Innlent

Kynna jafnvel fjárlög fyrir kosningar

Sveinn Arnarsson skrifar
Samvinnuvilji stjórnarandstöðu ræður miklu um tímasetningu kosninga, segir Bjarni Benediktsson sem hér kemur til fundar í Valhöll í gær.
Samvinnuvilji stjórnarandstöðu ræður miklu um tímasetningu kosninga, segir Bjarni Benediktsson sem hér kemur til fundar í Valhöll í gær. Fréttablaðið/Anton Brink
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman í Valhöll í gær í framhaldi af nýju stjórnarsamstarfi þar sem farið var yfir aðdraganda nýrrar ríkisstjórnar og framhaldið rætt. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur koma til álita að kynna frumvarp til fjárlaga í haust og ganga síðan til kosninga.

„Við ætlum ekki að setja sjálfa okkur í þrönga stöðu með að ákveða kosningar snemma ef menn láta verða af þeim hótunum um að ekkert einasta mál verði afgreitt á þingi,“ segir Bjarni Benediktsson og vísar þar í orð Róberts Mar­shall, þingmanns Bjartrar framtíðar, sem hótaði málþófi í öllum málum á komandi vikum. „Það er engin ástæða til að ætla fyrirfram annað en að mál geti gengið eðlilega fyrir sig á þessi þingi.“

Bjarni segir ýmis rök fyrir því að við ljúka fjárlagavinnu áður en gengið er til kosninga.

„Ég skil vel að menn vilji fá svör núna en við viljum vera alveg opin og hreinskilin með það að við erum einfaldlega að tala um kosningar í haust. Svör verða að ráðast af framhaldinu, meðal annars af samtali við stjórnarandstöðu um framgang mála. Það kemur alveg til álita, til að tryggja ákveðna festu í stjórnkerfinu, að kynna frumvarp til fjárlaga í haust og síðan yrði gengið til kosninga,“ segir Bjarni.

Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 11. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×