Enski boltinn

Tottenham minnkaði forystu Leicester í fimm stig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Harry Kane skoraði tvö mörk fyrir Tottenham í kvöld.
Harry Kane skoraði tvö mörk fyrir Tottenham í kvöld. vísir/getty
Tottenham náði að minnka forystu Leicester á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fimm stig eftir afar öruggan og sannfærandi 4-0 sigur á Stoke á útivelli í kvöld.

Leicester missteig sig gegn West Ham í gær og það náði Tottenham að færa sér í nyt í kvöld. Harry Kane kom Tottenham á bragðið á níundu mínútu en þrátt fyrir að gestirnir voru mun sterkari aðilinn í leiknum var það ekki fyrr en í síðari hálfleik að þeir gerðu endanlega út um leikinn.

Dele Alli annað mark Tottenham um miðbik síðari hálfleiksins áður en að Erik Lamela lagði upp þriðja markið fyrir Harry Kane sem er nú kominn með 24 mörk á tímabilinu. Kane er markahæstur í deildinni en næstur á eftir honum kemur Jamie Vardy með 22 mörk.

Alli innsiglaði sigurinn á 82. mínútu með góðu skoti en toppliðin tvö eiga nú bæði fjóra leiki eftir á tímabilinu. Leicester dugir að vinna þrjá af þeim fjórum til að tryggja sér titilinn en það gæti reynst erfitt enda á liðið erfið verkefni fyrir höndum og verður þar að auki án Jamie Vardy í að minnsta kosti einum þeirra.

Harry Kane kom Tottenham yfir á 9. mínútu: Dele Alli skoraði annað mark Tottenham á 67. mínútu: Harry Kane skoraði öðru sinni og kom Tottenham í 3-0 á 71. mínútu: Dele Alli skoraði fjórða mark Tottenham á 82. mínútu:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×