Óheimilt að leigja íbúðir nema allir gefi samþykki Þórdís Valsdóttir skrifar 11. apríl 2016 07:00 Deilt var um heimild eigenda þriggja íbúða í Skuggahverfi til að leigja þær út í atvinnuskyni til ferðamanna. Fréttablaðið/GVA Samkvæmt nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þarf samþykki allra eigenda í fjölbýlishúsi fyrir því að leigja út íbúðir í atvinnuskyni. Óvíst er hvaða áhrif dómurinn hefur á allan þann fjölda íbúða sem leigðar eru út til ferðamanna. Í dóminum hafði húsfélag nokkurra húsa í Skuggahverfinu stefnt hjónum sem leigja út þrjár íbúðir í húsunum í atvinnuskyni til ferðamanna. Niðurstaða dómsins var sú að hagnýting þeirra á íbúðunum hefði haft svo verulegt ónæði, óþægindi og röskun í för með sér fyrir aðra eigendur í húsinu að sú hagnýting skyldi háð samþykki allra eigenda þess. Fjöldi eigna í umræddu húsunum er um 95.Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður.Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður hjá JA lögmönnum, segir að í málum sem þessum vegist á tveir pólar, annars vegar réttur eiganda til að nýta eign sína og svo annarra eigenda í húsinu til að vera í friði. Hjónin höfðu stofnað félag um reksturinn og fram kom í dóminum að álagning fasteignagjalda hefði miðast við að um atvinnuhúsnæði væri að ræða. Dómurinn taldi einnig að hjónin nýttu íbúðirnar ekki lengur sem íbúðarhúsnæði, heldur atvinnuhúsnæði, og að það fæli í sér breytingu á hagnýtingu eignarinnar í skilningi fjöleignarhúsalaga. Auður telur að draga megi þá ályktun af dóminum að umfangið geti skipt máli. „Hér er ekki bara um eina íbúð að ræða heldur þrjár og auk þess hafa þau stofnað félag um reksturinn og borgað fasteignagjöld eins og um atvinnuhúsnæði væri að ræða,“ segir Auður og bætir við að í málum sem þessum sé nauðsynlegt að meta hvert tilvik fyrir sig. Aðspurð hvort dómurinn gæti haft áhrif á annars konar atvinnurekstur í fjölbýlishúsum, til dæmis dagvistun barna, segir Auður að sú starfsemi sé einnig leyfisskyld og sé óumdeilanlega atvinnustarfsemi. „Þar er ekki talið að þörf sé á samþykki allra eigenda þó það feli í sér meiri umgang og starfseminni fylgi mögulega ónæði. Þá er það samt ekki nógu mikið til að það útheimti samþykki allra,“ segir Auður.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 11. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Samkvæmt nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þarf samþykki allra eigenda í fjölbýlishúsi fyrir því að leigja út íbúðir í atvinnuskyni. Óvíst er hvaða áhrif dómurinn hefur á allan þann fjölda íbúða sem leigðar eru út til ferðamanna. Í dóminum hafði húsfélag nokkurra húsa í Skuggahverfinu stefnt hjónum sem leigja út þrjár íbúðir í húsunum í atvinnuskyni til ferðamanna. Niðurstaða dómsins var sú að hagnýting þeirra á íbúðunum hefði haft svo verulegt ónæði, óþægindi og röskun í för með sér fyrir aðra eigendur í húsinu að sú hagnýting skyldi háð samþykki allra eigenda þess. Fjöldi eigna í umræddu húsunum er um 95.Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður.Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður hjá JA lögmönnum, segir að í málum sem þessum vegist á tveir pólar, annars vegar réttur eiganda til að nýta eign sína og svo annarra eigenda í húsinu til að vera í friði. Hjónin höfðu stofnað félag um reksturinn og fram kom í dóminum að álagning fasteignagjalda hefði miðast við að um atvinnuhúsnæði væri að ræða. Dómurinn taldi einnig að hjónin nýttu íbúðirnar ekki lengur sem íbúðarhúsnæði, heldur atvinnuhúsnæði, og að það fæli í sér breytingu á hagnýtingu eignarinnar í skilningi fjöleignarhúsalaga. Auður telur að draga megi þá ályktun af dóminum að umfangið geti skipt máli. „Hér er ekki bara um eina íbúð að ræða heldur þrjár og auk þess hafa þau stofnað félag um reksturinn og borgað fasteignagjöld eins og um atvinnuhúsnæði væri að ræða,“ segir Auður og bætir við að í málum sem þessum sé nauðsynlegt að meta hvert tilvik fyrir sig. Aðspurð hvort dómurinn gæti haft áhrif á annars konar atvinnurekstur í fjölbýlishúsum, til dæmis dagvistun barna, segir Auður að sú starfsemi sé einnig leyfisskyld og sé óumdeilanlega atvinnustarfsemi. „Þar er ekki talið að þörf sé á samþykki allra eigenda þó það feli í sér meiri umgang og starfseminni fylgi mögulega ónæði. Þá er það samt ekki nógu mikið til að það útheimti samþykki allra,“ segir Auður.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 11. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira