Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 skrifar 19. apríl 2016 09:00 Kenan Turudija fagnar marki í fyrra en hann spilaði mjög vel síðasta sumar. vísir/valli Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 1. maí en þar á FH titil að verja eftir að verða meistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ólafsvík ellefta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, en Ólsarar eru nýliðar í deildinni. Ólafsvíkingar eru að spila í efstu deild í annað sinn en þeir voru þar fyrst árið 2013. Þá höfnuðu þeir í ellefta sæti sem er jafnframt besti árangur liðsins í efstu deild Íslandsmótsins. Þjálfari Ólsara er Bosníumaðurinn Ejub Purisevic sem er að þjálfa liðið öðru sinni. Hann þjálfaði liðið fyrst frá 2004 til 2008 en tók aftur við undir lok móts 2009. Síðari stjórnartíð hans hefur verið frábær en undir erfiðum kringumstæðum er hann búinn að koma Ólsurum tvívegis upp í Pepsi-deildina og einu sinni í undanúrslit bikarsins. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ:graf/sæmundurFYRSTU FIMM Ólsarar eiga töluvert þægilegri byrjun fyrir höndum en hinir nýliðarnir. Fyrstu tveir leikirnir eru vissulega snúnir en eftir það koma leikir þar sem nýliðarnir geta vel hugsað sér að stela einhverjum stigum í byrjun móts. Vesturlandsslagurinn verður stórleikur í fjórðu umferð.01. maí: Breiðablik – Víkingur Ó., Kópavogsvöllur08. maí: Víkingur Ó. – Valur, Ólafsvíkurvöllur12. maí: ÍBV – Víkingur Ó., Hásteinsvöllur16. maí: Víkingur Ó. – ÍA, Ólafsvíkurvöllur22. maí: Fjölnir – Víkingur Ó., FjölnisvöllurÞorsteinn Már Ragnarsson, Alfreð Már Hjaltalín og Tomasz Luba.vísir/vilhelm/daníelÞRÍR SEM VÍKINGUR Ó. TREYSTIR ÁÞorsteinn Már Ragnarsson: Týndi sonurinn er loksins kominn heim. Þorsteinn var nánast skrifaður úr KR á síðasta tímabili en hann kláraði sumarið og hafði svo úr nokkrum liðum að velja. Framherjinn eldfljóti og harðduglegi ákvað að fara heim og er orðinn að fyrirliða liðsins. Hann kemur með mikla reynslu úr Pepsi-deildinni og þarf vitaskuld að skora mörk fyrir nýliða ætli þeir að halda sér uppi. Nú fær hann tækifæri til að sanna hvað hann getur þegar hann spilar 90 mín í öllum leikjum.Alfreð Már Hjaltalín: Þessi ungi hægri kantmaður, fæddur 1994, var ein af stjörnum 1. deildarinnar í fyrra. Hann spilaði 19 leiki í Pepsi-deildinni með Ólsurum fyrir þremur árum en hefur nú sprungið út sem fljótur og sterkur kantmaður. Hann skoraði tólf mörk í fyrra og átti stóran þátt í að koma liðinu upp um deild. Taki hann skrefið upp á við verður mjög spennandi að fylgjast með honum.Tomasz Luba: Pólski miðvörðurinn hefur verið sem klettur í vörn Ólsara síðan 2010 þegar hann kom frá Reyni Sandgerði. Ólafsvíkingar eru hvað veikastir fyrir í varnarleiknum og hafa mestar áhyggjur af honum. Því verður Luba að standa sig en hann átti því miður ekki gott tímabil síðast þegar Ólsarar voru uppi. Nú verður hann að spila jafn vel og hann hefur gert í 1. deildinni.Þórhallur Kári Knútsson spilar á láni í Ólafsvík frá Stjörnunni í sumar.mynd/víkinguról.isMARKAÐURINNKomnir: Egill Jónsson frá KR Pape Mamadou Faye frá BÍ/Bolungarvík Pontus Nordenberg frá Svíþjóð Þorsteinn Már Ragnarsson frá KR Þórhallur Kári Knútsson frá Stjörnunni (lán)Farnir: Arnar Sveinn Geirsson í Fram Brynjar Kristmundsson í Fram Ingólfur Sigurðsson í Fram Kristófer Eggertsson í HK Guðmundur Reynir Gunnarsson úr láni Gunnlaugur Hlynur Birgisson úr láni Ólsarar hafa ýmislegt lært af veru sinni í Pepsi-deildinni síðast og voru því fljótir að endursemja við erlendu leikmennina sem spiluðu með liðinu í fyrra. Strákar á borð við markvörðinn Christian Martínez, miðjumanninn Kenan Turudija og framherjana William Dal Silva og Hrvoje Tokic sem skoraði tólf mörk í átta leikjum þegar hann kom vestur á miðju sumri í fyrra. Hvort þessir leikmenn eru nógu góðir fyrir Pepsi-deildina á eftir að koma í ljós en Ólafsvíkingar gengu líka endanlega frá samningi við Egil Jónsson frá KR sem spilaði með þeim í fyrra, þá er Þorsteinn Már kominn heim og mjög spennandi ungur leikmaður, Þórhallur Kári Knútsson, er kominn frá Stjörnunni. Vegna vandræða í varnarleiknum var Svíinn Pontus Nordenberg fenginn frá Svíþjóð en Ólsarar eru sagðir enn að leita að miðverði til að spila við hlið Tomaszar Luba. Christian Martinez sem varði markið í fyrra verður áfram á milli stanganna. Til að fá meiri hraða og styrk í sóknarleikinn og auka breiddina er Pape Mamadou Faye kominn en hann spilar nú með öðru Víkingsliði í efstu deild. Pape hefur farið vel af stað með Ólsurum á undirbúningstímabilinu og hentar vel inn í skipulag Ejubs Purisevic. Ólsarar hafa frekar styrkt liðið heldur en annað. Fjórir leikmenn sem yfirgáfu það verða áfram í 1. deildinni. Sá sem þeir sakna mest er besti leikmaður síðustu leiktíðar í 1. deildinni, Guðmundur Reynir Gunnarsson.vísir/pjeturHVAÐ SEGIR HJÖRVAR HAFLIÐASON? Það sem varð Ólsurum að falli 2013 var ömurleg byrjun á mótinu. Það er engin aðstaða til fótboltaiðkunar á Ólafsvík á veturna. Markmannsmálin voru í tómu tjóni í upphafi síðast en nú vonast þeir til að vera með alvöru mann í búrinu. Christian Martinez, markvörður, Þorsteinn már og Tokic eru þeirra lykilmenn. Tokic skoraði tólf mörk í bara átta leikjum í fyrra. Þessir þrír verða að standa undir væntingum ef Ólsarar ætla að halda sér uppi.Ejub Purisevic hefur gert frábæra hluti sem þjálfari Víkings Ólafsvíkur.vísir/vilhelmÞað sem við vitum um Víking Ó. er... að liðið er afskaplega vel skipulagt undir stjórn hins afar taktíska Ejubs Purisevic. Það verður erfitt að brjóta Ólsara niður og ef illa fer að ganga mun Ejub múra fyrir markið eins og honum einum er lagið. Liðið nýtur mikils stuðnings heimamanna og Ejub fær alltaf að bæta við liðið ef það verður í vondum málum um mitt mót. Ólsarar eru með mjög fljóta og sterka framlínu sem hjálpar því að sækja hratt sem verður líklega aðalsmerki liðsins.Spurningamerkin eru... sérstaklega varnarleikurinn og markvarslan. Martínez var flottur í 1. deildinni í fyrra en sparkspekingar eru ekki vissir um að hann geti tekið skrefið upp í efstu deild. Ólsarar eru enn að leita að miðverði og jafnvel öðrum varnarmanni til. Þó erlendu leikmennirnir hafi verið flottir í fyrra er ekki víst að þeir skili jafngóðu verki í Pepsi-deildinni.William Da Silva var góður með Ólsurum í 1. deildinni í fyrra.vísir/ernirÍ BESTA FALLI: Verða erlendu leikmennirnir frábærir eins og í fyrra og Tokic sannar að hann getur skorað mörk í hvaða deild sem er. Þorsteinn Már sýnir hvað hann getur og leiðir liðið áfram. Alfreð Hjaltalín springur út og liðið nær að verjast. Gangi þetta upp er ekkert útilokað að Ólafsvíkingar haldi sæti sínu í efstu deild.Í VERSTA FALLI: Eru erlendu leikmennirnir bara 1. deildar spilarar og Ejub þarf að fara að róta í liðinu um mitt sumar. Byrjunin verður erfið og þar með verða Ólsarar of langt á eftir eins og gerðist síðast. Liðið nær ekki að skora mörk og er að tapa naumt eins og fyrir þremur árum. Þetta er uppskrift Ólsara að falli aftur í 1. deildina. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni Sjá meira
Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 1. maí en þar á FH titil að verja eftir að verða meistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ólafsvík ellefta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, en Ólsarar eru nýliðar í deildinni. Ólafsvíkingar eru að spila í efstu deild í annað sinn en þeir voru þar fyrst árið 2013. Þá höfnuðu þeir í ellefta sæti sem er jafnframt besti árangur liðsins í efstu deild Íslandsmótsins. Þjálfari Ólsara er Bosníumaðurinn Ejub Purisevic sem er að þjálfa liðið öðru sinni. Hann þjálfaði liðið fyrst frá 2004 til 2008 en tók aftur við undir lok móts 2009. Síðari stjórnartíð hans hefur verið frábær en undir erfiðum kringumstæðum er hann búinn að koma Ólsurum tvívegis upp í Pepsi-deildina og einu sinni í undanúrslit bikarsins. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ:graf/sæmundurFYRSTU FIMM Ólsarar eiga töluvert þægilegri byrjun fyrir höndum en hinir nýliðarnir. Fyrstu tveir leikirnir eru vissulega snúnir en eftir það koma leikir þar sem nýliðarnir geta vel hugsað sér að stela einhverjum stigum í byrjun móts. Vesturlandsslagurinn verður stórleikur í fjórðu umferð.01. maí: Breiðablik – Víkingur Ó., Kópavogsvöllur08. maí: Víkingur Ó. – Valur, Ólafsvíkurvöllur12. maí: ÍBV – Víkingur Ó., Hásteinsvöllur16. maí: Víkingur Ó. – ÍA, Ólafsvíkurvöllur22. maí: Fjölnir – Víkingur Ó., FjölnisvöllurÞorsteinn Már Ragnarsson, Alfreð Már Hjaltalín og Tomasz Luba.vísir/vilhelm/daníelÞRÍR SEM VÍKINGUR Ó. TREYSTIR ÁÞorsteinn Már Ragnarsson: Týndi sonurinn er loksins kominn heim. Þorsteinn var nánast skrifaður úr KR á síðasta tímabili en hann kláraði sumarið og hafði svo úr nokkrum liðum að velja. Framherjinn eldfljóti og harðduglegi ákvað að fara heim og er orðinn að fyrirliða liðsins. Hann kemur með mikla reynslu úr Pepsi-deildinni og þarf vitaskuld að skora mörk fyrir nýliða ætli þeir að halda sér uppi. Nú fær hann tækifæri til að sanna hvað hann getur þegar hann spilar 90 mín í öllum leikjum.Alfreð Már Hjaltalín: Þessi ungi hægri kantmaður, fæddur 1994, var ein af stjörnum 1. deildarinnar í fyrra. Hann spilaði 19 leiki í Pepsi-deildinni með Ólsurum fyrir þremur árum en hefur nú sprungið út sem fljótur og sterkur kantmaður. Hann skoraði tólf mörk í fyrra og átti stóran þátt í að koma liðinu upp um deild. Taki hann skrefið upp á við verður mjög spennandi að fylgjast með honum.Tomasz Luba: Pólski miðvörðurinn hefur verið sem klettur í vörn Ólsara síðan 2010 þegar hann kom frá Reyni Sandgerði. Ólafsvíkingar eru hvað veikastir fyrir í varnarleiknum og hafa mestar áhyggjur af honum. Því verður Luba að standa sig en hann átti því miður ekki gott tímabil síðast þegar Ólsarar voru uppi. Nú verður hann að spila jafn vel og hann hefur gert í 1. deildinni.Þórhallur Kári Knútsson spilar á láni í Ólafsvík frá Stjörnunni í sumar.mynd/víkinguról.isMARKAÐURINNKomnir: Egill Jónsson frá KR Pape Mamadou Faye frá BÍ/Bolungarvík Pontus Nordenberg frá Svíþjóð Þorsteinn Már Ragnarsson frá KR Þórhallur Kári Knútsson frá Stjörnunni (lán)Farnir: Arnar Sveinn Geirsson í Fram Brynjar Kristmundsson í Fram Ingólfur Sigurðsson í Fram Kristófer Eggertsson í HK Guðmundur Reynir Gunnarsson úr láni Gunnlaugur Hlynur Birgisson úr láni Ólsarar hafa ýmislegt lært af veru sinni í Pepsi-deildinni síðast og voru því fljótir að endursemja við erlendu leikmennina sem spiluðu með liðinu í fyrra. Strákar á borð við markvörðinn Christian Martínez, miðjumanninn Kenan Turudija og framherjana William Dal Silva og Hrvoje Tokic sem skoraði tólf mörk í átta leikjum þegar hann kom vestur á miðju sumri í fyrra. Hvort þessir leikmenn eru nógu góðir fyrir Pepsi-deildina á eftir að koma í ljós en Ólafsvíkingar gengu líka endanlega frá samningi við Egil Jónsson frá KR sem spilaði með þeim í fyrra, þá er Þorsteinn Már kominn heim og mjög spennandi ungur leikmaður, Þórhallur Kári Knútsson, er kominn frá Stjörnunni. Vegna vandræða í varnarleiknum var Svíinn Pontus Nordenberg fenginn frá Svíþjóð en Ólsarar eru sagðir enn að leita að miðverði til að spila við hlið Tomaszar Luba. Christian Martinez sem varði markið í fyrra verður áfram á milli stanganna. Til að fá meiri hraða og styrk í sóknarleikinn og auka breiddina er Pape Mamadou Faye kominn en hann spilar nú með öðru Víkingsliði í efstu deild. Pape hefur farið vel af stað með Ólsurum á undirbúningstímabilinu og hentar vel inn í skipulag Ejubs Purisevic. Ólsarar hafa frekar styrkt liðið heldur en annað. Fjórir leikmenn sem yfirgáfu það verða áfram í 1. deildinni. Sá sem þeir sakna mest er besti leikmaður síðustu leiktíðar í 1. deildinni, Guðmundur Reynir Gunnarsson.vísir/pjeturHVAÐ SEGIR HJÖRVAR HAFLIÐASON? Það sem varð Ólsurum að falli 2013 var ömurleg byrjun á mótinu. Það er engin aðstaða til fótboltaiðkunar á Ólafsvík á veturna. Markmannsmálin voru í tómu tjóni í upphafi síðast en nú vonast þeir til að vera með alvöru mann í búrinu. Christian Martinez, markvörður, Þorsteinn már og Tokic eru þeirra lykilmenn. Tokic skoraði tólf mörk í bara átta leikjum í fyrra. Þessir þrír verða að standa undir væntingum ef Ólsarar ætla að halda sér uppi.Ejub Purisevic hefur gert frábæra hluti sem þjálfari Víkings Ólafsvíkur.vísir/vilhelmÞað sem við vitum um Víking Ó. er... að liðið er afskaplega vel skipulagt undir stjórn hins afar taktíska Ejubs Purisevic. Það verður erfitt að brjóta Ólsara niður og ef illa fer að ganga mun Ejub múra fyrir markið eins og honum einum er lagið. Liðið nýtur mikils stuðnings heimamanna og Ejub fær alltaf að bæta við liðið ef það verður í vondum málum um mitt mót. Ólsarar eru með mjög fljóta og sterka framlínu sem hjálpar því að sækja hratt sem verður líklega aðalsmerki liðsins.Spurningamerkin eru... sérstaklega varnarleikurinn og markvarslan. Martínez var flottur í 1. deildinni í fyrra en sparkspekingar eru ekki vissir um að hann geti tekið skrefið upp í efstu deild. Ólsarar eru enn að leita að miðverði og jafnvel öðrum varnarmanni til. Þó erlendu leikmennirnir hafi verið flottir í fyrra er ekki víst að þeir skili jafngóðu verki í Pepsi-deildinni.William Da Silva var góður með Ólsurum í 1. deildinni í fyrra.vísir/ernirÍ BESTA FALLI: Verða erlendu leikmennirnir frábærir eins og í fyrra og Tokic sannar að hann getur skorað mörk í hvaða deild sem er. Þorsteinn Már sýnir hvað hann getur og leiðir liðið áfram. Alfreð Hjaltalín springur út og liðið nær að verjast. Gangi þetta upp er ekkert útilokað að Ólafsvíkingar haldi sæti sínu í efstu deild.Í VERSTA FALLI: Eru erlendu leikmennirnir bara 1. deildar spilarar og Ejub þarf að fara að róta í liðinu um mitt sumar. Byrjunin verður erfið og þar með verða Ólsarar of langt á eftir eins og gerðist síðast. Liðið nær ekki að skora mörk og er að tapa naumt eins og fyrir þremur árum. Þetta er uppskrift Ólsara að falli aftur í 1. deildina.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00