Viðskipti innlent

Þessi eru tilnefnd sem nýir bankaráðsmenn Landsbankans

Sæunn Gísladóttir skrifar
Lagt er til að Helga Björk Eiríksdóttir verði kjörin formaður bankaráðs.
Lagt er til að Helga Björk Eiríksdóttir verði kjörin formaður bankaráðs. Vísir/Vilhelm
Tilkynnt hefur verið um tilnefningar sjö aðalmanna og tveggja varamanna í kosningu til bankaráðs fyrir aðalfund Landsbankans hf. fimmtudaginn 14. apríl næstkomandi.

Eftirtalin hafa verið tilnefnd sem aðalmenn í bankaráð Landsbankans: Berglind Svavarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Danielle Pamela Neben, Helga Björk Eiríksdóttir, Hersir Sigurgeirsson, Jón Guðmann Pétursson, og Magnús Pétursson.

Eftirtalin hafa verið tilnefnd sem varamenn í bankaráð Landsbankans: Ásbjörg Kristinsdóttir, og Einar Þór Bjarnason.

Lagt er til að Helga Björk Eiríksdóttir verði kjörin formaður bankaráðs segir á vef Landsbankans.

Tryggvi Pálsson, formaður ráðsins, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, varaformaður, Jón Sigurðsson, Kristján Davíðsson og Jóhann Hjartarson, tilkynntu í mars að þau myndu ekki sækjast eftir áframhaldandi setu í bankaráðinu vegna afskipta Bankasýslu ríkisins af starfsháttum bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×