Ráðstefna um efnhagslífið á Íslandi í skugga Panama-skjala: Bjarni Benediktsson á meðal ræðumanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2016 12:43 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun flytja opnunarræðu á ráðstefnu Euromoney í London á morgun þar sem fjallað verður endurreisn efnahagslífsins hér í kjölfar hrunsins 2008 og Ísland sem fjárfestingarkost í dag. Aðalstyrktaraðilar ráðstefnunnar eru stóru viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn en auk þeirra koma meðal annars Gamma, Kvika, Fossar Markets, Logos lögmannsstofa og Deutsche Bank að ráðstefnunni. Það vekur óneitanlega athygli að fjármálaráðherra sé að tala á slíkri ráðstefnu í kjölfar alls þess sem gengið hefur á í íslenskum stjórnmálm síðustu vikuna. Fastlega má þó gera ráð fyrir því að ráðstefnan hafi verið löngu ákveðin en samkvæmt upplýsingum frá Euromoney mun Bjarni mæta á morgun og flytja opnunarræðuna.Wintris-mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur vakið mikla athygli, ekki aðeins hér á landi heldur einnig erlendis.vísir/AntonRáðstefnan í skugga Panama-skjalanna Augu umheimsins voru á Íslandi í liðinni viku í kjölfar eftirminnilegs viðtals við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins, þar sem hann var spurður út í tengsl sín við félagið Wintris. Sigmundur Davíð brást hinn versti við spurningunum og labbaði út úr viðtalinu eins og frægt er orðið en upp komst um tengsl Sigmundar við Wintris í Panama-skjölunum svokölluðu sem lekið var frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca til Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna. Tilkynnt var að Sigmundur Davíð myndi hætta sem forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag en í skjölunum var einnig að finna nafn Bjarna Benediktssonar sem og nafn Ólafar Nordal, innanríkisráðherra. Þau sitja þó enn sem ráðherrar. Bjarni hefur sagt að eðlismunur sé á máli hans og máli Ólafar og svo máli Sigmundar Davíðs. Sigmundur Davíð hefur svo sjálfur sagt að ekki sé munur á máli hans og Bjarna „í prinsippinu“ en hann skilji vel að fjármálaráðherra vilji halda því til haga að munur sé á máli þeirra út frá pólitískum forsendum.Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, er ekki á meðal ræðumanna á ráðstefnunni í London.vísir/daníelMágur Sigmundar Davíðs á meðal ræðumanna en ekki bankastjóri Landsbankans Á meðal annarra sem flytja munu erindi á ráðstefnu Euromoney á morgun eru Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka og Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku en svo skemmtilega vill til að Sigurður Atli er mágur Sigmundar Davíðs. Þá vekur það athygli að Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans er ekki einn af þeim sem munu taka til máls samkvæmt dagskrá ráðstefnunnar, en hann hefur verið í eldlínunni undanfarin misseri vegna Borgunarmálsins. Landsbankinn mun þó eiga fulltrúa á ráðstefnunni en nálgast má dagskrána hér. Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun flytja opnunarræðu á ráðstefnu Euromoney í London á morgun þar sem fjallað verður endurreisn efnahagslífsins hér í kjölfar hrunsins 2008 og Ísland sem fjárfestingarkost í dag. Aðalstyrktaraðilar ráðstefnunnar eru stóru viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn en auk þeirra koma meðal annars Gamma, Kvika, Fossar Markets, Logos lögmannsstofa og Deutsche Bank að ráðstefnunni. Það vekur óneitanlega athygli að fjármálaráðherra sé að tala á slíkri ráðstefnu í kjölfar alls þess sem gengið hefur á í íslenskum stjórnmálm síðustu vikuna. Fastlega má þó gera ráð fyrir því að ráðstefnan hafi verið löngu ákveðin en samkvæmt upplýsingum frá Euromoney mun Bjarni mæta á morgun og flytja opnunarræðuna.Wintris-mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur vakið mikla athygli, ekki aðeins hér á landi heldur einnig erlendis.vísir/AntonRáðstefnan í skugga Panama-skjalanna Augu umheimsins voru á Íslandi í liðinni viku í kjölfar eftirminnilegs viðtals við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins, þar sem hann var spurður út í tengsl sín við félagið Wintris. Sigmundur Davíð brást hinn versti við spurningunum og labbaði út úr viðtalinu eins og frægt er orðið en upp komst um tengsl Sigmundar við Wintris í Panama-skjölunum svokölluðu sem lekið var frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca til Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna. Tilkynnt var að Sigmundur Davíð myndi hætta sem forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag en í skjölunum var einnig að finna nafn Bjarna Benediktssonar sem og nafn Ólafar Nordal, innanríkisráðherra. Þau sitja þó enn sem ráðherrar. Bjarni hefur sagt að eðlismunur sé á máli hans og máli Ólafar og svo máli Sigmundar Davíðs. Sigmundur Davíð hefur svo sjálfur sagt að ekki sé munur á máli hans og Bjarna „í prinsippinu“ en hann skilji vel að fjármálaráðherra vilji halda því til haga að munur sé á máli þeirra út frá pólitískum forsendum.Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, er ekki á meðal ræðumanna á ráðstefnunni í London.vísir/daníelMágur Sigmundar Davíðs á meðal ræðumanna en ekki bankastjóri Landsbankans Á meðal annarra sem flytja munu erindi á ráðstefnu Euromoney á morgun eru Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka og Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku en svo skemmtilega vill til að Sigurður Atli er mágur Sigmundar Davíðs. Þá vekur það athygli að Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans er ekki einn af þeim sem munu taka til máls samkvæmt dagskrá ráðstefnunnar, en hann hefur verið í eldlínunni undanfarin misseri vegna Borgunarmálsins. Landsbankinn mun þó eiga fulltrúa á ráðstefnunni en nálgast má dagskrána hér.
Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Sjá meira