Gleymd stefna um einföldun regluverks atvinnulífsins? Ólafur Stephensen skrifar 14. apríl 2016 07:00 Nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar byggir stefnu sína á stjórnarsáttmála Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks frá því vorið 2013. Þar var sérstaklega kveðið á um einföldun regluverks atvinnulífsins í þágu vaxtar, fjárfestingar og atvinnusköpunar. Um þetta segir meðal annars í stjórnarsáttmálanum: „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir endurskoðun regluverks atvinnulífsins með einföldun og aukna skilvirkni þess að leiðarljósi. Markmið hennar verður að minnka skrifræði og einfalda samskipti við opinbera aðila um leið og kostnaði er haldið niðri.Sérstakt markmið er að engar nýjar íþyngjandi reglur verði innleiddar fyrir atvinnulífið án þess að um leið falli brott jafnveigamiklar kvaðir. Þannig munu heildaráhrif regluverksins þróast í rétta átt.“ Þetta er góð stefna, en því miður hefur lítil vinna verið lögð í að hrinda henni í framkvæmd. Endurskoðun regluverksins sem íslenzk fyrirtæki vinna eftir er að minnsta kosti enn sem komið er ákaflega takmörkuð. Öllu verra er að oft er eins og þátttakendum í löggjafarstarfi stjórnvalda hafi ekki verið sagt frá þessari stefnu ríkisstjórnarinnar, eða að þeir séu þá búnir að gleyma henni. Þetta er sérstaklega áberandi við innleiðingu nýrra reglna sem hafa bætzt við EES-samninginn. Árum saman hefur verið bent á að við innleiðingu tilskipana Evrópusambandsins í íslenzkan rétt sé svigrúmið til að taka mið af íslenzkum aðstæðum oft ekki nýtt sem skyldi. Staðreyndin er nefnilega að aðildarríki EES hafa oft og iðulega talsverða möguleika til að laga Evrópulöggjöfina að eigin þörfum og kringumstæðum. Nýleg dæmi sýna að við undirbúning löggjafar í Stjórnarráði Íslands er sveigjanleikinn nýttur – en þá til þess að setja meira íþyngjandi reglur fyrir íslenzk fyrirtæki en Evróputilskipanirnar krefjast. Tökum tvö slík dæmi, sem sýna hvernig stjórnsýslan virðist ekki hafa frétt af stefnunni um einföldun regluverks atvinnulífsins.Af hverju þurfti að fækka örfélögum? Viðskipta- og iðnaðarráðherra lagði nýlega fram á Alþingi frumvarp sem innleiðir tilskipun Evrópusambandsins um ársreikninga. Við samningu frumvarpsins í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var skilgreining á svokölluðu örfélagi þrengd frá því sem Evróputilskipunin kveður á um. Ef viðmið tilskipunarinnar hefðu fengið að standa óbreytt hefðu 90% fyrirtækja á Íslandi fallið undir skilgreininguna á örfélögum, en ráðuneytinu þótti við hæfi að aðeins um 80% fyrirtækja teldust örfélög. Hvers vegna er ekki útskýrt í greinargerð frumvarpsins. Með innleiðingu tilskipunarinnar er verið að einfalda mjög kröfur til ársreikningaskila og endurskoðunar ársreikninga hjá örfélögum og draga úr kostnaði og umstangi, sem er að sjálfsögðu mjög jákvætt fyrir atvinnulífið. Hins vegar þýðir þessi ákvörðun ráðuneytisins um að þrengja skilgreininguna þá líka að óþarfa kostnaður og fyrirhöfn er lögð á 10% íslenzkra fyrirtækja. Enginn hefur enn útskýrt af hverju það er nauðsynlegt.Þrengt að auglýsingum lyfjafyrirtækja Annað dæmi er af nýlegum drögum að frumvarpi til nýrra lyfjalaga, sem samin voru af nefnd á vegum velferðarráðuneytisins. Ýmis ákvæði frumvarpsdraganna eru mun meira íþyngjandi en Evróputilskipunin sem átti að innleiða með lögunum. Miklu þrengri skorður eru settar við lyfjaauglýsingum en tilskipunin kveður á um og sömuleiðis við dreifingu lyfjafyrirtækja á sýnishornum af vöru sinni. Nefndin sem samdi frumvarpið hefur fallizt á athugasemdir Félags atvinnurekenda um að of þröngar skorður séu settar við afhendingu lyfjasýnishorna en ekkert hefur frétzt af því hvort ráðuneytið hyggst áfram leggja til við Alþingi að mun harðari reglur gildi um lyfjaauglýsingar hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum.Í verkahring forsætisráðherrans Mörg fleiri dæmi væri hægt að tína til úr starfi stjórnarráðsins við að undirbúa innleiðingu á Evrópureglum í íslenzk lög. Um þau öll má segja að hægri höndin virðist ekki vita hvað sú vinstri gerir. Þeir sem hafa fengið það verkefni að innleiða reglur EES virðast telja sig hafa umboð til að gera það með íþyngjandi hætti fyrir íslenzk fyrirtæki, þrátt fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar um einföldun regluverks atvinnulífsins – og þrátt fyrir áherzlu að minnsta kosti sumra ráðherra ríkisstjórnarinnar á að Evróputilskipanir séu innleiddar með „mildum“ hætti. Getur verið að embættismennirnir sem fá það verkefni að semja lagafrumvörpin séu með aðra stefnu en hinir kjörnu fulltrúar? Nýr forsætisráðherra hefur vafalaust í mörg horn að líta, en það á að vera í hans verkahring að vinda ofan af þessari þróun og tryggja að við undirbúning löggjafar sé stefnunni um einföldun regluverks atvinnulífsins fylgt í raun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar byggir stefnu sína á stjórnarsáttmála Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks frá því vorið 2013. Þar var sérstaklega kveðið á um einföldun regluverks atvinnulífsins í þágu vaxtar, fjárfestingar og atvinnusköpunar. Um þetta segir meðal annars í stjórnarsáttmálanum: „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir endurskoðun regluverks atvinnulífsins með einföldun og aukna skilvirkni þess að leiðarljósi. Markmið hennar verður að minnka skrifræði og einfalda samskipti við opinbera aðila um leið og kostnaði er haldið niðri.Sérstakt markmið er að engar nýjar íþyngjandi reglur verði innleiddar fyrir atvinnulífið án þess að um leið falli brott jafnveigamiklar kvaðir. Þannig munu heildaráhrif regluverksins þróast í rétta átt.“ Þetta er góð stefna, en því miður hefur lítil vinna verið lögð í að hrinda henni í framkvæmd. Endurskoðun regluverksins sem íslenzk fyrirtæki vinna eftir er að minnsta kosti enn sem komið er ákaflega takmörkuð. Öllu verra er að oft er eins og þátttakendum í löggjafarstarfi stjórnvalda hafi ekki verið sagt frá þessari stefnu ríkisstjórnarinnar, eða að þeir séu þá búnir að gleyma henni. Þetta er sérstaklega áberandi við innleiðingu nýrra reglna sem hafa bætzt við EES-samninginn. Árum saman hefur verið bent á að við innleiðingu tilskipana Evrópusambandsins í íslenzkan rétt sé svigrúmið til að taka mið af íslenzkum aðstæðum oft ekki nýtt sem skyldi. Staðreyndin er nefnilega að aðildarríki EES hafa oft og iðulega talsverða möguleika til að laga Evrópulöggjöfina að eigin þörfum og kringumstæðum. Nýleg dæmi sýna að við undirbúning löggjafar í Stjórnarráði Íslands er sveigjanleikinn nýttur – en þá til þess að setja meira íþyngjandi reglur fyrir íslenzk fyrirtæki en Evróputilskipanirnar krefjast. Tökum tvö slík dæmi, sem sýna hvernig stjórnsýslan virðist ekki hafa frétt af stefnunni um einföldun regluverks atvinnulífsins.Af hverju þurfti að fækka örfélögum? Viðskipta- og iðnaðarráðherra lagði nýlega fram á Alþingi frumvarp sem innleiðir tilskipun Evrópusambandsins um ársreikninga. Við samningu frumvarpsins í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var skilgreining á svokölluðu örfélagi þrengd frá því sem Evróputilskipunin kveður á um. Ef viðmið tilskipunarinnar hefðu fengið að standa óbreytt hefðu 90% fyrirtækja á Íslandi fallið undir skilgreininguna á örfélögum, en ráðuneytinu þótti við hæfi að aðeins um 80% fyrirtækja teldust örfélög. Hvers vegna er ekki útskýrt í greinargerð frumvarpsins. Með innleiðingu tilskipunarinnar er verið að einfalda mjög kröfur til ársreikningaskila og endurskoðunar ársreikninga hjá örfélögum og draga úr kostnaði og umstangi, sem er að sjálfsögðu mjög jákvætt fyrir atvinnulífið. Hins vegar þýðir þessi ákvörðun ráðuneytisins um að þrengja skilgreininguna þá líka að óþarfa kostnaður og fyrirhöfn er lögð á 10% íslenzkra fyrirtækja. Enginn hefur enn útskýrt af hverju það er nauðsynlegt.Þrengt að auglýsingum lyfjafyrirtækja Annað dæmi er af nýlegum drögum að frumvarpi til nýrra lyfjalaga, sem samin voru af nefnd á vegum velferðarráðuneytisins. Ýmis ákvæði frumvarpsdraganna eru mun meira íþyngjandi en Evróputilskipunin sem átti að innleiða með lögunum. Miklu þrengri skorður eru settar við lyfjaauglýsingum en tilskipunin kveður á um og sömuleiðis við dreifingu lyfjafyrirtækja á sýnishornum af vöru sinni. Nefndin sem samdi frumvarpið hefur fallizt á athugasemdir Félags atvinnurekenda um að of þröngar skorður séu settar við afhendingu lyfjasýnishorna en ekkert hefur frétzt af því hvort ráðuneytið hyggst áfram leggja til við Alþingi að mun harðari reglur gildi um lyfjaauglýsingar hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum.Í verkahring forsætisráðherrans Mörg fleiri dæmi væri hægt að tína til úr starfi stjórnarráðsins við að undirbúa innleiðingu á Evrópureglum í íslenzk lög. Um þau öll má segja að hægri höndin virðist ekki vita hvað sú vinstri gerir. Þeir sem hafa fengið það verkefni að innleiða reglur EES virðast telja sig hafa umboð til að gera það með íþyngjandi hætti fyrir íslenzk fyrirtæki, þrátt fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar um einföldun regluverks atvinnulífsins – og þrátt fyrir áherzlu að minnsta kosti sumra ráðherra ríkisstjórnarinnar á að Evróputilskipanir séu innleiddar með „mildum“ hætti. Getur verið að embættismennirnir sem fá það verkefni að semja lagafrumvörpin séu með aðra stefnu en hinir kjörnu fulltrúar? Nýr forsætisráðherra hefur vafalaust í mörg horn að líta, en það á að vera í hans verkahring að vinda ofan af þessari þróun og tryggja að við undirbúning löggjafar sé stefnunni um einföldun regluverks atvinnulífsins fylgt í raun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar