Kosningakrafa stjórnarandstöðunnar Árni Stefán Árnason skrifar 13. apríl 2016 13:25 Undrun vekja hjá mér viðbrögð ¾ hluta stjórnarandstöðuflokkanna, Samfylkingar , Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar, hluta fimmflokksins á þingi, sem margoft hefur verið kallað eftir að víki með orðunum: fjórflokkinn burt. Þessir flokkar æpa nú sigurvissir hátt eftir kosningum. Háttalag þeirra er, sem hafi þeir dottið í lukkupottinn eins og andstaðan er við núverandi ríkisstjórn í háværum mótmælum m.a. á Austurvelli. Eins og verið sé að kalla á eftir þeim til að taka við stjórn landsins. Þeir eigi sigur vísan í næstu alþingiskosningum. Fylgi allra þessara andstöðuflokka er engu að síður í sögulegu lágmarki. Ekki að ástæðulausu þegar horft er til baka. Kjósendur bera ekkert meira traust til þessara flokka en áður, það sýna kannanir, traust þeirra er jafn rúið og ríkisstjórnarflokkanna, bara með öðrum hætti. Ég vona, að Píratar, sá flokkur, sem sker sig úr heildinnni í fylgi skv. könnunum í fjölda missera, sker sig úr heildinni með grunngildum sínum, pólitískum siðferðisviðmiðum og öðrum góðum hugsjónum sigli nú áfram sína leið, sem fyrr og skoði gaumgæfilega hvort hann leyfi öðrum stjórnarandstöðuflokkum að hanga í pilsfaldi sínum. Kratar, Vinstri grænir og Björt framtíð bjóða ekki upp á neitt nýtt þrátt fyrir uppákomur síðustu daga. Pólitík þeirra er gamaldags, úreld. Pólitík, sem flestir vilja losna við og hinn almenni kjósandi er löngu orðinn þreyttur á. Hve lengi höfum við kallað: fjórflokkinn burt? Mjög lengi. Alltof lengi! Mín skoðun er, eftir af hafa fylgst gaumgæfilega með Samfylkingunni (áður Alþýðuflokknum), Vinstri grænum (áður Alþýðubandalaginu) og Bjartri framtíð er að tími þeirra sé útrunninn. Það sé misskilningur hjá forystumönnnum þessara flokka að verið sé að kalla eftir þeim til stjórnar landsins. Það kann að vera, að sumum virðist stefna Pírata óljós. Ég hef skilning á því en tel mig skilja gildin og styð þau. Píratar mælast langstærsti stjórnmálaflokkur Íslands í könnunum. Ekki að ástæðulausu, þegar grannt er skoðað. Í grunngildum flokksins felst mikilvæg undirliggjandi stefna. Skilningur á henni krefst lærdóms. Máski er það réttmæt krafa að gildin séu stílfærð með aðgengilegri hætti fyrir þá er telja sig ekki geta greint neina stjórnmálastefnu í þeim. Á það ekki síst við um eldri borgara og ónetvædda. - Ég get í vissum skilningi tekið undir þá kröfu. Fylgi við Pírata ykist stórum og væri það vel! Síðast en ekki síst eru Píratar, einn flokka, sem barist hefur fyrir gildistöku frumvarps Stjórnalagaráðs eins og það liggur fyrir, kosið var um og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Sjá meira
Undrun vekja hjá mér viðbrögð ¾ hluta stjórnarandstöðuflokkanna, Samfylkingar , Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar, hluta fimmflokksins á þingi, sem margoft hefur verið kallað eftir að víki með orðunum: fjórflokkinn burt. Þessir flokkar æpa nú sigurvissir hátt eftir kosningum. Háttalag þeirra er, sem hafi þeir dottið í lukkupottinn eins og andstaðan er við núverandi ríkisstjórn í háværum mótmælum m.a. á Austurvelli. Eins og verið sé að kalla á eftir þeim til að taka við stjórn landsins. Þeir eigi sigur vísan í næstu alþingiskosningum. Fylgi allra þessara andstöðuflokka er engu að síður í sögulegu lágmarki. Ekki að ástæðulausu þegar horft er til baka. Kjósendur bera ekkert meira traust til þessara flokka en áður, það sýna kannanir, traust þeirra er jafn rúið og ríkisstjórnarflokkanna, bara með öðrum hætti. Ég vona, að Píratar, sá flokkur, sem sker sig úr heildinnni í fylgi skv. könnunum í fjölda missera, sker sig úr heildinni með grunngildum sínum, pólitískum siðferðisviðmiðum og öðrum góðum hugsjónum sigli nú áfram sína leið, sem fyrr og skoði gaumgæfilega hvort hann leyfi öðrum stjórnarandstöðuflokkum að hanga í pilsfaldi sínum. Kratar, Vinstri grænir og Björt framtíð bjóða ekki upp á neitt nýtt þrátt fyrir uppákomur síðustu daga. Pólitík þeirra er gamaldags, úreld. Pólitík, sem flestir vilja losna við og hinn almenni kjósandi er löngu orðinn þreyttur á. Hve lengi höfum við kallað: fjórflokkinn burt? Mjög lengi. Alltof lengi! Mín skoðun er, eftir af hafa fylgst gaumgæfilega með Samfylkingunni (áður Alþýðuflokknum), Vinstri grænum (áður Alþýðubandalaginu) og Bjartri framtíð er að tími þeirra sé útrunninn. Það sé misskilningur hjá forystumönnnum þessara flokka að verið sé að kalla eftir þeim til stjórnar landsins. Það kann að vera, að sumum virðist stefna Pírata óljós. Ég hef skilning á því en tel mig skilja gildin og styð þau. Píratar mælast langstærsti stjórnmálaflokkur Íslands í könnunum. Ekki að ástæðulausu, þegar grannt er skoðað. Í grunngildum flokksins felst mikilvæg undirliggjandi stefna. Skilningur á henni krefst lærdóms. Máski er það réttmæt krafa að gildin séu stílfærð með aðgengilegri hætti fyrir þá er telja sig ekki geta greint neina stjórnmálastefnu í þeim. Á það ekki síst við um eldri borgara og ónetvædda. - Ég get í vissum skilningi tekið undir þá kröfu. Fylgi við Pírata ykist stórum og væri það vel! Síðast en ekki síst eru Píratar, einn flokka, sem barist hefur fyrir gildistöku frumvarps Stjórnalagaráðs eins og það liggur fyrir, kosið var um og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun