Lífið

125 fermetra íbúð í Vesturbænum á 90 milljónir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Íbúðin er í nýju fjölbýlishúsi sem rís nú á Lýsisreitnum við Grandaveg.
Íbúðin er í nýju fjölbýlishúsi sem rís nú á Lýsisreitnum við Grandaveg. myndir af fasteignavef vísis
Búið er að setja fyrstu íbúðirnar í fjölbýlishúsum sem rísa nú á Lýsisreitnum í sölu og má skoða þær hér á fasteignavef Vísis.

Athygli vekur að tvær íbúðanna koma með þaksvölum en önnur þeirra kostar 89,9 milljónir króna. Íbúðin sjálf er tæpir 125 fermetrar með þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Eldhús og stofa eru svo í opnu rými.

Þaksvalirnar sjálfar eru tæpir 150 fermetrar en mikill verðmunur er á þessari íbúð og svo annarri íbúð í húsinu sem ekki er með þaksvölum en er svipuð að stærð. Kostar hún 67,5 milljónir króna, er tæpir 122 fermetrar með þremur svefnherbergjum einnig og tveimur baðherbergjum.

Að sögn Óskars R. Harðarsonar, framkvæmdastjóra fasteignasölunnar Mikluborgar, sem er með íbúðirnar á Grandavegi í sölu liggur verðmunurinn fyrst og fremst í þaksvölunum, enda sé íbúð með svona stórum þaksvölum nánast einsdæmi á Íslandi.

Sjá má nánari upplýsingar um íbúðina hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×