Upptakan sem allt snýst um en enginn áttar sig á Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. apríl 2016 11:14 Málið er annað tveggja sem snýr að lögreglumönnum tengdum fíkniefnadeildinni. Hitt málið snýr að lögreglufulltrúa sem kollegar gerðu athugasemdir við fyrir tæpu ári. Héraðssaksóknari hefur málið til rannsóknar. Vísir/GVA Rannsókn ríkissaksóknara á meintum greiðslum frá aðila sem verið hefur til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu undanfarin ár til reynds rannsóknarlögreglumanns er langt á veg komin. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir í samtali við Vísi að rannsókn sé vel á veg komin. Reikna megi með því að ákvörðun um hvort ákært verði í málinu liggi fyrir fljótlega. Lögreglumaðurinn er sakaður um að hafa þegið greiðslur og hinn aðilinn grunaður um að hafa borið fé á lögreglumann. Báðir neita sök.Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari.vísir/gvaFáheyrt gæsluvarðhald Málið er forvitnilegt fyrir margra hluta sakir en það heyrði til tíðinda þegar rannsóknarlögreglumaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í lok síðasta árs. Var hann í varðhaldi á Litla-Hrauni í viku, yfir áramótin. Daginn sem honum var sleppt var annar aðili, sem hlotið hefur dóm fyrir fíkniefnabrot og hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeildinni undanfarin ár, úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Fáheyrt er að lögreglumenn séu úrskurðaðir í gæsluvarðhald og hafi það gerst áður er ljóst að síðan hafa liðið áratugir. Hvers vegna báðir aðilar voru ekki settir í varðhald á sama tíma heldur hvor á eftir öðrum vekur einnig athygli. Lykilatriðið í rannsókn málsins, og raunar kveikjan að málinu, er upptaka þar sem mennirnir ræða saman. Í samtalinu er minnst á peningaupphæð sem þykir renna stoðum undir að lögreglumaðurinn hafi þegið greiðslu frá hinum aðilanum.Báðir mennirnir sátu í gæsluvarðhaldi.Vísir/GVA„100 kall“ Samkvæmt heimildum Vísis sýnist sitt hverjum um það sem heyrist á upptökunum. Sá sem lögregla telur tengdan fíkniefnaheiminum minnist á upphæðina „100 kall“. Telja sumir það benda til þess að óeðlileg tengsl hafi verið á milli mannanna og peningagreiðslur átt sér stað. Á sama tíma segja aðrir upptökuna óskýra og þótt minnst sé á peningaupphæð sé það engin sönnun fyrir því að greiðslur hafi átt sér stað. Samtalið var tekið upp án vitundar rannsóknarlögreglumannsins samkvæmt heimildum Vísis. Í hvaða tilgangi liggur ekki fyrir en líklegt má telja að hinn aðilinn hafi viljað eiga slíka upptöku ef það gæti nýst honum síðar. Upptakan barst lögreglu og ríkissaksóknara í desember sem úrskurðaði í framhaldi báða aðila í gæsluvarðhald eins og minnst er á að framan. Því virðist hagur hins grunaða sem tók upp samtalið hafa verið lítill af því að upptakan barst í hendur lögreglu enda gæti hann verið ákærður innan tíðar. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu mennirnir verið í óformlegu upplýsingasambandi en þeir þekkjast frá því þeir stunduðu íþróttir saman. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Játar samskipti en neitar að hafa þegið peningagreiðslur Verjandi lögreglumannsins sem sleppt var úr gæsluvarðhaldi í dag eftir níu daga dvöl, segir samskipti milli hans og hins grunaða samverkamanns hafa verið til staðar. 7. janúar 2016 21:48 Maðurinn í haldi er góðkunningi lögreglunnar en þó aldrei hlotið þungan dóm Karlmaður á fertugsaldri sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. 7. janúar 2016 16:59 Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50 Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54 Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Rannsókn ríkissaksóknara á meintum greiðslum frá aðila sem verið hefur til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu undanfarin ár til reynds rannsóknarlögreglumanns er langt á veg komin. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir í samtali við Vísi að rannsókn sé vel á veg komin. Reikna megi með því að ákvörðun um hvort ákært verði í málinu liggi fyrir fljótlega. Lögreglumaðurinn er sakaður um að hafa þegið greiðslur og hinn aðilinn grunaður um að hafa borið fé á lögreglumann. Báðir neita sök.Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari.vísir/gvaFáheyrt gæsluvarðhald Málið er forvitnilegt fyrir margra hluta sakir en það heyrði til tíðinda þegar rannsóknarlögreglumaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í lok síðasta árs. Var hann í varðhaldi á Litla-Hrauni í viku, yfir áramótin. Daginn sem honum var sleppt var annar aðili, sem hlotið hefur dóm fyrir fíkniefnabrot og hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeildinni undanfarin ár, úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Fáheyrt er að lögreglumenn séu úrskurðaðir í gæsluvarðhald og hafi það gerst áður er ljóst að síðan hafa liðið áratugir. Hvers vegna báðir aðilar voru ekki settir í varðhald á sama tíma heldur hvor á eftir öðrum vekur einnig athygli. Lykilatriðið í rannsókn málsins, og raunar kveikjan að málinu, er upptaka þar sem mennirnir ræða saman. Í samtalinu er minnst á peningaupphæð sem þykir renna stoðum undir að lögreglumaðurinn hafi þegið greiðslu frá hinum aðilanum.Báðir mennirnir sátu í gæsluvarðhaldi.Vísir/GVA„100 kall“ Samkvæmt heimildum Vísis sýnist sitt hverjum um það sem heyrist á upptökunum. Sá sem lögregla telur tengdan fíkniefnaheiminum minnist á upphæðina „100 kall“. Telja sumir það benda til þess að óeðlileg tengsl hafi verið á milli mannanna og peningagreiðslur átt sér stað. Á sama tíma segja aðrir upptökuna óskýra og þótt minnst sé á peningaupphæð sé það engin sönnun fyrir því að greiðslur hafi átt sér stað. Samtalið var tekið upp án vitundar rannsóknarlögreglumannsins samkvæmt heimildum Vísis. Í hvaða tilgangi liggur ekki fyrir en líklegt má telja að hinn aðilinn hafi viljað eiga slíka upptöku ef það gæti nýst honum síðar. Upptakan barst lögreglu og ríkissaksóknara í desember sem úrskurðaði í framhaldi báða aðila í gæsluvarðhald eins og minnst er á að framan. Því virðist hagur hins grunaða sem tók upp samtalið hafa verið lítill af því að upptakan barst í hendur lögreglu enda gæti hann verið ákærður innan tíðar. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu mennirnir verið í óformlegu upplýsingasambandi en þeir þekkjast frá því þeir stunduðu íþróttir saman.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Játar samskipti en neitar að hafa þegið peningagreiðslur Verjandi lögreglumannsins sem sleppt var úr gæsluvarðhaldi í dag eftir níu daga dvöl, segir samskipti milli hans og hins grunaða samverkamanns hafa verið til staðar. 7. janúar 2016 21:48 Maðurinn í haldi er góðkunningi lögreglunnar en þó aldrei hlotið þungan dóm Karlmaður á fertugsaldri sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. 7. janúar 2016 16:59 Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50 Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54 Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Játar samskipti en neitar að hafa þegið peningagreiðslur Verjandi lögreglumannsins sem sleppt var úr gæsluvarðhaldi í dag eftir níu daga dvöl, segir samskipti milli hans og hins grunaða samverkamanns hafa verið til staðar. 7. janúar 2016 21:48
Maðurinn í haldi er góðkunningi lögreglunnar en þó aldrei hlotið þungan dóm Karlmaður á fertugsaldri sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. 7. janúar 2016 16:59
Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50
Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54
Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52