Verðtryggingin ekki afnumin á þessu þingi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. apríl 2016 18:30 Þingmálalisti nýrrar ríkisstjórnar liggur enn ekki fyrir tíu dögum eftir að hún tók við og óvíst er hvenær hann verður tilbúinn. Forsætisráðherra segir að verðtryggingin verði ekki afnumin á þessu þingi. Tæpar tvær vikur er síðan að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar tók til starfa. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að þingmálalisti ríkisstjórnarinnar verði lagður fram svo ljóst sé hvaða mál hún ætli að klára á þessu þingi. Sigurður Ingi segir listann enn ekki ekki liggja fyrir. Stefnan sé tekin á að reyna að klára fjölmörg mál á þeim átján þingfundardögum sem eftir eru á þessu þingi. „Húsnæðismálin hafa auðvitað verið í miklum forgangi og málin er snerta afnám hafta og slík tengd mál og svo eru önnur mál sem eru nú komin á ágætan skrið í þinginu. Við munum væntanlega eiga samtal fljótlega eftir helgina við forseta þingsins og vonandi líka stjórnarandstöðuna um framhaldið. Ég held eitt af því sem að sé nokkuð augljóst að þurfi að gera það er að fara yfir starfsáætlun þingsins,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi ræddi málið í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að það stæði ekki til að afnema verðtrygginguna á þessu þingi þar sem of mikil andstæða væri við málið innan annarra flokka. Sigurður Ingi er enn ekki tilbúinn að verða við kröfum stjórnarandstöðunnar um að setja dagsetningu á kosningarnar í haust. „Það er auðvitað eins og við höfum áður sagt í samspili við það hvernig þessi mál ganga fram og ég vænti þess að við getum átt áframhaldandi gott samstarf um það meðal annars við stjórnarandstöðuna,“ segir Sigurður Ingi. Landsstjórn Framsóknarflokksins ákvað í gær að boða til miðstjórnarfundar í vor. Þar skýrist hvort flokksþingi og þar með forystukjöri verði flýtt. Sjálfur segist hann ekki hafa íhugað að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins. Tengdar fréttir Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sjá meira
Þingmálalisti nýrrar ríkisstjórnar liggur enn ekki fyrir tíu dögum eftir að hún tók við og óvíst er hvenær hann verður tilbúinn. Forsætisráðherra segir að verðtryggingin verði ekki afnumin á þessu þingi. Tæpar tvær vikur er síðan að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar tók til starfa. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að þingmálalisti ríkisstjórnarinnar verði lagður fram svo ljóst sé hvaða mál hún ætli að klára á þessu þingi. Sigurður Ingi segir listann enn ekki ekki liggja fyrir. Stefnan sé tekin á að reyna að klára fjölmörg mál á þeim átján þingfundardögum sem eftir eru á þessu þingi. „Húsnæðismálin hafa auðvitað verið í miklum forgangi og málin er snerta afnám hafta og slík tengd mál og svo eru önnur mál sem eru nú komin á ágætan skrið í þinginu. Við munum væntanlega eiga samtal fljótlega eftir helgina við forseta þingsins og vonandi líka stjórnarandstöðuna um framhaldið. Ég held eitt af því sem að sé nokkuð augljóst að þurfi að gera það er að fara yfir starfsáætlun þingsins,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi ræddi málið í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að það stæði ekki til að afnema verðtrygginguna á þessu þingi þar sem of mikil andstæða væri við málið innan annarra flokka. Sigurður Ingi er enn ekki tilbúinn að verða við kröfum stjórnarandstöðunnar um að setja dagsetningu á kosningarnar í haust. „Það er auðvitað eins og við höfum áður sagt í samspili við það hvernig þessi mál ganga fram og ég vænti þess að við getum átt áframhaldandi gott samstarf um það meðal annars við stjórnarandstöðuna,“ segir Sigurður Ingi. Landsstjórn Framsóknarflokksins ákvað í gær að boða til miðstjórnarfundar í vor. Þar skýrist hvort flokksþingi og þar með forystukjöri verði flýtt. Sjálfur segist hann ekki hafa íhugað að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins.
Tengdar fréttir Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sjá meira
Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59