Vilja að fjárhaldsstjórn taki yfir fjármál Reykjanesbæjar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. apríl 2016 11:58 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar vísir Meirihluti bæjarráðs Reykjanesbæjar hefur ákveðið að leggja það til við bæjarstjórn að hún samþykki á fundi sínum þann 19. apríl næstkomandi að óskað verði eftir því við innnanríkisráðuneytið að sveitarfélaginu verði skipuð fjárhaldsstjórn, með öðrum orðum að ráðuneytið taki yfir fjármál bæjarins. Í bókun sem meirihluti bæjarráðs lagði fram á fundi þess í morgun er slæm fjárhagsstaða Reykjanesbæjar rakin en greint var frá því í morgun að löngum viðræðum bæjarins við kröfuhafa hefði lokið án samkomulags. Því sér bæjarráð ekki aðra leið en að beina því til bæjarstjórnar að leita til innanríkisráðuneytisins, en það er í samræmi við samþykkt bæjarráðs frá því fyrir viku síðan. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem er í minnihluta í bæjarráði, lögðu fram bókun á fundinum í morgun þar sem þeir ítrekuðu þeir þá skoðun sína að hagsmunum íbúa Reykjanesbæjar væri betur borgið í höndum kjörinna fulltrúa bæjarstjórnar og bæjarstjóra en í höndum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Það er mat minnihlutans að algjör óvissa ríki um hvaða áhrif sú ákvörðun muni hafi á þjónustu og rekstur sveitarfélagsins til næstu ára. Bókun meirihluta bæjarráðs má sjá í heild sinni hér að neðan sem og bókun minnihlutans: Fjárhagsstaða Reykjanesbæjar hefur verið mjög erfið um langt skeið. Af þeim sökum hefur sveitarfélagið verið í nánu samstarfi við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og með sérstöku samkomulagi við innanríkisráðherra, fyrst árið 2014 og aftur 2015, hefur markvisst verið unnið að úrbótum og ýmsum hagræðingaraðgerðum í rekstri. Ferli endurskipulagningar hófst í október árið 2014 með samþykkt bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á hagræðingu í rekstrarkostnaði og auknum álögum á íbúa sveitarfélagsins.Eftir yfirferð á samþykktum áætlunum og forsendum þeirra varð ljóst að sveitarfélagið væri ekki einungis að glíma við greiðsluvanda heldur einnig verulegan skuldavanda þar sem skilyrði sveitarstjórnarlaga gera ráð fyrir að sveitarfélagið sé komið undir 150% lögbundið skuldaviðmið fyrir árslok 2022.Ljóst þótti að til þess að komast undir lögboðið skuldaviðmið fyrir árslok 2022 þyrftu kröfuhafar að gefa eftir eitthvað af skuldum sínum. Hófust því viðræður við kröfuhafa haustið 2014 um aðkomu þeirra að endurskipulagningu sveitarfélagsins.Samkomulag náðist þann 5. febrúar 2016 við stærstu kröfuhafa um að niðurfærsluþörf sveitarfélagsins næmi um kr. 6.350 milljónum að því gefnu að samningar næðust í frjálsum samningum og sveitarfélagið væri í stakk búið að grípa þau tækifæri sem því standa til boða. Niðurfærsluþörfin og tillaga að endurskipulagningu var svo kynnt öðrum kröfuhöfum á tímabilinu 22.-29. febrúar.Bréf var sent til allra kröfuhafa 18. og 22. mars þar sem ferli málsins var nánar rakið ásamt öðrum atriðum. Í bréfinu var tillaga að vinnuferli kynnt sem og að það væri skýr vilji Reykjanesbæjar að leita allra leiða til að ljúka viðræðum um heildarendurskipulagningu á fjárhag sveitarfélagsins fyrir 15. apríl 2016. Jafnframt var óskað eftir því að kröfuhafar kæmu á framfæri beiðnum um frekari gögn teldu þeir sig þurfa.Drög að samkomulagi um heildarendurskipulagningu var samþykkt í bæjarráði Reykjanesbæjar þann 7. apríl og kröfuhöfum tilkynnt að óskað væri eftir að þeir samþykktu samkomulagið fyrir kl. 17:00 miðvikudaginn 13. apríl 2016. Bæjarráð samþykkti einnig á sama fundi að óskað yrði eftir því að sveitarfélaginu verði skipuð fjárhaldsstjórn, eins og lög gera ráð fyrir, ef samkomulag við kröfuhafa næðist ekki.Þó að meirihluti kröfuhafa, sem tillagan tók til, hafi samþykkt tillögu að samkomulagi um heildarendurskipulagningu er það ekki nægjanlegt. Viðunandi niðurstaða í viðræðunum hefur því ekki náðst. Meirihluti bæjarráð stendur því við fyrri ákvörðun sína og leggur til við bæjarstjórn Reykjanesbæjar að hún samþykki á fundi sínum þ. 19. apríl nk. að óskað verði eftir því við innanríkisráðuneytið að sveitarfélaginu verði skipuð fjárhaldsstjórn.Að lokum vill bæjarráð þakka öllum sem lagt hafa hönd á plóg í þessari mikilvægu vinnu sem og þeim kröfuhöfum sem töldu sér fært að fara þá leið sem lagt var til að yrði farin. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítrekum skoðun okkar að hagsmunum íbúa Reykjanesbæjar sé betur borgið í höndum kjörinna fulltrúa bæjarstjórnar og bæjarstjóra en í höndum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Algjör óvissa er um hvaða áhrif sú ákvörðun mun hafa á þjónustu og rekstur sveitarfélagsins til næstu ára.Ef ríkið sér ekki ástæðu til að standa með sveitarfélaginu gagnvart föllnu bönkunum sem það sjálft hefur notið góðs af sem og uppbyggingu í Helguvík þá teljum við réttast að það geri sjálft kröfu um yfirtöku á fjármálum sveitarfélagsins fremur en að frumkvæðið sé frá kjörnum bæjarfulltrúum í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Tengdar fréttir Féllust ekki á afskriftir til Reykjanesbæjar röfuhafar Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar gengu ekki að tillögu um afskriftir af lánum bæjarins. 14. apríl 2016 06:00 Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Meirihluti bæjarráðs Reykjanesbæjar hefur ákveðið að leggja það til við bæjarstjórn að hún samþykki á fundi sínum þann 19. apríl næstkomandi að óskað verði eftir því við innnanríkisráðuneytið að sveitarfélaginu verði skipuð fjárhaldsstjórn, með öðrum orðum að ráðuneytið taki yfir fjármál bæjarins. Í bókun sem meirihluti bæjarráðs lagði fram á fundi þess í morgun er slæm fjárhagsstaða Reykjanesbæjar rakin en greint var frá því í morgun að löngum viðræðum bæjarins við kröfuhafa hefði lokið án samkomulags. Því sér bæjarráð ekki aðra leið en að beina því til bæjarstjórnar að leita til innanríkisráðuneytisins, en það er í samræmi við samþykkt bæjarráðs frá því fyrir viku síðan. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem er í minnihluta í bæjarráði, lögðu fram bókun á fundinum í morgun þar sem þeir ítrekuðu þeir þá skoðun sína að hagsmunum íbúa Reykjanesbæjar væri betur borgið í höndum kjörinna fulltrúa bæjarstjórnar og bæjarstjóra en í höndum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Það er mat minnihlutans að algjör óvissa ríki um hvaða áhrif sú ákvörðun muni hafi á þjónustu og rekstur sveitarfélagsins til næstu ára. Bókun meirihluta bæjarráðs má sjá í heild sinni hér að neðan sem og bókun minnihlutans: Fjárhagsstaða Reykjanesbæjar hefur verið mjög erfið um langt skeið. Af þeim sökum hefur sveitarfélagið verið í nánu samstarfi við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og með sérstöku samkomulagi við innanríkisráðherra, fyrst árið 2014 og aftur 2015, hefur markvisst verið unnið að úrbótum og ýmsum hagræðingaraðgerðum í rekstri. Ferli endurskipulagningar hófst í október árið 2014 með samþykkt bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á hagræðingu í rekstrarkostnaði og auknum álögum á íbúa sveitarfélagsins.Eftir yfirferð á samþykktum áætlunum og forsendum þeirra varð ljóst að sveitarfélagið væri ekki einungis að glíma við greiðsluvanda heldur einnig verulegan skuldavanda þar sem skilyrði sveitarstjórnarlaga gera ráð fyrir að sveitarfélagið sé komið undir 150% lögbundið skuldaviðmið fyrir árslok 2022.Ljóst þótti að til þess að komast undir lögboðið skuldaviðmið fyrir árslok 2022 þyrftu kröfuhafar að gefa eftir eitthvað af skuldum sínum. Hófust því viðræður við kröfuhafa haustið 2014 um aðkomu þeirra að endurskipulagningu sveitarfélagsins.Samkomulag náðist þann 5. febrúar 2016 við stærstu kröfuhafa um að niðurfærsluþörf sveitarfélagsins næmi um kr. 6.350 milljónum að því gefnu að samningar næðust í frjálsum samningum og sveitarfélagið væri í stakk búið að grípa þau tækifæri sem því standa til boða. Niðurfærsluþörfin og tillaga að endurskipulagningu var svo kynnt öðrum kröfuhöfum á tímabilinu 22.-29. febrúar.Bréf var sent til allra kröfuhafa 18. og 22. mars þar sem ferli málsins var nánar rakið ásamt öðrum atriðum. Í bréfinu var tillaga að vinnuferli kynnt sem og að það væri skýr vilji Reykjanesbæjar að leita allra leiða til að ljúka viðræðum um heildarendurskipulagningu á fjárhag sveitarfélagsins fyrir 15. apríl 2016. Jafnframt var óskað eftir því að kröfuhafar kæmu á framfæri beiðnum um frekari gögn teldu þeir sig þurfa.Drög að samkomulagi um heildarendurskipulagningu var samþykkt í bæjarráði Reykjanesbæjar þann 7. apríl og kröfuhöfum tilkynnt að óskað væri eftir að þeir samþykktu samkomulagið fyrir kl. 17:00 miðvikudaginn 13. apríl 2016. Bæjarráð samþykkti einnig á sama fundi að óskað yrði eftir því að sveitarfélaginu verði skipuð fjárhaldsstjórn, eins og lög gera ráð fyrir, ef samkomulag við kröfuhafa næðist ekki.Þó að meirihluti kröfuhafa, sem tillagan tók til, hafi samþykkt tillögu að samkomulagi um heildarendurskipulagningu er það ekki nægjanlegt. Viðunandi niðurstaða í viðræðunum hefur því ekki náðst. Meirihluti bæjarráð stendur því við fyrri ákvörðun sína og leggur til við bæjarstjórn Reykjanesbæjar að hún samþykki á fundi sínum þ. 19. apríl nk. að óskað verði eftir því við innanríkisráðuneytið að sveitarfélaginu verði skipuð fjárhaldsstjórn.Að lokum vill bæjarráð þakka öllum sem lagt hafa hönd á plóg í þessari mikilvægu vinnu sem og þeim kröfuhöfum sem töldu sér fært að fara þá leið sem lagt var til að yrði farin. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítrekum skoðun okkar að hagsmunum íbúa Reykjanesbæjar sé betur borgið í höndum kjörinna fulltrúa bæjarstjórnar og bæjarstjóra en í höndum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Algjör óvissa er um hvaða áhrif sú ákvörðun mun hafa á þjónustu og rekstur sveitarfélagsins til næstu ára.Ef ríkið sér ekki ástæðu til að standa með sveitarfélaginu gagnvart föllnu bönkunum sem það sjálft hefur notið góðs af sem og uppbyggingu í Helguvík þá teljum við réttast að það geri sjálft kröfu um yfirtöku á fjármálum sveitarfélagsins fremur en að frumkvæðið sé frá kjörnum bæjarfulltrúum í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.
Tengdar fréttir Féllust ekki á afskriftir til Reykjanesbæjar röfuhafar Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar gengu ekki að tillögu um afskriftir af lánum bæjarins. 14. apríl 2016 06:00 Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Féllust ekki á afskriftir til Reykjanesbæjar röfuhafar Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar gengu ekki að tillögu um afskriftir af lánum bæjarins. 14. apríl 2016 06:00