Nýtt greiðsluþátttökukerfi skref í rétta átt en margt hægt að bæta sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. apríl 2016 11:24 Ellen Calmon gagnrýnir það að ekkert samráð hafi verið haft við félagið í tengslum við nýtt frumvarp. Fréttablaðið/Anton Brink Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir frumvarp heilbrigðisráðherra um nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga skref í rétta átt. Hins vegar hefði hún viljað sjá tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu inni í kerfinu. „Við teljum þetta frumvarp vissulega skref í rétta átt. Þetta er einföldun á greiðsluþáttökukerfi sem áður var kannski í nokkrum bútum og ansi flókið. En við hefðum viljað sjá þarna inni tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu. Í greinargerðinni sá ég að þættir sem voru gjaldfrjálsir verða það áfram en engu nýju bætt við í raun og veru," segir Ellen. Hún segir erfitt að segja til um hversu mikla þýðingu nýtt greiðsluþátttökukerfi mun hafa. Félagið muni fara yfir frumvarpið og kynna sínar hugmyndir á málþingi í lok mánaðar. „Ég held að þetta breyti allavega því að þú átt ekki að velkjast í vafa um hver þín upphæð verður í lok árs varðandi þá þætti sem hafa verið færðir inn í þessu kerfi. En við höfum ekki náð að reikna hversu hagkvæmt eða óhagkvæmt þetta sé."Kristján Þór Júlíusson mælti fyrir frumvarpinu í gær. Samkvæmt því mun almennur notandi í nýju kerfi greiða að hámarki 95.200 kr á ári.visir/gvaEkkert samráð haft við félagið Ellen gagnrýnir það að ekkert samráð hafi verið haft við Öryrkjabandalagið, en fram kemur í frumvarpinu að það hafi verið gert. „Eitt af því sem ég sá í greinargerðinni með frumvarpinu að Öryrkjabandalagið hafi verið boðað á fund hjá þessari nefnd sem vann að þessum hugmyndum. Við óskuðum ítrekað eftir aðkomu að nefndinni. Við fengum einu sinni hálftíma upplýsingafund með nefndinni. Síðan fengum við Pétur Blöndal heitinn til Öryrkjabandalagsins þar sem hann útskýrði reiknireglur, en við fengum aldrei nokkra hugmynd um hvað átti að falla undir þetta greiðsluþátttökukerfi. Þannig að samráðið var ekkert," segir Ellen og bætir við að félagið muni halda áfram að reyna að koma sínum hugmyndum á framfæri. „Við höfum ítrekað reynt að koma okkar hugmyndum að til ráðherra. Hann hefur ekki getað tekið við þeim hingað til. Hann verður að sjálfsögðu boðinn á þetta málþing og við munum senda honum skýrsluna og vonumst til þess að hann taki enn stærra skref í þá átt sem við helst óskum, þegar hann hefur séð okkar tillögur á blaði."Hámarkið 95.200 kr Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpinu í gær. Samkvæmt því verður tryggt að mánaðargreiðslur fólks fari aldrei yfir tiltekið hámark og sett verður þak á árleg heildarútgjöld fólks fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfið. Þannig verða hámarksgreiðslur hjá öldruðum, öryrkjum og börnum lægra en hjá öðrum. Í frumvarpinu segir að almennur notandi muni í nýju kerfi greiða að hámarki 95.200 krónur á ári fyrir heilbrigðisþjónustu, en þó aldrei meira en 33.600 krónur á mánuði. Öryrkjar, aldraðir og börn muni greiða að hámarki 63.500 krónur á ári og aldrei meira en 22.400 krónur á mánuði. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir frumvarp heilbrigðisráðherra um nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga skref í rétta átt. Hins vegar hefði hún viljað sjá tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu inni í kerfinu. „Við teljum þetta frumvarp vissulega skref í rétta átt. Þetta er einföldun á greiðsluþáttökukerfi sem áður var kannski í nokkrum bútum og ansi flókið. En við hefðum viljað sjá þarna inni tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu. Í greinargerðinni sá ég að þættir sem voru gjaldfrjálsir verða það áfram en engu nýju bætt við í raun og veru," segir Ellen. Hún segir erfitt að segja til um hversu mikla þýðingu nýtt greiðsluþátttökukerfi mun hafa. Félagið muni fara yfir frumvarpið og kynna sínar hugmyndir á málþingi í lok mánaðar. „Ég held að þetta breyti allavega því að þú átt ekki að velkjast í vafa um hver þín upphæð verður í lok árs varðandi þá þætti sem hafa verið færðir inn í þessu kerfi. En við höfum ekki náð að reikna hversu hagkvæmt eða óhagkvæmt þetta sé."Kristján Þór Júlíusson mælti fyrir frumvarpinu í gær. Samkvæmt því mun almennur notandi í nýju kerfi greiða að hámarki 95.200 kr á ári.visir/gvaEkkert samráð haft við félagið Ellen gagnrýnir það að ekkert samráð hafi verið haft við Öryrkjabandalagið, en fram kemur í frumvarpinu að það hafi verið gert. „Eitt af því sem ég sá í greinargerðinni með frumvarpinu að Öryrkjabandalagið hafi verið boðað á fund hjá þessari nefnd sem vann að þessum hugmyndum. Við óskuðum ítrekað eftir aðkomu að nefndinni. Við fengum einu sinni hálftíma upplýsingafund með nefndinni. Síðan fengum við Pétur Blöndal heitinn til Öryrkjabandalagsins þar sem hann útskýrði reiknireglur, en við fengum aldrei nokkra hugmynd um hvað átti að falla undir þetta greiðsluþátttökukerfi. Þannig að samráðið var ekkert," segir Ellen og bætir við að félagið muni halda áfram að reyna að koma sínum hugmyndum á framfæri. „Við höfum ítrekað reynt að koma okkar hugmyndum að til ráðherra. Hann hefur ekki getað tekið við þeim hingað til. Hann verður að sjálfsögðu boðinn á þetta málþing og við munum senda honum skýrsluna og vonumst til þess að hann taki enn stærra skref í þá átt sem við helst óskum, þegar hann hefur séð okkar tillögur á blaði."Hámarkið 95.200 kr Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpinu í gær. Samkvæmt því verður tryggt að mánaðargreiðslur fólks fari aldrei yfir tiltekið hámark og sett verður þak á árleg heildarútgjöld fólks fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfið. Þannig verða hámarksgreiðslur hjá öldruðum, öryrkjum og börnum lægra en hjá öðrum. Í frumvarpinu segir að almennur notandi muni í nýju kerfi greiða að hámarki 95.200 krónur á ári fyrir heilbrigðisþjónustu, en þó aldrei meira en 33.600 krónur á mánuði. Öryrkjar, aldraðir og börn muni greiða að hámarki 63.500 krónur á ári og aldrei meira en 22.400 krónur á mánuði.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira