Teljum okkur geta farið alla leið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. apríl 2016 06:00 Sigrún Sjöfn var stigahæst í liði Grindavíkur í leik fjögur. vísir/anton Grindavík fær í kvöld þriðja tækifærið til að tryggja sér sæti í úrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta þegar liðið mætir Haukum í oddaleik á Ásvöllum. Grindvíkingar komu flestum á óvart og unnu tvo fyrstu leikina en Haukar svöruðu fyrir sig með sigri í næstu tveimur og því ræðst það í kvöld hvort liðið mætir Íslandsmeisturum Snæfells í úrslitum. Fjórði leikur liðanna í Röstinni á föstudagskvöldið var gríðarlega spennandi þar Grindvíkingar sóttu hart að Haukum á lokamínútum. Heimakonur áttu þó ekki svör við stórleik Helenu Sverrisdóttur sem skoraði 32 stig í leiknum, þar af 11 í 4. leikhluta. Hjá Grindavík var önnur landsliðskona, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, stigahæst með 20 stig. Og þrátt fyrir að hafa tvisvar misst af tækifærinu til að tryggja sér sæti í úrslitunum hefur Sigrún fulla trú á að það takist í þriðju tilraun í kvöld. „Auðvitað er visst svekkelsi að hafa ekki náð að klára þetta á föstudaginn. En málið er að Haukar eru með hörkulið og við vissum að þetta yrði erfitt. Við vissum það líka að þær myndu ekkert gefa okkur þetta eftir að við komumst í 2-0 og við þurfum að hafa virkilega mikið fyrir því að vinna,“ sagði Sigrún, en finnst Grindavíkurliðinu að þær hefðu þurft að klára einvígið 3-0 ef þær ætluðu að klára það á annað borð? „Það hefði verið þægilegt að klára þetta 3-0, það hefði verið virkilega gott. En þetta gekk ekki í leik þrjú og þær burstuðu okkur eiginlega þar,“ sagði Sigrún en Haukar unnu þriðja leikinn 72-45, þar sem Grindavík skoraði aðeins 18 stig í fyrri hálfleik. „Fjórði leikurinn var jafn og hefði getað dottið okkar megin hefðum við verið heppnar með nokkur skot og passað boltann aðeins betur. Það hefði verið best að klára þetta heima en núna er ekkert annað í stöðunni en að mæta grimmar á Ásvelli og gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna.“Landsliðskonurnar Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Helena Sverrisdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir í baráttunni.vísir/antonÁðurnefnd Helena hefur verið óstöðvandi í einvíginu við Grindavík en tölurnar tala sínu máli. Helena er með 29,8 stig að meðaltali í leik, 12,3 fráköst, 5,5 stoðsendingar og 31,8 framlagsstig. Í fyrstu tveimur leikjunum tókst Grindvíkingum hins vegar að stöðva aðra leikmenn Haukaliðsins sem hafði mikið að segja. „Við þurfum náttúrulega að stoppa alla þeirra leikmenn. Helena er bara hörkuleikmaður og skilar alltaf sínu, hvort sem hún er með 20 eða 30 stig. Hún er það góð að hún skilar alltaf sínum tölum,“ sagði Sigrún og áréttar að hver einasti leikmaður Grindavíkur þurfi að taka ábyrgð á sínum manni í vörninni. Gengi Grindavíkur í vetur hefur verið upp og ofan en meiðsli gerðu liðinu erfitt fyrir lengi vel. Og raunar þurfti Grindavík að vinna Keflavík í hreinum úrslitaleik um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni í lokaumferð deildarinnar. Sigrún segir að gengið í vetur gefi ekki alveg rétta mynd af styrk Grindavíkurliðsins. „Við erum með hörkuhóp og fullt af leikmönnum sem vita hvað þarf gera til að vinna og hafa unnið mikið áður,“ sagði Sigrún en í leikmannahópi Grindavíkur eru sjö leikmenn sem hafa spilað A-landsleik fyrir Íslands hönd. „Hópurinn er sterkur en það hefur mikið gengið á, og meira en maður á að venjast. Það hefur sett strik í reikninginn en það telur ekkert núna, við erum með fullmannaðan hóp og lið sem við teljum að geti farið alla leið.“ Sigrún lék með Norrköping Dolphins í Svíþjóð í fyrra og lætur mjög vel af dvölinni þar. „Ég tók bara eitt tímabil úti. Ég ætlaði að fara aftur út til þeirra en þau gengu ekki í gegn, samningamálin. En þetta var frábær reynsla og mér leið mjög vel úti, ég var heppin með lið, liðsfélaga og þjálfara,“ sagði Sigrún sem stefnir að því að komast aftur út í atvinnumennsku. „Já, algjörlega. Ef það kemur eitthvað kemur upp lít ég að sjálfsögðu á það og skoða hvort það er eitthvað sem mér líst vel á.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Grindavík fær í kvöld þriðja tækifærið til að tryggja sér sæti í úrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta þegar liðið mætir Haukum í oddaleik á Ásvöllum. Grindvíkingar komu flestum á óvart og unnu tvo fyrstu leikina en Haukar svöruðu fyrir sig með sigri í næstu tveimur og því ræðst það í kvöld hvort liðið mætir Íslandsmeisturum Snæfells í úrslitum. Fjórði leikur liðanna í Röstinni á föstudagskvöldið var gríðarlega spennandi þar Grindvíkingar sóttu hart að Haukum á lokamínútum. Heimakonur áttu þó ekki svör við stórleik Helenu Sverrisdóttur sem skoraði 32 stig í leiknum, þar af 11 í 4. leikhluta. Hjá Grindavík var önnur landsliðskona, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, stigahæst með 20 stig. Og þrátt fyrir að hafa tvisvar misst af tækifærinu til að tryggja sér sæti í úrslitunum hefur Sigrún fulla trú á að það takist í þriðju tilraun í kvöld. „Auðvitað er visst svekkelsi að hafa ekki náð að klára þetta á föstudaginn. En málið er að Haukar eru með hörkulið og við vissum að þetta yrði erfitt. Við vissum það líka að þær myndu ekkert gefa okkur þetta eftir að við komumst í 2-0 og við þurfum að hafa virkilega mikið fyrir því að vinna,“ sagði Sigrún, en finnst Grindavíkurliðinu að þær hefðu þurft að klára einvígið 3-0 ef þær ætluðu að klára það á annað borð? „Það hefði verið þægilegt að klára þetta 3-0, það hefði verið virkilega gott. En þetta gekk ekki í leik þrjú og þær burstuðu okkur eiginlega þar,“ sagði Sigrún en Haukar unnu þriðja leikinn 72-45, þar sem Grindavík skoraði aðeins 18 stig í fyrri hálfleik. „Fjórði leikurinn var jafn og hefði getað dottið okkar megin hefðum við verið heppnar með nokkur skot og passað boltann aðeins betur. Það hefði verið best að klára þetta heima en núna er ekkert annað í stöðunni en að mæta grimmar á Ásvelli og gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna.“Landsliðskonurnar Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Helena Sverrisdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir í baráttunni.vísir/antonÁðurnefnd Helena hefur verið óstöðvandi í einvíginu við Grindavík en tölurnar tala sínu máli. Helena er með 29,8 stig að meðaltali í leik, 12,3 fráköst, 5,5 stoðsendingar og 31,8 framlagsstig. Í fyrstu tveimur leikjunum tókst Grindvíkingum hins vegar að stöðva aðra leikmenn Haukaliðsins sem hafði mikið að segja. „Við þurfum náttúrulega að stoppa alla þeirra leikmenn. Helena er bara hörkuleikmaður og skilar alltaf sínu, hvort sem hún er með 20 eða 30 stig. Hún er það góð að hún skilar alltaf sínum tölum,“ sagði Sigrún og áréttar að hver einasti leikmaður Grindavíkur þurfi að taka ábyrgð á sínum manni í vörninni. Gengi Grindavíkur í vetur hefur verið upp og ofan en meiðsli gerðu liðinu erfitt fyrir lengi vel. Og raunar þurfti Grindavík að vinna Keflavík í hreinum úrslitaleik um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni í lokaumferð deildarinnar. Sigrún segir að gengið í vetur gefi ekki alveg rétta mynd af styrk Grindavíkurliðsins. „Við erum með hörkuhóp og fullt af leikmönnum sem vita hvað þarf gera til að vinna og hafa unnið mikið áður,“ sagði Sigrún en í leikmannahópi Grindavíkur eru sjö leikmenn sem hafa spilað A-landsleik fyrir Íslands hönd. „Hópurinn er sterkur en það hefur mikið gengið á, og meira en maður á að venjast. Það hefur sett strik í reikninginn en það telur ekkert núna, við erum með fullmannaðan hóp og lið sem við teljum að geti farið alla leið.“ Sigrún lék með Norrköping Dolphins í Svíþjóð í fyrra og lætur mjög vel af dvölinni þar. „Ég tók bara eitt tímabil úti. Ég ætlaði að fara aftur út til þeirra en þau gengu ekki í gegn, samningamálin. En þetta var frábær reynsla og mér leið mjög vel úti, ég var heppin með lið, liðsfélaga og þjálfara,“ sagði Sigrún sem stefnir að því að komast aftur út í atvinnumennsku. „Já, algjörlega. Ef það kemur eitthvað kemur upp lít ég að sjálfsögðu á það og skoða hvort það er eitthvað sem mér líst vel á.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti