Ráðstefna um efnhagslífið á Íslandi í skugga Panama-skjala: Bjarni Benediktsson á meðal ræðumanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2016 12:43 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun flytja opnunarræðu á ráðstefnu Euromoney í London á morgun þar sem fjallað verður endurreisn efnahagslífsins hér í kjölfar hrunsins 2008 og Ísland sem fjárfestingarkost í dag. Aðalstyrktaraðilar ráðstefnunnar eru stóru viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn en auk þeirra koma meðal annars Gamma, Kvika, Fossar Markets, Logos lögmannsstofa og Deutsche Bank að ráðstefnunni. Það vekur óneitanlega athygli að fjármálaráðherra sé að tala á slíkri ráðstefnu í kjölfar alls þess sem gengið hefur á í íslenskum stjórnmálm síðustu vikuna. Fastlega má þó gera ráð fyrir því að ráðstefnan hafi verið löngu ákveðin en samkvæmt upplýsingum frá Euromoney mun Bjarni mæta á morgun og flytja opnunarræðuna.Wintris-mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur vakið mikla athygli, ekki aðeins hér á landi heldur einnig erlendis.vísir/AntonRáðstefnan í skugga Panama-skjalanna Augu umheimsins voru á Íslandi í liðinni viku í kjölfar eftirminnilegs viðtals við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins, þar sem hann var spurður út í tengsl sín við félagið Wintris. Sigmundur Davíð brást hinn versti við spurningunum og labbaði út úr viðtalinu eins og frægt er orðið en upp komst um tengsl Sigmundar við Wintris í Panama-skjölunum svokölluðu sem lekið var frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca til Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna. Tilkynnt var að Sigmundur Davíð myndi hætta sem forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag en í skjölunum var einnig að finna nafn Bjarna Benediktssonar sem og nafn Ólafar Nordal, innanríkisráðherra. Þau sitja þó enn sem ráðherrar. Bjarni hefur sagt að eðlismunur sé á máli hans og máli Ólafar og svo máli Sigmundar Davíðs. Sigmundur Davíð hefur svo sjálfur sagt að ekki sé munur á máli hans og Bjarna „í prinsippinu“ en hann skilji vel að fjármálaráðherra vilji halda því til haga að munur sé á máli þeirra út frá pólitískum forsendum.Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, er ekki á meðal ræðumanna á ráðstefnunni í London.vísir/daníelMágur Sigmundar Davíðs á meðal ræðumanna en ekki bankastjóri Landsbankans Á meðal annarra sem flytja munu erindi á ráðstefnu Euromoney á morgun eru Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka og Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku en svo skemmtilega vill til að Sigurður Atli er mágur Sigmundar Davíðs. Þá vekur það athygli að Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans er ekki einn af þeim sem munu taka til máls samkvæmt dagskrá ráðstefnunnar, en hann hefur verið í eldlínunni undanfarin misseri vegna Borgunarmálsins. Landsbankinn mun þó eiga fulltrúa á ráðstefnunni en nálgast má dagskrána hér. Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun flytja opnunarræðu á ráðstefnu Euromoney í London á morgun þar sem fjallað verður endurreisn efnahagslífsins hér í kjölfar hrunsins 2008 og Ísland sem fjárfestingarkost í dag. Aðalstyrktaraðilar ráðstefnunnar eru stóru viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn en auk þeirra koma meðal annars Gamma, Kvika, Fossar Markets, Logos lögmannsstofa og Deutsche Bank að ráðstefnunni. Það vekur óneitanlega athygli að fjármálaráðherra sé að tala á slíkri ráðstefnu í kjölfar alls þess sem gengið hefur á í íslenskum stjórnmálm síðustu vikuna. Fastlega má þó gera ráð fyrir því að ráðstefnan hafi verið löngu ákveðin en samkvæmt upplýsingum frá Euromoney mun Bjarni mæta á morgun og flytja opnunarræðuna.Wintris-mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur vakið mikla athygli, ekki aðeins hér á landi heldur einnig erlendis.vísir/AntonRáðstefnan í skugga Panama-skjalanna Augu umheimsins voru á Íslandi í liðinni viku í kjölfar eftirminnilegs viðtals við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins, þar sem hann var spurður út í tengsl sín við félagið Wintris. Sigmundur Davíð brást hinn versti við spurningunum og labbaði út úr viðtalinu eins og frægt er orðið en upp komst um tengsl Sigmundar við Wintris í Panama-skjölunum svokölluðu sem lekið var frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca til Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna. Tilkynnt var að Sigmundur Davíð myndi hætta sem forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag en í skjölunum var einnig að finna nafn Bjarna Benediktssonar sem og nafn Ólafar Nordal, innanríkisráðherra. Þau sitja þó enn sem ráðherrar. Bjarni hefur sagt að eðlismunur sé á máli hans og máli Ólafar og svo máli Sigmundar Davíðs. Sigmundur Davíð hefur svo sjálfur sagt að ekki sé munur á máli hans og Bjarna „í prinsippinu“ en hann skilji vel að fjármálaráðherra vilji halda því til haga að munur sé á máli þeirra út frá pólitískum forsendum.Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, er ekki á meðal ræðumanna á ráðstefnunni í London.vísir/daníelMágur Sigmundar Davíðs á meðal ræðumanna en ekki bankastjóri Landsbankans Á meðal annarra sem flytja munu erindi á ráðstefnu Euromoney á morgun eru Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka og Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku en svo skemmtilega vill til að Sigurður Atli er mágur Sigmundar Davíðs. Þá vekur það athygli að Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans er ekki einn af þeim sem munu taka til máls samkvæmt dagskrá ráðstefnunnar, en hann hefur verið í eldlínunni undanfarin misseri vegna Borgunarmálsins. Landsbankinn mun þó eiga fulltrúa á ráðstefnunni en nálgast má dagskrána hér.
Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira