Uppboði Jökulsárslóns frestað Gissur SIgurðsson skrifar 14. apríl 2016 11:33 Það gæti skýrst innan tveggja vikna hvort Jökulsárlón verði selt á uppboði eður ei. Vísir/Vilhelm Ekkert varð af uppboði á Jökulsárlóni í morgun, eins og til stóð, þar sem sýslumaðurinn á Suðurlandi ákvað, að ósk nokkurra landeigenda, að setja jörðina í almennt söluferli. Þeir sem hugðust bjóða í jörðina, geta vísað þeirri ákvörðun til Héraðsdóms, ef þeir una henni ekki. Að sögn Önnu Birnu Þráinsdóttur liggur því ekki fyrir hversu margir eða hverjir ætluðu að bjóða í jörðina, en þetta sé sjaldgæf framvinda að hætta við uppboð og vísa umræddum hlut eða auðæfum í almennt söluferli. Það skýrist innan tveggja vikna hvort þessi niðurstaða stendur, eða uppboði verður haldið áfram. Jökulsárlón hefur verið á náttúruminjaskrá síðan árið 1974 og er vesturbakki lónsins þjóðlenda í eigu ríkisins. Jörðin Fell er á austurbakkanum, og eru þrjátíu eigendur að henni. Jörðin er ekki nytjuð til búskapar af nokkru tagi. Landvernd skorar á Alþingi og ríkisstjórn að kaupa Fell og vernda það ásamt Breiðamerkursandi og vesturbakkanum, og gera svæðið að hluta þjóðgarðs Vatnajökuls. Þar sem yfir fjörutíu prósent allra erlendra ferðamanna, sem heimsækja landið, skoði lónið, sé mikilvægt að vakta svæðið með landvörslu allt árið, sem yrði mögulegt með slíkri tilhögun. Þá þurfi að efla þar fræðslu og rannsóknir og þjónustu við ferðamennina. Ásmundur Einar Daðason og Haraldur Einarsson, þingmenn Framsóknarflokksins, hafa óskað eftir sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og umhverfisnefndar Alþingis um málið. Í tilkynningu segja þingmennirnir að stjórnvöld verði að leita allra leiða til að grípa inn í söluferlið á Jökulsárlóni og því sé mikilvægt að það sé tekið upp á vettvangi Alþingis. Tengdar fréttir Jökulsárlón boðið upp: Landvernd vill að ríkið kaupi jörðina Vesturbakki Jökulsárlóns er þjóðlenda í eigu ríkisins en austurbakkinn tilheyrir jörðinni Felli í Suðursveit, sem er í eigu yfir 30 aðila. Uppboð verður á jörðinni í dag. 14. apríl 2016 09:53 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Ekkert varð af uppboði á Jökulsárlóni í morgun, eins og til stóð, þar sem sýslumaðurinn á Suðurlandi ákvað, að ósk nokkurra landeigenda, að setja jörðina í almennt söluferli. Þeir sem hugðust bjóða í jörðina, geta vísað þeirri ákvörðun til Héraðsdóms, ef þeir una henni ekki. Að sögn Önnu Birnu Þráinsdóttur liggur því ekki fyrir hversu margir eða hverjir ætluðu að bjóða í jörðina, en þetta sé sjaldgæf framvinda að hætta við uppboð og vísa umræddum hlut eða auðæfum í almennt söluferli. Það skýrist innan tveggja vikna hvort þessi niðurstaða stendur, eða uppboði verður haldið áfram. Jökulsárlón hefur verið á náttúruminjaskrá síðan árið 1974 og er vesturbakki lónsins þjóðlenda í eigu ríkisins. Jörðin Fell er á austurbakkanum, og eru þrjátíu eigendur að henni. Jörðin er ekki nytjuð til búskapar af nokkru tagi. Landvernd skorar á Alþingi og ríkisstjórn að kaupa Fell og vernda það ásamt Breiðamerkursandi og vesturbakkanum, og gera svæðið að hluta þjóðgarðs Vatnajökuls. Þar sem yfir fjörutíu prósent allra erlendra ferðamanna, sem heimsækja landið, skoði lónið, sé mikilvægt að vakta svæðið með landvörslu allt árið, sem yrði mögulegt með slíkri tilhögun. Þá þurfi að efla þar fræðslu og rannsóknir og þjónustu við ferðamennina. Ásmundur Einar Daðason og Haraldur Einarsson, þingmenn Framsóknarflokksins, hafa óskað eftir sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og umhverfisnefndar Alþingis um málið. Í tilkynningu segja þingmennirnir að stjórnvöld verði að leita allra leiða til að grípa inn í söluferlið á Jökulsárlóni og því sé mikilvægt að það sé tekið upp á vettvangi Alþingis.
Tengdar fréttir Jökulsárlón boðið upp: Landvernd vill að ríkið kaupi jörðina Vesturbakki Jökulsárlóns er þjóðlenda í eigu ríkisins en austurbakkinn tilheyrir jörðinni Felli í Suðursveit, sem er í eigu yfir 30 aðila. Uppboð verður á jörðinni í dag. 14. apríl 2016 09:53 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Jökulsárlón boðið upp: Landvernd vill að ríkið kaupi jörðina Vesturbakki Jökulsárlóns er þjóðlenda í eigu ríkisins en austurbakkinn tilheyrir jörðinni Felli í Suðursveit, sem er í eigu yfir 30 aðila. Uppboð verður á jörðinni í dag. 14. apríl 2016 09:53