Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Grótta 32-27 | Öruggt hjá Eyjamönnum eftir slaka byrjun Guðmundur Tómas Sigfússon í Íþróttamiðstöðinni Vestmannaeyjum skrifar 14. apríl 2016 21:15 Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur í liði ÍBV með 10 mörk. vísir/vilhelm Eyjamenn eru komnir í 1-0 í einvígi sínu gegn Gróttu eftir fimm marka sigur í kvöld úti í Eyjum. Leikmenn ÍBV tóku sér nokkrar mínútur í upphafi leiks til að stilla saman strengi en þegar þeir komust í gang var ekki aftur snúið. ÍBV var nú í fyrsta skiptið á tímabilinu með alla sína leikmenn heila. Þeir nýttu sér það gríðarlega vel í dag og spiluðu mikið á sínum bestu mönnum. Það skilaði því að ÍBV leiddi leikinn með átta mörkum í hálfleik en það er ekki oft sem að Eyjamenn leiða með svo mörgum mörkum í hálfleik. Agnar Smári Jónsson átti erfitt uppdráttar í byrjun leiks en skotin hans rötuðu yfirleitt ekki á markið, ef þau fóru þangað átti Lárus Helgi Ólafsson ekki í miklum vandræðum með þau. Grótta leiddi á fyrstu mínútum leiksins og voru t.a.m. 0-3 og 3-5 yfir í byrjun leiks, þá gekk ömurlega hjá Eyjamönnum að skora. ÍBV náði að stoppa áhlaup gestanna og fengu þeir hraðaupphlaup sem voru rosalega mikilvæg. Liðið komst 8-5 yfir með ótrúlegum kafla þar sem ekkert gekk upp hjá Gróttu. Á næstu mínútum áttu liðin eftir að eyða miklum tíma á varamannabekknum þar sem fingurnir voru oftar en ekki á lofti hjá dómurum leiksins. ÍBV keyrði síðan upp hraðann og minnti liðið á Íslandsmeistarana frá árinu 2014 en þeir refsuðu fyrir öll mistök gestanna. Á þessum tíma gekk gjörsamlega allt upp hjá ÍBV en þeim tókst ótrúlega vel að finna leið framhjá vörn gestanna. Staðan í hálfleik var 16-8 og var sá munur of stór fyrir gestina. Þeir litu aldrei út fyrir að vera komast aftur inn í leikinn gegn flottu liði ÍBV. Heimamenn héldu áfram fyrstu mínútur síðari hálfleiks að keyra á Gróttu og komust þeir níu mörkum yfir. Gestirnir komust ekki nær en fimm mörk fyrr en á lokamínútunum þegar þeir minnkuðu muninn í fjögur mörk. Þeir þurfa að breyta miklu á sunnudaginn ef þeir ætla ekki að tapa einvíginu 2-0. Theodór Sigurbjörnsson sýndi sínar bestu hliðar í kvöld og skoraði tíu mörk, Agnar Smári Jónsson hitaði sig vel upp í fyrri hálfleiknum og endaði með sjö mörk í kvöld. Finnur Ingi Stefánsson átti gjörsamlega frábæran leik og virtist geta skorað hvar sem er, hann endaði með ellefu mörk og þarf annan eins leik ef Grótta ætlar ekki að detta út á sunnudaginn.Sigurður: Gott þjálfarateymi stillir þessu vel upp „Gleði, massa gott, góð stemning í húsinu og úrslitakeppnin að byrja. Þetta var mjög gott og við erum allir glaðir,“ sagði Sigurður Bragason, annar þjálfara ÍBV, eftir flottan fimm marka sigur í fyrsta leik úrslitakeppninnar í handbolta. „Fyrstu fimm voru þungar hjá okkur, þeir komast í 4-1, en næstu 40 mínútur voru stórkostlegar. Frábær leikur, frábær vörn, góð markvarsla og við keyrðum yfir þá. Þeir sáu varla til sólar á þeim kafla. Það var okkar besta moment í leiknum.“ ÍBV spilaði á sínum fyrstu 9 mönnum fyrstu 40 mínútur leiksins, það virtist skila liðinu rosalega miklu. „Við höfum ekki getað þetta í vetur, þetta er í fyrsta skiptið frá upphafi móts þar sem við erum með alla heila. Einar er að koma til baka og Maggi er að verða betri og betri alltaf. Þetta eru svona okkar starting 9-10 leikmenn og svo var mjög gott að geta leyft þeim að hvíla sig þessar síðustu mínútur og þá komu þessir ungu strákar sem eru búnir að spila stórt hlutverk við.“ „Það er gott að geta dreift álaginu, þetta er kúnst í svona keppni.“ „Ég hugsa að við séum að toppa á réttum tíma, gott þjálfarateymi sem er að stilla þessu vel upp,“ sagði Sigurður brosandi eftir að hafa verið spurður hvort liðið væri í sínu besta standi. „Við erum með nokkra gamla karla, þess vegna er gott að fá hvíld í svona keppni. Þess vegna förum við all-in í þennan leik úti á Nesi. Við ætlum ekki að hleypa þessum ungu, flottu peyjum í Gróttu í það að fá blóð á tennurnar.“ „Við reynum allt til að klára þetta 2-0.“Gunnar: Við fáum dómgæslu á móti okkur „Staðan var 16-8 í hálfleik, það var allt of mikið. Mér fannst það ekki gefa rétta mynd af leiknum,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, eftir fimm marka tap gegn ÍBV úti í Eyjum. „Við erum með alltof lélegan kafla í allt of langan tíma, við skorum ekki nema þrjú mörk í einhverjar sextán mínútur. Þeir ganga á lagið og skora auðveld mörk, við hleypum þeim í allt of þægilega stöðu sem dugar þeim til að vinna leikinn.“ Það kemur fáránlega lélegur kafli hjá Gróttu sem byrjar þegar þeir eru 3-5 yfir. Hvað gerðist þar? „Mér fannst við vera helst til of kærulausir í sóknarleiknum, við vorum búnir að vera nokkuð agaðir og fá góð færi sem við nýttum. Eftir það vorum við helst til of værukærir, það er mín upplifun áður en ég horfi á leikinn aftur.“ „Við fáum dómgæslu á móti okkur, við fáum tvær mínútur einu sinni eða tvisvar sem voru alveg glórulausar. Hann tekur í markinu þrjú dauðafæri, þeir fá einhver endalaus fráköst í hendurnar og þessi kafli er þannig að þeir fá allt of mikið forskot sem erfitt er að vinna upp í seinni hálfleik.“ Aðspurður hvort eitthvað hafi komið á óvart í leik ÍBV sagði Gunnar svo ekki vera. „Nei, í raun og veru kom ekkert mér á óvart,“ var Gunnar fljótur að segja. Hvað þarf liðið að gera til þess að vinna á sunnudaginn? „Við þurfum að vera með okkar sama plan áfram og vera einbeittir. Við þurfum að gera grimmari árásir, mér fannst Viggó ekki nægilega öflugur, hann er ekki með mark í leiknum. Hann þarf að koma grimmari í þann slag, við þurfum líka að búa til stemningu á Nesinu á sunnudag. Staðan er bara 1-0 ekkert maus heldur bara næsti leikur.“ Olís-deild karla Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira
Eyjamenn eru komnir í 1-0 í einvígi sínu gegn Gróttu eftir fimm marka sigur í kvöld úti í Eyjum. Leikmenn ÍBV tóku sér nokkrar mínútur í upphafi leiks til að stilla saman strengi en þegar þeir komust í gang var ekki aftur snúið. ÍBV var nú í fyrsta skiptið á tímabilinu með alla sína leikmenn heila. Þeir nýttu sér það gríðarlega vel í dag og spiluðu mikið á sínum bestu mönnum. Það skilaði því að ÍBV leiddi leikinn með átta mörkum í hálfleik en það er ekki oft sem að Eyjamenn leiða með svo mörgum mörkum í hálfleik. Agnar Smári Jónsson átti erfitt uppdráttar í byrjun leiks en skotin hans rötuðu yfirleitt ekki á markið, ef þau fóru þangað átti Lárus Helgi Ólafsson ekki í miklum vandræðum með þau. Grótta leiddi á fyrstu mínútum leiksins og voru t.a.m. 0-3 og 3-5 yfir í byrjun leiks, þá gekk ömurlega hjá Eyjamönnum að skora. ÍBV náði að stoppa áhlaup gestanna og fengu þeir hraðaupphlaup sem voru rosalega mikilvæg. Liðið komst 8-5 yfir með ótrúlegum kafla þar sem ekkert gekk upp hjá Gróttu. Á næstu mínútum áttu liðin eftir að eyða miklum tíma á varamannabekknum þar sem fingurnir voru oftar en ekki á lofti hjá dómurum leiksins. ÍBV keyrði síðan upp hraðann og minnti liðið á Íslandsmeistarana frá árinu 2014 en þeir refsuðu fyrir öll mistök gestanna. Á þessum tíma gekk gjörsamlega allt upp hjá ÍBV en þeim tókst ótrúlega vel að finna leið framhjá vörn gestanna. Staðan í hálfleik var 16-8 og var sá munur of stór fyrir gestina. Þeir litu aldrei út fyrir að vera komast aftur inn í leikinn gegn flottu liði ÍBV. Heimamenn héldu áfram fyrstu mínútur síðari hálfleiks að keyra á Gróttu og komust þeir níu mörkum yfir. Gestirnir komust ekki nær en fimm mörk fyrr en á lokamínútunum þegar þeir minnkuðu muninn í fjögur mörk. Þeir þurfa að breyta miklu á sunnudaginn ef þeir ætla ekki að tapa einvíginu 2-0. Theodór Sigurbjörnsson sýndi sínar bestu hliðar í kvöld og skoraði tíu mörk, Agnar Smári Jónsson hitaði sig vel upp í fyrri hálfleiknum og endaði með sjö mörk í kvöld. Finnur Ingi Stefánsson átti gjörsamlega frábæran leik og virtist geta skorað hvar sem er, hann endaði með ellefu mörk og þarf annan eins leik ef Grótta ætlar ekki að detta út á sunnudaginn.Sigurður: Gott þjálfarateymi stillir þessu vel upp „Gleði, massa gott, góð stemning í húsinu og úrslitakeppnin að byrja. Þetta var mjög gott og við erum allir glaðir,“ sagði Sigurður Bragason, annar þjálfara ÍBV, eftir flottan fimm marka sigur í fyrsta leik úrslitakeppninnar í handbolta. „Fyrstu fimm voru þungar hjá okkur, þeir komast í 4-1, en næstu 40 mínútur voru stórkostlegar. Frábær leikur, frábær vörn, góð markvarsla og við keyrðum yfir þá. Þeir sáu varla til sólar á þeim kafla. Það var okkar besta moment í leiknum.“ ÍBV spilaði á sínum fyrstu 9 mönnum fyrstu 40 mínútur leiksins, það virtist skila liðinu rosalega miklu. „Við höfum ekki getað þetta í vetur, þetta er í fyrsta skiptið frá upphafi móts þar sem við erum með alla heila. Einar er að koma til baka og Maggi er að verða betri og betri alltaf. Þetta eru svona okkar starting 9-10 leikmenn og svo var mjög gott að geta leyft þeim að hvíla sig þessar síðustu mínútur og þá komu þessir ungu strákar sem eru búnir að spila stórt hlutverk við.“ „Það er gott að geta dreift álaginu, þetta er kúnst í svona keppni.“ „Ég hugsa að við séum að toppa á réttum tíma, gott þjálfarateymi sem er að stilla þessu vel upp,“ sagði Sigurður brosandi eftir að hafa verið spurður hvort liðið væri í sínu besta standi. „Við erum með nokkra gamla karla, þess vegna er gott að fá hvíld í svona keppni. Þess vegna förum við all-in í þennan leik úti á Nesi. Við ætlum ekki að hleypa þessum ungu, flottu peyjum í Gróttu í það að fá blóð á tennurnar.“ „Við reynum allt til að klára þetta 2-0.“Gunnar: Við fáum dómgæslu á móti okkur „Staðan var 16-8 í hálfleik, það var allt of mikið. Mér fannst það ekki gefa rétta mynd af leiknum,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, eftir fimm marka tap gegn ÍBV úti í Eyjum. „Við erum með alltof lélegan kafla í allt of langan tíma, við skorum ekki nema þrjú mörk í einhverjar sextán mínútur. Þeir ganga á lagið og skora auðveld mörk, við hleypum þeim í allt of þægilega stöðu sem dugar þeim til að vinna leikinn.“ Það kemur fáránlega lélegur kafli hjá Gróttu sem byrjar þegar þeir eru 3-5 yfir. Hvað gerðist þar? „Mér fannst við vera helst til of kærulausir í sóknarleiknum, við vorum búnir að vera nokkuð agaðir og fá góð færi sem við nýttum. Eftir það vorum við helst til of værukærir, það er mín upplifun áður en ég horfi á leikinn aftur.“ „Við fáum dómgæslu á móti okkur, við fáum tvær mínútur einu sinni eða tvisvar sem voru alveg glórulausar. Hann tekur í markinu þrjú dauðafæri, þeir fá einhver endalaus fráköst í hendurnar og þessi kafli er þannig að þeir fá allt of mikið forskot sem erfitt er að vinna upp í seinni hálfleik.“ Aðspurður hvort eitthvað hafi komið á óvart í leik ÍBV sagði Gunnar svo ekki vera. „Nei, í raun og veru kom ekkert mér á óvart,“ var Gunnar fljótur að segja. Hvað þarf liðið að gera til þess að vinna á sunnudaginn? „Við þurfum að vera með okkar sama plan áfram og vera einbeittir. Við þurfum að gera grimmari árásir, mér fannst Viggó ekki nægilega öflugur, hann er ekki með mark í leiknum. Hann þarf að koma grimmari í þann slag, við þurfum líka að búa til stemningu á Nesinu á sunnudag. Staðan er bara 1-0 ekkert maus heldur bara næsti leikur.“
Olís-deild karla Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira