Þrjátíu mál um undanskot upp úr skattaskjólsgögnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. apríl 2016 19:00 Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú 30 mál þar sem grunur er um skattundanskot á grundvelli leynigagna sem keypt voru á síðasta ári. Ríkisskattstjóri hefur stofnað 178 mál vegna vantalinna tekna á grundvelli þessara sömu gagna. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri voru gestir á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Fundurinn var liður í sérstökum aðgerðum þingsins gegn skattaskjólum eftir Panama lekann. Fram kom á fundinum að embætti ríkisskattstjóra hefði stofnað alls 178 mál vegna vanframtalinna tekna upp úr leynigögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem skattyfirvöld keyptu í fyrra af ónafngreindum erlendum manni á jafnvirði 37 milljóna króna. Embætti skattrannsóknarstjóra er síðan með 30 mál um skattundanskot í rannsókn á grundvelli þessara sömu gagna en Bryndís áætlar að þeim fjölgi. Hún segir ekki tímabært að gefa upp um hvað þessi undanskot nemi hárri fjárhæð samtals því upphæðin komi nær örugglega til með að breytast þar sem rannsókn sé ekki lokið. Öll brot í þessum gögnum frá því fyrir 2009 eru fyrnd þar sem skattalagabrot fyrnast á sex árum. Fyrir utan stórfelld skattalagabrot sem varða við hegningarlög en þau fyrnast á tíu árum. „Það þarf þá að vinsa út þau mál sem eru fyrnd og þau mál sem ekkert er í, ef svo má segja,“ segir Bryndís.Er almennt bann á eignarhaldi félaga í skattaskjólum raunhæft? Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skoðar nú lagabreytingar til að sporna gegn skattaskjólum. Formaður nefndarinnar vill helst banna eignarhald á aflandsfélögum í skattaskjólum með lögum. Bryndís Kristjánsdóttir segist ekki treysta sér til að svara því hvort slík almenn bannregla sé raunhæf. EES-samningurinn útilokar ekki að sett verði lög sem banna vistun eigna á lágskattasvæðum utan EES-svæðisins. Ákvæði samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga gildir milli ríkjanna sem eiga aðild að samningnum en ekki um önnur ríki. Hins vegar væri leikur einn að fara framhjá banninu með því að stofna félag í Lúxemborg og fara þaðan til Jómfrúreyja, svo dæmi sé tekið. Slíkt félag gæti hins vegar ekki fjárfest hér á landi næði ákvæði um gagnsæi eignarhalds fram að ganga en slík lagabreyting er til skoðunar. Annað sem er til skoðunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd er sérstakt ákvæði sem gerir ráðgjöf um skattundanskot refsiverða. Ákvæði um hlutdeild er í gildandi hegningarlögum og ráðgjöf getur falið í sér hlutdeildarbrot ef fortölur eða hvatning um að fremja skattalagabrot er sönnuð. Það má því segja að ráðgjöf um skattundanskot sé nú þegar refsiverð feli hún í sér fortölur eða hvatningu um að fremja tiltekið brot. Myndi sérstakt refsiákvæði um ráðgjöf einhverju bæta við gildandi lagaramma? „Það er hlutdeildarákvæði núna og mál á borði skattrannsóknarstjóra hafa vakið spurningar um þetta, hvort um hlutdeild sé að ræða. En það hefur verið erfitt að sýna fram á það því þótt ráðgjöf sé veitt þá þarf hún að vera tengd einhverju tilteknu broti,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.Sjá viðtal við Frosta Sigurjónsson formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hér fyrir neðan. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú 30 mál þar sem grunur er um skattundanskot á grundvelli leynigagna sem keypt voru á síðasta ári. Ríkisskattstjóri hefur stofnað 178 mál vegna vantalinna tekna á grundvelli þessara sömu gagna. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri voru gestir á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Fundurinn var liður í sérstökum aðgerðum þingsins gegn skattaskjólum eftir Panama lekann. Fram kom á fundinum að embætti ríkisskattstjóra hefði stofnað alls 178 mál vegna vanframtalinna tekna upp úr leynigögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem skattyfirvöld keyptu í fyrra af ónafngreindum erlendum manni á jafnvirði 37 milljóna króna. Embætti skattrannsóknarstjóra er síðan með 30 mál um skattundanskot í rannsókn á grundvelli þessara sömu gagna en Bryndís áætlar að þeim fjölgi. Hún segir ekki tímabært að gefa upp um hvað þessi undanskot nemi hárri fjárhæð samtals því upphæðin komi nær örugglega til með að breytast þar sem rannsókn sé ekki lokið. Öll brot í þessum gögnum frá því fyrir 2009 eru fyrnd þar sem skattalagabrot fyrnast á sex árum. Fyrir utan stórfelld skattalagabrot sem varða við hegningarlög en þau fyrnast á tíu árum. „Það þarf þá að vinsa út þau mál sem eru fyrnd og þau mál sem ekkert er í, ef svo má segja,“ segir Bryndís.Er almennt bann á eignarhaldi félaga í skattaskjólum raunhæft? Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skoðar nú lagabreytingar til að sporna gegn skattaskjólum. Formaður nefndarinnar vill helst banna eignarhald á aflandsfélögum í skattaskjólum með lögum. Bryndís Kristjánsdóttir segist ekki treysta sér til að svara því hvort slík almenn bannregla sé raunhæf. EES-samningurinn útilokar ekki að sett verði lög sem banna vistun eigna á lágskattasvæðum utan EES-svæðisins. Ákvæði samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga gildir milli ríkjanna sem eiga aðild að samningnum en ekki um önnur ríki. Hins vegar væri leikur einn að fara framhjá banninu með því að stofna félag í Lúxemborg og fara þaðan til Jómfrúreyja, svo dæmi sé tekið. Slíkt félag gæti hins vegar ekki fjárfest hér á landi næði ákvæði um gagnsæi eignarhalds fram að ganga en slík lagabreyting er til skoðunar. Annað sem er til skoðunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd er sérstakt ákvæði sem gerir ráðgjöf um skattundanskot refsiverða. Ákvæði um hlutdeild er í gildandi hegningarlögum og ráðgjöf getur falið í sér hlutdeildarbrot ef fortölur eða hvatning um að fremja skattalagabrot er sönnuð. Það má því segja að ráðgjöf um skattundanskot sé nú þegar refsiverð feli hún í sér fortölur eða hvatningu um að fremja tiltekið brot. Myndi sérstakt refsiákvæði um ráðgjöf einhverju bæta við gildandi lagaramma? „Það er hlutdeildarákvæði núna og mál á borði skattrannsóknarstjóra hafa vakið spurningar um þetta, hvort um hlutdeild sé að ræða. En það hefur verið erfitt að sýna fram á það því þótt ráðgjöf sé veitt þá þarf hún að vera tengd einhverju tilteknu broti,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.Sjá viðtal við Frosta Sigurjónsson formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hér fyrir neðan.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira