Fótbolti

Margrét Lára: Verðum að brjóta þær snemma

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar afar mikilvægan leik í Hvíta-Rússlandi á morgun í undankeppni EM 2017.

Ísland og Skotland eru í harðri baráttu um toppsæti riðilsins en bæði lið eru með fullt hús. Skotar eftir fimm leiki en Ísland eftir þrjá. Stelpurnar mega því ekki við því að misstíga sig.

„Það er frábær stemning hjá okkur,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir í viðtali við KSÍ.

Leikurinn á morgun fer fram á gervigrasi en það ætti ekki að trufla okkar lið.

„Ég held það henti okkur vel. Flestar heima sem og erlendis eru að spila mikið á gervigrasi. Þetta er mjög mikilvægur leikur og það er ekkert annað í boði en að sækja þrjú stig,“ segir Margrét Lára en hún býst við erfiðum leik.

„Við unnum þær 2-0 heima og þurftum að hafa fyrir því að skora. Þær eru mjög þéttar til baka og við þurfum helst að brjóta þær sem fyrst til þess að minnka sjálfstraustið þeirra.“

Sjá má viðtalið hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×