Innanríkisráðherra hefur áfrýjað dómi um Reykjavíkurflugvöll Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. apríl 2016 18:30 Innanríkisráðherra hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um að ríkinu sé skylt að loka Norðaustur-suðvestur flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli. Borgarstjóri segir mikla hagsmuni undir í málinu og vonast til að niðurstaða Hæstaréttar liggi fyrir sem fyrst. Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafnaði því í fyrra að loka flugbrautinni. Meirihluti borgarstjórnar var ósáttur við það og taldi að með því væri ekki staðið við samkomulag sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, forveri ráðherrans í starfi, hafði gert við borgarstjóra haustið 2013. Borgin taldi nauðsynlegt að brautin færi þar sem aðflug við hana myndi skarast á við byggingu nokkur hundruð íbúða Valsmanna á Hlíðarenda. Málið endaði endaði fyrir dómstólum. Þann 22. mars síðastliðinn komst Héraðsdómur Reykjavíkur svo að þeirri niðurstöðu að ríkinu sé skylt að loka Norðaustur-suðvestur flugbrautinni sem oft hefur verið kölluð „neyðarbraut" og endurskoða skipulagsreglur fyrir völlinn til samræmis við lokunina innan sextán vikna. Ef ríkið lokar ekki flugbrautinni fyrir þann tíma eða fyrir 12 júlí þarf það að greiða Reykjavíkurborg eina milljón króna í sekt á hverjum degi. Innanríkisráðherra hefur nú ákveðið að dómnum verði ekki unað og áfrýjað honum til Hæstaréttar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það ekki koma sér á óvart. „Þetta er auðvitað stórt mál en við vonumst til þess, af því það er flýtimeðferð á málinu, að málflutningur verði fyrir réttarhlé í sumar þannig að niðurstaða fáist sem fyrst,“ segir Dagur. Framkvæmdir hófust á Hlíðarenda fyrir rúmu ári og er þegar búið að fjárfesta fyrir mörg hundruð milljónir króna á svæðinu. „Það eru miklir hagsmunir undir í þessu og við höfum auðvitað gengi í mörg ár út frá því að samningar sem sveitarfélög geri við ríkið haldi og það er prinsippið sem er undir í þessu máli að samningar standi,“ segir Dagur. Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira
Innanríkisráðherra hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um að ríkinu sé skylt að loka Norðaustur-suðvestur flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli. Borgarstjóri segir mikla hagsmuni undir í málinu og vonast til að niðurstaða Hæstaréttar liggi fyrir sem fyrst. Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafnaði því í fyrra að loka flugbrautinni. Meirihluti borgarstjórnar var ósáttur við það og taldi að með því væri ekki staðið við samkomulag sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, forveri ráðherrans í starfi, hafði gert við borgarstjóra haustið 2013. Borgin taldi nauðsynlegt að brautin færi þar sem aðflug við hana myndi skarast á við byggingu nokkur hundruð íbúða Valsmanna á Hlíðarenda. Málið endaði endaði fyrir dómstólum. Þann 22. mars síðastliðinn komst Héraðsdómur Reykjavíkur svo að þeirri niðurstöðu að ríkinu sé skylt að loka Norðaustur-suðvestur flugbrautinni sem oft hefur verið kölluð „neyðarbraut" og endurskoða skipulagsreglur fyrir völlinn til samræmis við lokunina innan sextán vikna. Ef ríkið lokar ekki flugbrautinni fyrir þann tíma eða fyrir 12 júlí þarf það að greiða Reykjavíkurborg eina milljón króna í sekt á hverjum degi. Innanríkisráðherra hefur nú ákveðið að dómnum verði ekki unað og áfrýjað honum til Hæstaréttar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það ekki koma sér á óvart. „Þetta er auðvitað stórt mál en við vonumst til þess, af því það er flýtimeðferð á málinu, að málflutningur verði fyrir réttarhlé í sumar þannig að niðurstaða fáist sem fyrst,“ segir Dagur. Framkvæmdir hófust á Hlíðarenda fyrir rúmu ári og er þegar búið að fjárfesta fyrir mörg hundruð milljónir króna á svæðinu. „Það eru miklir hagsmunir undir í þessu og við höfum auðvitað gengi í mörg ár út frá því að samningar sem sveitarfélög geri við ríkið haldi og það er prinsippið sem er undir í þessu máli að samningar standi,“ segir Dagur.
Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira