Erlent

Húsleit hjá Mossack Fonseca í Panama

Lögreglumaður stendur vörð fyrir utan skrifstofur Mossack Fonseca í Panama.
Lögreglumaður stendur vörð fyrir utan skrifstofur Mossack Fonseca í Panama. Vísir/AFP
Lögreglan í Panama gerði í gær húsleit á skrifstofum lögfræðistofunnar Mossack Fonseca, sem er stofan sem Panamaskjölin svokölluðu láku frá.

Skjölin hafa sýnt fram á stórfelld skattsvik ríkra einstaklinga víðsvegar að úr heiminum auk þess sem einræðisherrar og aðrir slíkir hafa nýtt sér þjónustu fyrirtækisins til þess að komast hjá viðskiptaþvingunum og öðru slíku.

Þá leiddu skjölin í ljós að þrír ráðherrar hér á landi, eða aðilar þeim tengdir, áttu á einhverjum tímapunkti fyrirtæki sem skráð voru í Panama í gegnum Mossack Fonseca. Lögfræðistofan þvertekur fyrir að hafa gert neitt rangt.

Eigendur hennar segjast hafa orðið fyrir tölvuinnbroti og að upplýsingarnar séu rangt túlkaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×