Nýtt greiðsluþátttökukerfi skref í rétta átt en margt hægt að bæta sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. apríl 2016 11:24 Ellen Calmon gagnrýnir það að ekkert samráð hafi verið haft við félagið í tengslum við nýtt frumvarp. Fréttablaðið/Anton Brink Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir frumvarp heilbrigðisráðherra um nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga skref í rétta átt. Hins vegar hefði hún viljað sjá tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu inni í kerfinu. „Við teljum þetta frumvarp vissulega skref í rétta átt. Þetta er einföldun á greiðsluþáttökukerfi sem áður var kannski í nokkrum bútum og ansi flókið. En við hefðum viljað sjá þarna inni tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu. Í greinargerðinni sá ég að þættir sem voru gjaldfrjálsir verða það áfram en engu nýju bætt við í raun og veru," segir Ellen. Hún segir erfitt að segja til um hversu mikla þýðingu nýtt greiðsluþátttökukerfi mun hafa. Félagið muni fara yfir frumvarpið og kynna sínar hugmyndir á málþingi í lok mánaðar. „Ég held að þetta breyti allavega því að þú átt ekki að velkjast í vafa um hver þín upphæð verður í lok árs varðandi þá þætti sem hafa verið færðir inn í þessu kerfi. En við höfum ekki náð að reikna hversu hagkvæmt eða óhagkvæmt þetta sé."Kristján Þór Júlíusson mælti fyrir frumvarpinu í gær. Samkvæmt því mun almennur notandi í nýju kerfi greiða að hámarki 95.200 kr á ári.visir/gvaEkkert samráð haft við félagið Ellen gagnrýnir það að ekkert samráð hafi verið haft við Öryrkjabandalagið, en fram kemur í frumvarpinu að það hafi verið gert. „Eitt af því sem ég sá í greinargerðinni með frumvarpinu að Öryrkjabandalagið hafi verið boðað á fund hjá þessari nefnd sem vann að þessum hugmyndum. Við óskuðum ítrekað eftir aðkomu að nefndinni. Við fengum einu sinni hálftíma upplýsingafund með nefndinni. Síðan fengum við Pétur Blöndal heitinn til Öryrkjabandalagsins þar sem hann útskýrði reiknireglur, en við fengum aldrei nokkra hugmynd um hvað átti að falla undir þetta greiðsluþátttökukerfi. Þannig að samráðið var ekkert," segir Ellen og bætir við að félagið muni halda áfram að reyna að koma sínum hugmyndum á framfæri. „Við höfum ítrekað reynt að koma okkar hugmyndum að til ráðherra. Hann hefur ekki getað tekið við þeim hingað til. Hann verður að sjálfsögðu boðinn á þetta málþing og við munum senda honum skýrsluna og vonumst til þess að hann taki enn stærra skref í þá átt sem við helst óskum, þegar hann hefur séð okkar tillögur á blaði."Hámarkið 95.200 kr Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpinu í gær. Samkvæmt því verður tryggt að mánaðargreiðslur fólks fari aldrei yfir tiltekið hámark og sett verður þak á árleg heildarútgjöld fólks fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfið. Þannig verða hámarksgreiðslur hjá öldruðum, öryrkjum og börnum lægra en hjá öðrum. Í frumvarpinu segir að almennur notandi muni í nýju kerfi greiða að hámarki 95.200 krónur á ári fyrir heilbrigðisþjónustu, en þó aldrei meira en 33.600 krónur á mánuði. Öryrkjar, aldraðir og börn muni greiða að hámarki 63.500 krónur á ári og aldrei meira en 22.400 krónur á mánuði. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir frumvarp heilbrigðisráðherra um nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga skref í rétta átt. Hins vegar hefði hún viljað sjá tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu inni í kerfinu. „Við teljum þetta frumvarp vissulega skref í rétta átt. Þetta er einföldun á greiðsluþáttökukerfi sem áður var kannski í nokkrum bútum og ansi flókið. En við hefðum viljað sjá þarna inni tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu. Í greinargerðinni sá ég að þættir sem voru gjaldfrjálsir verða það áfram en engu nýju bætt við í raun og veru," segir Ellen. Hún segir erfitt að segja til um hversu mikla þýðingu nýtt greiðsluþátttökukerfi mun hafa. Félagið muni fara yfir frumvarpið og kynna sínar hugmyndir á málþingi í lok mánaðar. „Ég held að þetta breyti allavega því að þú átt ekki að velkjast í vafa um hver þín upphæð verður í lok árs varðandi þá þætti sem hafa verið færðir inn í þessu kerfi. En við höfum ekki náð að reikna hversu hagkvæmt eða óhagkvæmt þetta sé."Kristján Þór Júlíusson mælti fyrir frumvarpinu í gær. Samkvæmt því mun almennur notandi í nýju kerfi greiða að hámarki 95.200 kr á ári.visir/gvaEkkert samráð haft við félagið Ellen gagnrýnir það að ekkert samráð hafi verið haft við Öryrkjabandalagið, en fram kemur í frumvarpinu að það hafi verið gert. „Eitt af því sem ég sá í greinargerðinni með frumvarpinu að Öryrkjabandalagið hafi verið boðað á fund hjá þessari nefnd sem vann að þessum hugmyndum. Við óskuðum ítrekað eftir aðkomu að nefndinni. Við fengum einu sinni hálftíma upplýsingafund með nefndinni. Síðan fengum við Pétur Blöndal heitinn til Öryrkjabandalagsins þar sem hann útskýrði reiknireglur, en við fengum aldrei nokkra hugmynd um hvað átti að falla undir þetta greiðsluþátttökukerfi. Þannig að samráðið var ekkert," segir Ellen og bætir við að félagið muni halda áfram að reyna að koma sínum hugmyndum á framfæri. „Við höfum ítrekað reynt að koma okkar hugmyndum að til ráðherra. Hann hefur ekki getað tekið við þeim hingað til. Hann verður að sjálfsögðu boðinn á þetta málþing og við munum senda honum skýrsluna og vonumst til þess að hann taki enn stærra skref í þá átt sem við helst óskum, þegar hann hefur séð okkar tillögur á blaði."Hámarkið 95.200 kr Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpinu í gær. Samkvæmt því verður tryggt að mánaðargreiðslur fólks fari aldrei yfir tiltekið hámark og sett verður þak á árleg heildarútgjöld fólks fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfið. Þannig verða hámarksgreiðslur hjá öldruðum, öryrkjum og börnum lægra en hjá öðrum. Í frumvarpinu segir að almennur notandi muni í nýju kerfi greiða að hámarki 95.200 krónur á ári fyrir heilbrigðisþjónustu, en þó aldrei meira en 33.600 krónur á mánuði. Öryrkjar, aldraðir og börn muni greiða að hámarki 63.500 krónur á ári og aldrei meira en 22.400 krónur á mánuði.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira