Kjartan Henry Finnbogason skoraði eitt mark í góðum 3-0 sigri Horsens gegn Helsingor.
Jonas Gemmer skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 alveg fram á 84. mínútu þegar Andre Bjerregaard skoraði annað mark liðsins. Kjartan skoraði síðan þriðja markið aðeins einni mínútu síðar.
Horsens er í öðru sæti B-deildarinnar með 44 stig, sex stigum á eftir Lyngby sem er í efsta sætinu.
Fótbolti