Lífið

Jón Steinar selur húsið á 100 milljónir

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ásett verð er 105 milljónir króna.
Ásett verð er 105 milljónir króna. vísir
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, hefur sett hús sitt að Stigahlíð 63 í Reykjavík á sölu. Um er að ræða níu herbergja einbýlishús á tveimur hæðum, með aukaíbúð og innbyggðum bílskúr. Ásett verð er 105 milljónir króna.

Á fasteignavef Vísis segir að húsið sé 328,2 fermetrar. Efri hæðin sé sex til sjö herbergja og á pöllum og aukaíbúðin tveggja herbergja í kjallara. Þá sé rúmgott gluggalaust geymslurými inn af bílskúr, en að það sé ekki inni í uppgefinni fermetratölu. „Húsi og garði hefur verið vel við haldið,“ segir í lýsingunni.

Sólpallurinn snýr í suður í fallegum og gróðursælum garði. Hellulagt er framan við bílskúr og hiti er í bílaplani.

Myndir af einbýlinu má sjá hér fyrir neðan, en fleiri myndir eru að finna á fasteignavef Vísis.

Stigahlíð 63vísir
Sólpallurinn snýr í suður.vísir/
Níu herbergi eru í húsinu.vísir
Einbýlið er alls 328 fermetrar.vísir
Samliggjandi stofa og borðstofa.vísir/
Aukaíbúðin.vísir
Eldhúsið.vísir/
Borðstofan.vísir/





Fleiri fréttir

Sjá meira


×