"Ég vil ekki hylja mig lengur“ Ritstjórn skrifar 30. ágúst 2016 10:30 Glamour/Getty Söngkonan Alicia Keys vakti athygli á rauða dreglinum á MTV hátíðinni um helgina fyrir þær sakir að hún var alveg ómáluð, annað er aðrir gestir hátíðarinnar. Er það viljandi hjá Keys sem fyrir stuttu skrifaði öflugan pistil á Lenny Letter þar sem hún útskýrir hvers vegna hún er hætt að nota förðunarvörur á opinberlega. „Ég vil ekki hylja mig lengur. Ekki andlitið mitt, hausinn, sálina, hugsanir, drauma, vonir og þrár. Ekkert,“ segir söngkonan meðal annars í pistlinum þar sem hún segist vera orðin þreytt á að reyna sífellt að passa inn í hin hefðbundu fegurðarform. Hún hefur áhyggjur að fullkomunaráráttu ungra stúlkna, sem hylja á sér andlitið með förðunarvörum til að reyna að vera fullkomnar og vill vera þeim góð fyrirmynd með þessari ákvörðun sinni. Skiptar skoðanir voru á þessari ákvörðun Keys meðal Twitter notenda um helgina þó flestir tóku ofan af fyrir söngkonunni. Hún birti gangrýnendum sínum svar á Twitter sem má sjá hér að neðan. Að lokum er vert að taka fram að það er í raun fáranlegt að árið sé 2016 og það sé ennþá fréttnæmt að söngkona mætir ómáluð á svið, ákvörðun Keys sýndi það að við eigum ennþá langt í land þar sem fréttir af Keys fylltu dægurmiðla eftir VMA-hátíðina. Fylgjum fordæmi Keys. Þó að sumum finnist gaman að mála sig er það langt í frá nauðsynlegt. Áfram Alicia og takk fyrir að vekja athygli á þessu. Keys ásamt manni sínum, Swizz Beatz.Y'all, me choosing to be makeup free doesn't mean I'm anti-makeup. Do you! pic.twitter.com/Mg0Ug9YA9q— Alicia Keys (@aliciakeys) August 29, 2016 Glamour Fegurð Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Blake Lively best klædd í Cannes Glamour Angelina Jolie er andlit ilmvatnsherferðar Guerlain Glamour Facebook-hópurinn Merkjavörur verður að verslun í miðbænum Glamour Þú ert ógeðsleg! Glamour Hæst launuðu fyrirsætur heims Glamour Allt of mikið af öllu Glamour Létt og ljómandi fermingarförðun sem fer öllum vel Glamour
Söngkonan Alicia Keys vakti athygli á rauða dreglinum á MTV hátíðinni um helgina fyrir þær sakir að hún var alveg ómáluð, annað er aðrir gestir hátíðarinnar. Er það viljandi hjá Keys sem fyrir stuttu skrifaði öflugan pistil á Lenny Letter þar sem hún útskýrir hvers vegna hún er hætt að nota förðunarvörur á opinberlega. „Ég vil ekki hylja mig lengur. Ekki andlitið mitt, hausinn, sálina, hugsanir, drauma, vonir og þrár. Ekkert,“ segir söngkonan meðal annars í pistlinum þar sem hún segist vera orðin þreytt á að reyna sífellt að passa inn í hin hefðbundu fegurðarform. Hún hefur áhyggjur að fullkomunaráráttu ungra stúlkna, sem hylja á sér andlitið með förðunarvörum til að reyna að vera fullkomnar og vill vera þeim góð fyrirmynd með þessari ákvörðun sinni. Skiptar skoðanir voru á þessari ákvörðun Keys meðal Twitter notenda um helgina þó flestir tóku ofan af fyrir söngkonunni. Hún birti gangrýnendum sínum svar á Twitter sem má sjá hér að neðan. Að lokum er vert að taka fram að það er í raun fáranlegt að árið sé 2016 og það sé ennþá fréttnæmt að söngkona mætir ómáluð á svið, ákvörðun Keys sýndi það að við eigum ennþá langt í land þar sem fréttir af Keys fylltu dægurmiðla eftir VMA-hátíðina. Fylgjum fordæmi Keys. Þó að sumum finnist gaman að mála sig er það langt í frá nauðsynlegt. Áfram Alicia og takk fyrir að vekja athygli á þessu. Keys ásamt manni sínum, Swizz Beatz.Y'all, me choosing to be makeup free doesn't mean I'm anti-makeup. Do you! pic.twitter.com/Mg0Ug9YA9q— Alicia Keys (@aliciakeys) August 29, 2016
Glamour Fegurð Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Blake Lively best klædd í Cannes Glamour Angelina Jolie er andlit ilmvatnsherferðar Guerlain Glamour Facebook-hópurinn Merkjavörur verður að verslun í miðbænum Glamour Þú ert ógeðsleg! Glamour Hæst launuðu fyrirsætur heims Glamour Allt of mikið af öllu Glamour Létt og ljómandi fermingarförðun sem fer öllum vel Glamour