Bíó og sjónvarp

Ný stikla úr Suicide Squad: Will Smith, Jared Leto og Margot Robbie fara á kostum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rosaleg stikla.
Rosaleg stikla. vísir
Kvikmyndaverið Warner Bros hefur haft myndina Suicide Squad, sem er væntanleg í kvikmyndahús í ágúst næstkomandi, í framleiðslu í langan tíma.

Myndin segir frá því hvernig illmennum úr DC-myndasöguheiminum er gefið færi á að milda fangelsisrefsingu sína með því að taka að sér verkefni sem virðast feigðarför.

Glæný stikla úr kvikmyndinni var að lenda á YouTube og hefur hún vakið mikla athygli.

Warner Bros eru með á teikniborðinu fjölda kvikmynda þar sem ofurhetjum og illmennum DC-sagnabálksins er att saman. Fyrst leit dagsins ljós Man of Steel árið 2013 og svo fyrir páska Batman v Superman: Dawn of Justice.

Með aðalhlutverk í myndinni Suicide Squad fara; Margot Robbie, Ben Affleck, Cara Delevingne, Will Smith og Jared Leto.


Tengdar fréttir

Suicide Squad í fullum skrúða

David Ayer, leikstjóri Suicide Squad myndarinnar, hefur birt mynd af leikurum myndarinnar í búningum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.