Myndin segir frá Sedrik sem elst upp á fátæku graskersræktarbúi. Hann lendir í ýmsum ævintýrum og tekur loks stöðu riddara og bjargar systkinum úr ánauð sem eru prinsessa og prins. Prinsessan verður ástfangin af Sedrik og vill giftast honum en Sedrik neitar henni því hann er ástfanginn af prinsinum.
Saman fara þeir og hitta kónginn og drottninguna, foreldra prinsins, og verður kóngurinn afar reiður í fyrstu en sér svo seinna meir að sér og veitir Sedrik og prinsinum blessun sína.
„Þær viðræður eru ekki farnar af stað en væri vel til fundið því þetta er kjörið til að vekja upp umræður um hvað er að vera hinsegin hvað orðið hommi þýðir svo krakkar hætti að nota það í niðrandi tilgangi,“ segir Auður.
Hún segir nánast ekkert barnaefni til á íslensku sem sýnir hinsegin veruleika.
„Þá hafa krakkar sem annað hvort vita að þau eru hinsegin eða vita það ekki þá hafa þau samt ekki tækifæri til að spegla það sem þau eru að upplifa í menningunni sem er svo brjálæðislega mikilvægt fyrir fólk sem er að móta sjálfsmyndina. Þetta er auðvitað fræðsluefni fyrir þá sem eru ekki hinsegin en þetta er lífsnauðsynlegt fyrir þá sem eru hinsegin. Þó þú sért í þriðja bekk og veist ekki enn hver þú ert, þá er þetta nesti inn í unglingsárin þín eftir nokkur ár,“ segir Auður.
Sjá má myndina hér fyrir neðan: