Allar líkur á að aðalmeðferð Aurum-málsins frestist fram á haust Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2016 10:47 Jón Ásgeir Jóhannesson sagðist himinlifandi þegar sýknudómur féll í héraði árið 2014. Málið hefur frestast töluvert síðan. vísir/GVA Aðalmeðferð Aurum-málsins svokallaða átti að hefjast í þessari viku en allar líkur eru á að hún fari ekki fram fyrr en í haust. Munnlegur málflutningur um kröfu þriggja sakborninga um að fá dómkvadda matsmenn til að leggja mat á verðmæti Aurum á þeim tíma sem málið nær til fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Krafan var sett fram í kjölfar þess að Hæstiréttur féllst á kröfu Ólafs Þórs Haukssonar, héraðssaksóknara, um að leiða fyrir dóm vitni sem lagt höfðu mat á verðmæti Aurum í einkamáli. Í Aurum-málinu eru þeir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Ákæran snýst um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd, í júlí 2008.Matsferli getur tekið nokkra mánuði Þeir Lárus, Jón Ásgeir og Magnús Arnar fara fram á að fá dómkvadda matsmenn að málinu nú en þegar Barbara Björnsdóttir, dómsformaður í héraði, hefur tekið afstöðu til kröfunnar er viðbúið að þeim úrskurði verði skotið til Hæstaréttar, sama hver hún verður. Hæstiréttur hefur þá þrjár vikur til að kveða upp sinn dóm en verði fallist á að dómkvaddir matsmenn skuli kallaðir til má búast við því að matsferlið taki nokkra mánuði. Verði hins vegar ekki fallist á kröfuna má engu að síður búast við því að aðalmeðferðin fari ekki fram fyrr en í haust vegna sumarleyfis héraðsdóms.Sýkna en síðan ómerking í Hæstarétti vegna vanhæfis dómara Ákæra í Aurum-málinu var gefin út þann 12. desember 2012 og voru sakborningar sýknaðir af ákærunni í héraði í júní 2014. Tæpu ári síðar ógilti Hæstiréttur þann dóm þar sem hann féllst á þann málatilbúnað ákæruvaldsins að sérfróður meðdómari í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því vegna ættartengsla sinna við Ólaf Ólafsson sem var dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Í kjölfar ómerkingar Hæstaréttar var málið sent aftur heim í hérað. Þar fór sérstakur saksóknari, nú héraðssaksóknari, fram á það að dómsformaður í málinu, Guðjón St. Marteinsson, myndi víkja sæti vegna vanhæfis. Hæstiréttur féllst á það og því var skipaður nýr dómsformaður, áðurnefnd Barbara Björnsdóttir, en með henni í dómnum sitja þau Símon Sigvaldason, héraðsdómari, og Hrefna Sigríður Briem, sérfróður meðdómari. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Gylfi Magnússon ber vitni í Aurum-málinu Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði hafnað því að Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, fengi að leiða fimm vitni fyrir dóm í Aurum-málinu. 11. mars 2016 18:05 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Aðalmeðferð Aurum-málsins svokallaða átti að hefjast í þessari viku en allar líkur eru á að hún fari ekki fram fyrr en í haust. Munnlegur málflutningur um kröfu þriggja sakborninga um að fá dómkvadda matsmenn til að leggja mat á verðmæti Aurum á þeim tíma sem málið nær til fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Krafan var sett fram í kjölfar þess að Hæstiréttur féllst á kröfu Ólafs Þórs Haukssonar, héraðssaksóknara, um að leiða fyrir dóm vitni sem lagt höfðu mat á verðmæti Aurum í einkamáli. Í Aurum-málinu eru þeir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Ákæran snýst um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd, í júlí 2008.Matsferli getur tekið nokkra mánuði Þeir Lárus, Jón Ásgeir og Magnús Arnar fara fram á að fá dómkvadda matsmenn að málinu nú en þegar Barbara Björnsdóttir, dómsformaður í héraði, hefur tekið afstöðu til kröfunnar er viðbúið að þeim úrskurði verði skotið til Hæstaréttar, sama hver hún verður. Hæstiréttur hefur þá þrjár vikur til að kveða upp sinn dóm en verði fallist á að dómkvaddir matsmenn skuli kallaðir til má búast við því að matsferlið taki nokkra mánuði. Verði hins vegar ekki fallist á kröfuna má engu að síður búast við því að aðalmeðferðin fari ekki fram fyrr en í haust vegna sumarleyfis héraðsdóms.Sýkna en síðan ómerking í Hæstarétti vegna vanhæfis dómara Ákæra í Aurum-málinu var gefin út þann 12. desember 2012 og voru sakborningar sýknaðir af ákærunni í héraði í júní 2014. Tæpu ári síðar ógilti Hæstiréttur þann dóm þar sem hann féllst á þann málatilbúnað ákæruvaldsins að sérfróður meðdómari í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því vegna ættartengsla sinna við Ólaf Ólafsson sem var dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Í kjölfar ómerkingar Hæstaréttar var málið sent aftur heim í hérað. Þar fór sérstakur saksóknari, nú héraðssaksóknari, fram á það að dómsformaður í málinu, Guðjón St. Marteinsson, myndi víkja sæti vegna vanhæfis. Hæstiréttur féllst á það og því var skipaður nýr dómsformaður, áðurnefnd Barbara Björnsdóttir, en með henni í dómnum sitja þau Símon Sigvaldason, héraðsdómari, og Hrefna Sigríður Briem, sérfróður meðdómari.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Gylfi Magnússon ber vitni í Aurum-málinu Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði hafnað því að Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, fengi að leiða fimm vitni fyrir dóm í Aurum-málinu. 11. mars 2016 18:05 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Gylfi Magnússon ber vitni í Aurum-málinu Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði hafnað því að Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, fengi að leiða fimm vitni fyrir dóm í Aurum-málinu. 11. mars 2016 18:05