Viðskipti innlent

Sjóvá orðið meðal stærstu hluthafa í VÍS

ingvar haraldsson skrifar
Sjóvá á um sjö milljarða í hlutabréfum hér á landi, þar af er hluturinn í VÍS tæplega 200 milljón króna virði.
Sjóvá á um sjö milljarða í hlutabréfum hér á landi, þar af er hluturinn í VÍS tæplega 200 milljón króna virði.
Sjóva er orðinn tuttugasti stærsti hluthafi í VÍS samkvæmt nýjasta hluthafalista VÍS. Sjóvá á 1,01 prósent í samkeppnisaðila sínum en virði hlutarins er tæplega 200 milljónir króna.

„Við erum bara stór fjárfestir í innlendum hlutabréfum og tryggingafélögin eru þar á meðal.“ segir Þórður Pálsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá Sjóvá.  

Þórður segir Sjóvá ekki hafa keypt hlut nýlega í VÍS heldur sé ástæðan fyrir því að Sjóvá birtist nú á listanum líklega að aðrir fjárfestar hafi selt hlut sinn. 

„Þetta er í sjálfu sér lítil brot af því sem við eigum í hlutabréfum.“

Þórður segir að Sjóvá eigi um 7 milljarðar í innlendum hlutabréfum og þar af séu um 200 milljónir í hlutafé í VÍS eða um 3 prósent af heildar hlutabréfaeign Sjóvá. „Ef þú horfir á hlutfall þeirra af heildarverðmæti fyrirtækja í Kauphöllinni er þetta ósköp svipað.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×