Körfubolti

Fjölnir sótti sigur í Borgarnes og jafnaði einvígið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Fjölnis brosti líklega aðeins í kvöld.
Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Fjölnis brosti líklega aðeins í kvöld. vísir/vilhelm
Eftir dramatískt tap í fyrsta leiknum á heimavelli svaraði Fjölnir fyrir sig í kvöld með sigri á Skallagrími í Borgarnesi, 91-85, í öðrum leik liðanna í umspili um sæti í Dominos-deild karla.

Eins og fyrri leikurinn var þessi jafn og spennandi en Borgnesingar voru stigi yfir í hálfleik, 44-43, en Fjölnismenn voru 71-69 yfir áður en síðasti leikhlutinn hófst.

Að þessi sinni voru það Grafarvogspiltar sem voru sterkari undir lokin og náðu heimavallarréttinum til baka eftir tapið í fyrsta leik liðanna.

Bandaríkjamenn beggja liða voru lang bestir á vellinum í kvöld en Collin Anthony Pryor skoraði 27 stig og tók 25 fráköst fyrir Fjölni og Jean Rony Cadet skoraði 35 stig, tók ellefu fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir heimamenn.

Staðan er 1-1 í einvígi liðanna en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fylgir Þór Akureyri upp í Dominos-deildina og spilar með þeim bestu næsta vetur.

Skallagrímur-Fjölnir 85-91 (20-14, 24-29, 25-28, 16-20)

Skallagrímur: Jean Rony Cadet 35/11 fráköst/7 stoðsendingar, Kristófer Gíslason 13/7 fráköst, Davíð Ásgeirsson 11/4 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 10/4 fráköst/7 stoðsendingar, Hafþór Ingi Gunnarsson 6/6 fráköst, Kristján Örn Ómarsson 5, Davíð Guðmundsson 3, Hamid Dicko 2.

Fjölnir: Collin Anthony Pryor 27/25 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 20/4 fráköst, Róbert Sigurðsson 15/5 fráköst/7 stoðsendingar, Egill Egilsson 12/6 fráköst, Sindri Már Kárason 6, Árni Elmar Hrafnsson 6/5 stoðsendingar, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 3, Valur Sigurðsson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×