á jafnvægishjóli. Þegar hún þurfti að stoppa og laga hjólið brunaði hjólreiðamaður fram hjá á ógurlegum hraða. Gerður segir hjólreiðamanninn hafa verið á racer-hjóli sem hannað er fyrir mikinn hraða. Hún segir hann hafa séð þau vel úr fjarlægð og því hafa haft tækifæri til að minnka hraðann. Einnig hefði hann getað farið út á grasið í stað þess að taka áhættuna á að keyra á barnið. „En hann var á svo miklum hraða að hann réð líklega ekkert við aðstæður og hefur ekki þorað að beygja frá. Þannig að hann tók bara áhættuna. Svo öskraði hann á okkur að taka ekki allan stíginn. Þá fauk í mig.“Gerður GuðjónsdóttirGerður skrifaði um atvikið og sendi á hjólahópa á Facebook. Hún fékk góðar undirtektir en misjafnar skoðanir voru þó um hvort hjólreiðamenn ættu að nota bjöllu eða ekki. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild, segir málið þó ósköp einfalt: Gangandi vegfarendur gangi alltaf fyrir á göngustígum. „Hjólreiðafólki er leyft að nota göngustíga en það þarf þá að sýna varúð og fyllstu aðgát. Racerar eiga ekkert erindi á göngustíga enda eru það ekki kappakstursbrautir.“ Ómar segir umferðarlögin skýr. Þar segi að heimilt sé að hjóla á gangstíg enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum, að hjólreiðamenn skuli víkja fyrir gangandi vegfarendum og að ökuhraða skuli miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Hraðinn megi aldrei verða meiri en svo að ökumaður hafi fullt vald á ökutækinu. „Í sektareglugerð segir að sé farið of geyst megi beita sektum allt að fimmtán þúsund krónum. Reglugerðin er nú til endurskoðunar þar sem sektin verður hækkuð. Hér hvílir óumdeilanleg skylda á hjólreiðamanninum,“ segir Ómar og bendir á götur og sérmerkta hjólastíga til hjólreiða á miklum hraða. Stefán Ragnar Þorvarðarson tók meðfylgjandi myndband á Seltjarnarnesinu í gær þar sem hjólreiðafólk er á götunni og fer svo yfir á rauðu ljósi. Hann tekur fram að hann var farþegi í bílnum en veltir fyrir sér hvort háttalag fólksins sé í lagi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Sjá meira
„Hann straukst við okkur. Það hefði getað orðið stórslys,“ segir Gerður Guðjónsdóttir, íbúi á Seltjarnarnesi, sem fór í rólega morgungöngu síðastliðinn sunnudag við Norðurströndina. Hún var með eitt barn í kerru og annað á jafnvægishjóli. Þegar hún þurfti að stoppa og laga hjólið brunaði hjólreiðamaður fram hjá á ógurlegum hraða. Gerður segir hjólreiðamanninn hafa verið á racer-hjóli sem hannað er fyrir mikinn hraða. Hún segir hann hafa séð þau vel úr fjarlægð og því hafa haft tækifæri til að minnka hraðann. Einnig hefði hann getað farið út á grasið í stað þess að taka áhættuna á að keyra á barnið. „En hann var á svo miklum hraða að hann réð líklega ekkert við aðstæður og hefur ekki þorað að beygja frá. Þannig að hann tók bara áhættuna. Svo öskraði hann á okkur að taka ekki allan stíginn. Þá fauk í mig.“Gerður GuðjónsdóttirGerður skrifaði um atvikið og sendi á hjólahópa á Facebook. Hún fékk góðar undirtektir en misjafnar skoðanir voru þó um hvort hjólreiðamenn ættu að nota bjöllu eða ekki. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild, segir málið þó ósköp einfalt: Gangandi vegfarendur gangi alltaf fyrir á göngustígum. „Hjólreiðafólki er leyft að nota göngustíga en það þarf þá að sýna varúð og fyllstu aðgát. Racerar eiga ekkert erindi á göngustíga enda eru það ekki kappakstursbrautir.“ Ómar segir umferðarlögin skýr. Þar segi að heimilt sé að hjóla á gangstíg enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum, að hjólreiðamenn skuli víkja fyrir gangandi vegfarendum og að ökuhraða skuli miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Hraðinn megi aldrei verða meiri en svo að ökumaður hafi fullt vald á ökutækinu. „Í sektareglugerð segir að sé farið of geyst megi beita sektum allt að fimmtán þúsund krónum. Reglugerðin er nú til endurskoðunar þar sem sektin verður hækkuð. Hér hvílir óumdeilanleg skylda á hjólreiðamanninum,“ segir Ómar og bendir á götur og sérmerkta hjólastíga til hjólreiða á miklum hraða. Stefán Ragnar Þorvarðarson tók meðfylgjandi myndband á Seltjarnarnesinu í gær þar sem hjólreiðafólk er á götunni og fer svo yfir á rauðu ljósi. Hann tekur fram að hann var farþegi í bílnum en veltir fyrir sér hvort háttalag fólksins sé í lagi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Sjá meira