Conor: Sorglegur tími fyrir bardagakappa Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. apríl 2016 09:45 Conor og Carvalho. vísir/getty & facebook Conor McGregor var í salnum er Joao Carvalho barðist í síðasta sinn og lést svo 48 tímum síðar. Carvalho hlaut alvarlegan heilaskaða í bardaga gegn Charlie Ward á laugardag. Allt virtist vera í lagi meðan á bardaganum stóð sem og strax eftir að honum lauk. Svo gerðust hlutirnir hratt er honum fór að hraka skömmu síðar. Carvalho endaði á skurðarborðinu í heilaaðgerð sama kvöld og lést svo af sárum sínum á mánudag. „Þetta eru hrikaleg tíðindi með Joao Carvalho. Að sjá ungan mann gera eitthvað sem hann elskar, að keppa um betra líf og vera svo tekinn frá okkur er ömurlegt,“ skrifaði McGregor á Facebook-síðu sína í gær en andstæðingur Carvalho æfir á sama stað og McGregor og er með sama þjálfara.Sjá einnig: MMA-bardagakappi lést eftir bardaga í Dublin „Við erum bara menn og konur að gera hlut sem við elskum í von um betra líf fyrir okkur sjálf og fjölskyldur okkar. Enginn sem tekur þátt í bardagaíþróttum vill sjá svona gerast. Þetta er svo sjaldgæfur atburður að ég veit ekki hvernig ég á að taka þessu. Ég sat upp við búrið að styðja félaga minn. Bardaginn var fram og til baka og ég bara skil þetta ekki.“Conor og þjálfarinn John Kavanagh voru báðir á staðnum er Carvalho barðist í síðasta sinn.vísir/gettyConor sendir síðan samúðarkveðjur til fjölskyldu og liðs Carvalho. Segir hann hafa verið frábæran bardagamann sem allir munu sakna. „Bardagaíþróttir er brjálaður leikur og miðað við atvik í hnefaleikum um daginn og núna í MMA þá er þetta sorglegur tími fyrir bardagakappa og unnendur íþróttarinnar,“ segir Conor og bætir við. „Það er auðvelt fyrir þá sem standa fyrir utan leikinn að gagnrýna lifnaðarhætti okkar en fyrir þær milljónir manna um allan heim sem hafa öðlast betra líf, betri heilsu, andlega sem líkamlega í gegnum íþróttina er erfitt að kyngja þessu. Við vorum að missa einn af okkar mönnum.“ Búið er að stofna styrktarsjóð svo hægt sé að standa straum af útfararkostnaði og til styrktar fjölskyldu Carvalho. MMA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Conor McGregor var í salnum er Joao Carvalho barðist í síðasta sinn og lést svo 48 tímum síðar. Carvalho hlaut alvarlegan heilaskaða í bardaga gegn Charlie Ward á laugardag. Allt virtist vera í lagi meðan á bardaganum stóð sem og strax eftir að honum lauk. Svo gerðust hlutirnir hratt er honum fór að hraka skömmu síðar. Carvalho endaði á skurðarborðinu í heilaaðgerð sama kvöld og lést svo af sárum sínum á mánudag. „Þetta eru hrikaleg tíðindi með Joao Carvalho. Að sjá ungan mann gera eitthvað sem hann elskar, að keppa um betra líf og vera svo tekinn frá okkur er ömurlegt,“ skrifaði McGregor á Facebook-síðu sína í gær en andstæðingur Carvalho æfir á sama stað og McGregor og er með sama þjálfara.Sjá einnig: MMA-bardagakappi lést eftir bardaga í Dublin „Við erum bara menn og konur að gera hlut sem við elskum í von um betra líf fyrir okkur sjálf og fjölskyldur okkar. Enginn sem tekur þátt í bardagaíþróttum vill sjá svona gerast. Þetta er svo sjaldgæfur atburður að ég veit ekki hvernig ég á að taka þessu. Ég sat upp við búrið að styðja félaga minn. Bardaginn var fram og til baka og ég bara skil þetta ekki.“Conor og þjálfarinn John Kavanagh voru báðir á staðnum er Carvalho barðist í síðasta sinn.vísir/gettyConor sendir síðan samúðarkveðjur til fjölskyldu og liðs Carvalho. Segir hann hafa verið frábæran bardagamann sem allir munu sakna. „Bardagaíþróttir er brjálaður leikur og miðað við atvik í hnefaleikum um daginn og núna í MMA þá er þetta sorglegur tími fyrir bardagakappa og unnendur íþróttarinnar,“ segir Conor og bætir við. „Það er auðvelt fyrir þá sem standa fyrir utan leikinn að gagnrýna lifnaðarhætti okkar en fyrir þær milljónir manna um allan heim sem hafa öðlast betra líf, betri heilsu, andlega sem líkamlega í gegnum íþróttina er erfitt að kyngja þessu. Við vorum að missa einn af okkar mönnum.“ Búið er að stofna styrktarsjóð svo hægt sé að standa straum af útfararkostnaði og til styrktar fjölskyldu Carvalho.
MMA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira