"Meiri ást, meiri friður. Allt hitt kemur þá af sjálfu sér.“ Ritstjórn skrifar 11. apríl 2016 10:00 Andri Snær Magnason. Mynd/Stefán Andri Snær Magnason, rithöfundur segir að sér líði oftast vel, en þó best í miðnæturkyrrð á Melrakkasléttu í júlí. Hann segist muna eftir ótrúlegustu hlutum frá því hann var barn og telur tungumálið vera bestu uppfinningu allra tíma.Andri Snær hefur boðað til opins fundar í Þjóðleikhúsinu klukkan 17 á morgun þar sem heimildir Vísis herma að þar muni hann tilkynna um framboð sitt til forseta Íslands. Það er því kjörið að rifja upp viðtalið sem birtist við þennan tilvonandi frambjóðanda sem birtist í desembertölublaði Glamour. Um hvað ertu að hugsa núna?Einmitt núna er ég með þjóðgarð á hálendi Íslands á heilanum. Aðeins um þriðjungur hálendis Íslands er raunverulega friðaður og það á að raska mörgum fallegum svæðum og skera í tvennt með háspennulínu.Hvað fær þig til að hlæja? Ég á auðvelt með að hlæja. Ég get látið sjálfan mig hlæja með því að hugsa. Í augnablikinu er yngsta dóttirin oft fyndnust. Hvað fær þig til að gráta? Ég tárast nokkuð auðveldlega, þarf bara eitthvað sorglegt eða fallegt. Hef alltaf grátið þegar ég eignast barn og græt þegar einhver deyr. Ég hitti gamlan mann frá Nagasaki í sumar sem sagði mér frá því þegar hann lenti í kjarnorkusprengjunni. Ég get kallað fram tár með því einu að hugsa um söguna hans. Hver er besta uppfinning allra tíma? Tungumálið. Áttu þér fyrirmynd eða einhvern sem þú lítur upp til sem hefur kennt þér eða haft áhrif á þig?Ég hef átt margar góðar fyrirmyndir. Foreldrar mínir eru gott fólk, vinur pabba Þórður Helgason opnaði gáttina inn í bókmenntaheiminn, ömmur mínar hafa haft mikil áhrif á mig, systkini mín líka og Vigdís Finnbogadóttir. Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur og rithöfundur hafði mikil áhrif, Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur líka. Hvar líður þér best? Mér líður yfirleitt frekar vel. En eigum við að segja Melrakkaslétta í miðnæturkyrrð í byrjun júlí? Hvar ertu núna? Núna er ég alls staðar og hvergi. Kaffivagninum í dag, París á morgun, Basel eftir viku. Það er dálítið tætingslegt. Af hverju á ferlinum ertu stoltastur?Ég er sáttur við að hafa landað nokkrum fjölbreyttum verkum sem hafa gengið upp og ratað til lesenda. Kannski er langmikilvægast ef einhver segir manni að barnabók hafi komið barni til að sökkva sér í lestur. Af hverju í lífinu ertu stoltastur? Það hljóta að vera börnin. Hvað finnst þér verst við samtímann?Hnattræn hlýnun og eyðilegging á náttúrunni, stríð, hungur, heimska og bull.Hvað finnst þér best við samtímann?Að þrátt fyrir allt bullið lifum við kannski gullöld mannsins í listum, vísindum og lífsgæðum.Hvenær blandast ferillinn og persónulega lífið?Hann blandast mikið og alltaf. Fjölskyldan hefur sloppið við að vera í sjálfum ritverkunum en konan mín fer vandlega yfir verkin og kannski er táknrænasta myndin af henni á fæðingardeildinni að lesa handrit sem var á leið í prentun.Hvert er besta ráð sem þér hefur verið gefið?Taktu eftir því sem þú tekur eftir, sagði Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmaður.Hver er mesta áhættan sem þú hefur tekið?Að taka stökkið, að gefa út fyrstu bókina og helga mig skriftum. Það eru nákvæmlega 20 ár síðan.Geturðu mælt með bók eða ljóði sem hafði mikil áhrif á þig?Ég myndi lesa Lao Tse – Bókina um veginn. Þýðinguna frá 1921 eftir Jakob Jóh. Smára.Hver er fyrsta minningin sem þú átt?Ég þykist alltaf muna eftir skírninni en þá var ég bara nokkurra mánaða, systir mín segir það fræðilega ómögulegt. Ég festi hausinn á milli rimla á stigapalli á Seyðisfirði rúmlega tveggja ára og setti köttinn í þvottavélina og man eftir því. Ég man eftir bílveltu í Öxnadal þegar ég var rétt að verða þriggja ára og hvað ég sagði við sjúkrabílstjórann.Hvaða samband er þér mikilvægast?Það hlýtur að vera hjónabandið.Hvað er það rómantískasta sem þú hefur gert?Svarið við síðustu spurningu er líklega það rómantískasta.Ertu andlega þenkjandi?Ég er frekar andlega þenkjandi, ég hef reynt að finna mig í trúleysi en það gengur illa.Ef þú mættir breyta einu í heiminum, hvað væri það?Meiri ást, meiri friður. Allt hitt kemur þá af sjálfu sér.Viðtalið birtist fyrst í desemberblaði Glamour 2015. Tengdar fréttir Andri Snær tilkynnir um framboð á morgun Boðar til opins fundar. 10. apríl 2016 17:58 Mest lesið Óskarinn 2016: Íslensk hönnun á rauða dreglinum Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Topp 10 snyrtivörur febrúarmánaðar Glamour Ástfangin á fremsta bekk Glamour Svart og hvítt á rauðum dregli Glamour Adele dansar um í 800 þúsund króna blómakjól Glamour Kim Kardashian mætti ómáluð á Balenciaga sýninguna Glamour Veittu ósöluhæfum fatnaði nýtt líf Glamour "Einhvers staðar er einhver sem ákveður að borga honum hærri laun en mér.“ Glamour "Ég vil ekki hylja mig lengur“ Glamour
Andri Snær Magnason, rithöfundur segir að sér líði oftast vel, en þó best í miðnæturkyrrð á Melrakkasléttu í júlí. Hann segist muna eftir ótrúlegustu hlutum frá því hann var barn og telur tungumálið vera bestu uppfinningu allra tíma.Andri Snær hefur boðað til opins fundar í Þjóðleikhúsinu klukkan 17 á morgun þar sem heimildir Vísis herma að þar muni hann tilkynna um framboð sitt til forseta Íslands. Það er því kjörið að rifja upp viðtalið sem birtist við þennan tilvonandi frambjóðanda sem birtist í desembertölublaði Glamour. Um hvað ertu að hugsa núna?Einmitt núna er ég með þjóðgarð á hálendi Íslands á heilanum. Aðeins um þriðjungur hálendis Íslands er raunverulega friðaður og það á að raska mörgum fallegum svæðum og skera í tvennt með háspennulínu.Hvað fær þig til að hlæja? Ég á auðvelt með að hlæja. Ég get látið sjálfan mig hlæja með því að hugsa. Í augnablikinu er yngsta dóttirin oft fyndnust. Hvað fær þig til að gráta? Ég tárast nokkuð auðveldlega, þarf bara eitthvað sorglegt eða fallegt. Hef alltaf grátið þegar ég eignast barn og græt þegar einhver deyr. Ég hitti gamlan mann frá Nagasaki í sumar sem sagði mér frá því þegar hann lenti í kjarnorkusprengjunni. Ég get kallað fram tár með því einu að hugsa um söguna hans. Hver er besta uppfinning allra tíma? Tungumálið. Áttu þér fyrirmynd eða einhvern sem þú lítur upp til sem hefur kennt þér eða haft áhrif á þig?Ég hef átt margar góðar fyrirmyndir. Foreldrar mínir eru gott fólk, vinur pabba Þórður Helgason opnaði gáttina inn í bókmenntaheiminn, ömmur mínar hafa haft mikil áhrif á mig, systkini mín líka og Vigdís Finnbogadóttir. Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur og rithöfundur hafði mikil áhrif, Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur líka. Hvar líður þér best? Mér líður yfirleitt frekar vel. En eigum við að segja Melrakkaslétta í miðnæturkyrrð í byrjun júlí? Hvar ertu núna? Núna er ég alls staðar og hvergi. Kaffivagninum í dag, París á morgun, Basel eftir viku. Það er dálítið tætingslegt. Af hverju á ferlinum ertu stoltastur?Ég er sáttur við að hafa landað nokkrum fjölbreyttum verkum sem hafa gengið upp og ratað til lesenda. Kannski er langmikilvægast ef einhver segir manni að barnabók hafi komið barni til að sökkva sér í lestur. Af hverju í lífinu ertu stoltastur? Það hljóta að vera börnin. Hvað finnst þér verst við samtímann?Hnattræn hlýnun og eyðilegging á náttúrunni, stríð, hungur, heimska og bull.Hvað finnst þér best við samtímann?Að þrátt fyrir allt bullið lifum við kannski gullöld mannsins í listum, vísindum og lífsgæðum.Hvenær blandast ferillinn og persónulega lífið?Hann blandast mikið og alltaf. Fjölskyldan hefur sloppið við að vera í sjálfum ritverkunum en konan mín fer vandlega yfir verkin og kannski er táknrænasta myndin af henni á fæðingardeildinni að lesa handrit sem var á leið í prentun.Hvert er besta ráð sem þér hefur verið gefið?Taktu eftir því sem þú tekur eftir, sagði Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmaður.Hver er mesta áhættan sem þú hefur tekið?Að taka stökkið, að gefa út fyrstu bókina og helga mig skriftum. Það eru nákvæmlega 20 ár síðan.Geturðu mælt með bók eða ljóði sem hafði mikil áhrif á þig?Ég myndi lesa Lao Tse – Bókina um veginn. Þýðinguna frá 1921 eftir Jakob Jóh. Smára.Hver er fyrsta minningin sem þú átt?Ég þykist alltaf muna eftir skírninni en þá var ég bara nokkurra mánaða, systir mín segir það fræðilega ómögulegt. Ég festi hausinn á milli rimla á stigapalli á Seyðisfirði rúmlega tveggja ára og setti köttinn í þvottavélina og man eftir því. Ég man eftir bílveltu í Öxnadal þegar ég var rétt að verða þriggja ára og hvað ég sagði við sjúkrabílstjórann.Hvaða samband er þér mikilvægast?Það hlýtur að vera hjónabandið.Hvað er það rómantískasta sem þú hefur gert?Svarið við síðustu spurningu er líklega það rómantískasta.Ertu andlega þenkjandi?Ég er frekar andlega þenkjandi, ég hef reynt að finna mig í trúleysi en það gengur illa.Ef þú mættir breyta einu í heiminum, hvað væri það?Meiri ást, meiri friður. Allt hitt kemur þá af sjálfu sér.Viðtalið birtist fyrst í desemberblaði Glamour 2015.
Tengdar fréttir Andri Snær tilkynnir um framboð á morgun Boðar til opins fundar. 10. apríl 2016 17:58 Mest lesið Óskarinn 2016: Íslensk hönnun á rauða dreglinum Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Topp 10 snyrtivörur febrúarmánaðar Glamour Ástfangin á fremsta bekk Glamour Svart og hvítt á rauðum dregli Glamour Adele dansar um í 800 þúsund króna blómakjól Glamour Kim Kardashian mætti ómáluð á Balenciaga sýninguna Glamour Veittu ósöluhæfum fatnaði nýtt líf Glamour "Einhvers staðar er einhver sem ákveður að borga honum hærri laun en mér.“ Glamour "Ég vil ekki hylja mig lengur“ Glamour