Ráðstefna um efnhagslífið á Íslandi í skugga Panama-skjala: Bjarni Benediktsson á meðal ræðumanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2016 12:43 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun flytja opnunarræðu á ráðstefnu Euromoney í London á morgun þar sem fjallað verður endurreisn efnahagslífsins hér í kjölfar hrunsins 2008 og Ísland sem fjárfestingarkost í dag. Aðalstyrktaraðilar ráðstefnunnar eru stóru viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn en auk þeirra koma meðal annars Gamma, Kvika, Fossar Markets, Logos lögmannsstofa og Deutsche Bank að ráðstefnunni. Það vekur óneitanlega athygli að fjármálaráðherra sé að tala á slíkri ráðstefnu í kjölfar alls þess sem gengið hefur á í íslenskum stjórnmálm síðustu vikuna. Fastlega má þó gera ráð fyrir því að ráðstefnan hafi verið löngu ákveðin en samkvæmt upplýsingum frá Euromoney mun Bjarni mæta á morgun og flytja opnunarræðuna.Wintris-mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur vakið mikla athygli, ekki aðeins hér á landi heldur einnig erlendis.vísir/AntonRáðstefnan í skugga Panama-skjalanna Augu umheimsins voru á Íslandi í liðinni viku í kjölfar eftirminnilegs viðtals við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins, þar sem hann var spurður út í tengsl sín við félagið Wintris. Sigmundur Davíð brást hinn versti við spurningunum og labbaði út úr viðtalinu eins og frægt er orðið en upp komst um tengsl Sigmundar við Wintris í Panama-skjölunum svokölluðu sem lekið var frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca til Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna. Tilkynnt var að Sigmundur Davíð myndi hætta sem forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag en í skjölunum var einnig að finna nafn Bjarna Benediktssonar sem og nafn Ólafar Nordal, innanríkisráðherra. Þau sitja þó enn sem ráðherrar. Bjarni hefur sagt að eðlismunur sé á máli hans og máli Ólafar og svo máli Sigmundar Davíðs. Sigmundur Davíð hefur svo sjálfur sagt að ekki sé munur á máli hans og Bjarna „í prinsippinu“ en hann skilji vel að fjármálaráðherra vilji halda því til haga að munur sé á máli þeirra út frá pólitískum forsendum.Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, er ekki á meðal ræðumanna á ráðstefnunni í London.vísir/daníelMágur Sigmundar Davíðs á meðal ræðumanna en ekki bankastjóri Landsbankans Á meðal annarra sem flytja munu erindi á ráðstefnu Euromoney á morgun eru Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka og Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku en svo skemmtilega vill til að Sigurður Atli er mágur Sigmundar Davíðs. Þá vekur það athygli að Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans er ekki einn af þeim sem munu taka til máls samkvæmt dagskrá ráðstefnunnar, en hann hefur verið í eldlínunni undanfarin misseri vegna Borgunarmálsins. Landsbankinn mun þó eiga fulltrúa á ráðstefnunni en nálgast má dagskrána hér. Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun flytja opnunarræðu á ráðstefnu Euromoney í London á morgun þar sem fjallað verður endurreisn efnahagslífsins hér í kjölfar hrunsins 2008 og Ísland sem fjárfestingarkost í dag. Aðalstyrktaraðilar ráðstefnunnar eru stóru viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn en auk þeirra koma meðal annars Gamma, Kvika, Fossar Markets, Logos lögmannsstofa og Deutsche Bank að ráðstefnunni. Það vekur óneitanlega athygli að fjármálaráðherra sé að tala á slíkri ráðstefnu í kjölfar alls þess sem gengið hefur á í íslenskum stjórnmálm síðustu vikuna. Fastlega má þó gera ráð fyrir því að ráðstefnan hafi verið löngu ákveðin en samkvæmt upplýsingum frá Euromoney mun Bjarni mæta á morgun og flytja opnunarræðuna.Wintris-mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur vakið mikla athygli, ekki aðeins hér á landi heldur einnig erlendis.vísir/AntonRáðstefnan í skugga Panama-skjalanna Augu umheimsins voru á Íslandi í liðinni viku í kjölfar eftirminnilegs viðtals við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins, þar sem hann var spurður út í tengsl sín við félagið Wintris. Sigmundur Davíð brást hinn versti við spurningunum og labbaði út úr viðtalinu eins og frægt er orðið en upp komst um tengsl Sigmundar við Wintris í Panama-skjölunum svokölluðu sem lekið var frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca til Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna. Tilkynnt var að Sigmundur Davíð myndi hætta sem forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag en í skjölunum var einnig að finna nafn Bjarna Benediktssonar sem og nafn Ólafar Nordal, innanríkisráðherra. Þau sitja þó enn sem ráðherrar. Bjarni hefur sagt að eðlismunur sé á máli hans og máli Ólafar og svo máli Sigmundar Davíðs. Sigmundur Davíð hefur svo sjálfur sagt að ekki sé munur á máli hans og Bjarna „í prinsippinu“ en hann skilji vel að fjármálaráðherra vilji halda því til haga að munur sé á máli þeirra út frá pólitískum forsendum.Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, er ekki á meðal ræðumanna á ráðstefnunni í London.vísir/daníelMágur Sigmundar Davíðs á meðal ræðumanna en ekki bankastjóri Landsbankans Á meðal annarra sem flytja munu erindi á ráðstefnu Euromoney á morgun eru Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka og Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku en svo skemmtilega vill til að Sigurður Atli er mágur Sigmundar Davíðs. Þá vekur það athygli að Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans er ekki einn af þeim sem munu taka til máls samkvæmt dagskrá ráðstefnunnar, en hann hefur verið í eldlínunni undanfarin misseri vegna Borgunarmálsins. Landsbankinn mun þó eiga fulltrúa á ráðstefnunni en nálgast má dagskrána hér.
Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Sjá meira