Viðskipti innlent

Þorbjörg frumkvöðull ársins

Sæunn Gísladóttir skrifar
Þorbjörg Jensdóttir
Þorbjörg Jensdóttir
Þorbjörg Jensdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri IceMedico, var valin frumkvöðull ársins 2016 á verðlaunaafhendingu sem Stjórnvísi stóð fyrir þriðjudaginn 12. apríl á Grand Hóteli.

Þau viðmið sem dómnefnd hefur við val á frumkvöðli ársins eru meðal annars nýsköpun, stefna og árangur í starfi. Frumkvöðull ársins stuðlar að samkeppnisforskoti með skarpri framtíðarsýn og þekkingu á þörfum viðskiptavina og hefur góðan skilning á atvinnugreininni, segir í tilkynningu.

Í umsögn dómnefndar segir að leið Þorbjargar í starf frumkvöðuls og framkvæmdastjóra hafi legið í gegnum doktorsnám í Danmörku og rannsóknir því tengdum á glerungseyðingu tanna. Þær rannsóknir hafi leitt af sér munnsogs-mola sem örvuðu munnvatnsframleiðslu um tuttugufalt án þess að eyða glerungi tannanna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×