Lífið

Páll Óskar tilkynnir þátttöku í The Color Run

Stefán Árni Pálsson skrifar
Páll Óskar kemur fram á The Color Run.
Páll Óskar kemur fram á The Color Run. vísir
Í dag tilkynnti Páll Óskar Hjálmtýsson á Facebook-síðu sinni að hann muni koma til með að koma fram í The Color Run í Hljómskálagarðinum þann 11. júní í sumar.

„Ég ætla að láta liðið bilast endanlega í eftirpartýinu sem fram fer eftir að allir eru komnir í mark í litahlaupinu. Ef einhver ætti að troða upp eftir svona litahlaup, þá er það ég.  Orkan í þessu hlaupi smellpassar við mig og mína gleðipopptónlist.  Liðið mun gjörsamlega tryllast, bæði börn og fullorðnir. Best að ég og dansararnir séum klæddir í hvít bómullarföt frá toppi til táar.  Þá getum við látið litabomburnar gossa á okkur sjálfa og búningarnir skipta litum þegar líður á showið, “ segir Páll Óskar og bætir við; „Ég get ekki beðið, farinn að telja niður dagana.“

The Color Run fór fram í fyrsta sinn á Íslandi í júní í fyrra og tóku 10.000 manns þátt í hlaupinu. Uppselt var í hlaupið og komust færri að en vildu. „Það var mjög leiðinlegt að geta ekki tekið við fleirum í hlaupið í fyrra en þetta er ekki hefðbundið hlaup þar sem hægt er að taka við öllum sem áhuga hafa að vera með eins og í öðrum hlaupum. Við gátum einfaldlega ekki tekið við fleirum í hlaupið í fyrra,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri The Color Run á Íslandi.

„Jú við gerum ráð fyrir því að það verði uppselt aftur í hlaupið í ár. Það er meiri miðasala núna en á sama tíma í fyrra. Við ætlum samt að gera enn betur og meira til þess að hámarka gleðina og upplifun þátttakenda í sumar. Þeir sem taka þátt í fyrsta sinn í júní upplifa það sem allir hinir upplifðu í fyrra og þeir sem taka þátt aftur munu fá enn meira fyrir peninginn. Páll Óskar er einn liðurinn í því,“ segir Davíð Lúther.

YFIRLÝSING

YFIRLÝSING

Posted by Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar) on Monday, 11 April 2016





Fleiri fréttir

Sjá meira


×