Viðskipti innlent

Hvað kostar að fara til tunglsins?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fundurinn ber yfirskriftina "Hvað kostar að fara til tunglsins?“
Fundurinn ber yfirskriftina "Hvað kostar að fara til tunglsins?“
Menn hafa ekki farið til tungslins síðan árið 1972. Ekki er sami áhugi og áður á að fara til tungslins vegna þess að ekki er pólitískur vilji til þess. Auk þess sem mun dýrara er að senda fólk en vélmenni. Þetta segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB.

Hann ásamt Sævari Helga Bragasyni, formanni Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, heldur fyrirlestur um fjármál NASA og ESA og framtíðina í geimferðum. Fundurinn ber yfirskriftina „Hvað kostar að fara til tunglsins?“

Sjá einnig:Tunglförin kostaði 17 þúsund milljarða

Meðal þess sem rætt verður um er:

-Hvers vegna höfum við ekki farið til tunglsins síðan 1972?

-Hvernig eru fjármál NASA og ESA?

-Hvað kostar að fara til tunglsins og Mars?

-Hvert verður farið næst?

-Hvers vegna eru einkaaðilar að blanda sér í geimferðaiðnaðinn?

Hægt er að horfa á upptöku af fundinum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Tunglförin kostaði 17 þúsund milljarða króna

Á verðlagi dagsins í dag kostaði Apollo áætlunin (að koma fólki til tunglsins) sem nemur tuttugu og fimm földum fjárlögum Íslands, eða um 17.000 milljarða íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×