Ekki útilokað að Vinstri græn séu byrjuð að taka fylgi frá Pírötum Höskuldur Kári Schram skrifar 10. apríl 2016 13:47 Prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri segir kannanir benda til þess að stjórnarflokkarnir tveir séu byrjaðir að missa sína dyggustu stuðningsmenn. Þá sé ekki útilokað að Vinstri græn séu byrjuð að taka fylgi frá Pírötum. Kannanir sem gerðar hafa verið síðustu viku benda til þess að Vinstri græn hafi aukið fylgi sitt verulega. Á sama tíma dregur úr stuðningi við stjórnarflokkana, og þá sérstaklega Framsóknarflokkinn, sem í sumum könnunum er að mælast undir tíu prósentum.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að margt bendi til þess að stjórnarflokkarnir séu byrjaðir að missa sínu dyggustu stuðningsmenn. „Þá er að skafast aðeins af stjórnarflokkunum. Þeir hafa ekki flogið hátt í könnunum síðasta árið og þeir eru heldur að gefa eftir. Þetta er þó ekki mikið. Þeir hafa náttúrlega verið komnir niður í harðkjarnafylgið og það er eitthvað að skrapast af því sýnist mér,“ sagði Grétar. Lítil hreyfing hefur verið á fylgi Samfylkingarinnar í könnunum en Grétar telur það megi að sumu leyti skýra út frá umræðu um tengsl fyrrverandi gjaldkera flokksins, Vilhjálms Þorsteinssonar, við félög í Lúxemborg. „Vinstri grænir eru að taka flug í mælingu eftir mælingu. Það hlýtur að vera vísbending um eitthvað þannig að þeir eru sennilega að taka fylgi, sem við getum kallað hvað sem er, óánægjufylgi eða hvað það er, eitthvað fylgi sem fer á hreyfingu. Eitthvað virðist fara af Pírötum og það gæti verið að það sé að fara yfir á VG. En ég hef ekki séð neinar greiningar á því þannig að ég get ekki fullyrt um það,“ sagði Grétar. Hann sagði það ástand sem skapaðist í síðustu viku hafa reynst einskonar bjarghringur fyrir Bjarta framtíð sem virðist vera komin aftur upp í fimm prósenta fylgi sem er þröskuldurinn sem þarf að komast yfir til að ná kjörnum þingmönnum á þing. Tengdar fréttir Lítið traust borið til nýrrar ríkisstjórnar 65 til 66 prósent bera fremur eða mjög lítið traust til hennar og þar af 54 til 55 prósent. 8. apríl 2016 11:45 Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að láta af embætti forsætisráðherra eftir að upp komst að konan hans á aflandsfélag. Stór hluti þjóðarinnar vill að fjármálaráðherra og innanríkisráðherra hætti líka. 6. apríl 2016 07:00 Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri segir kannanir benda til þess að stjórnarflokkarnir tveir séu byrjaðir að missa sína dyggustu stuðningsmenn. Þá sé ekki útilokað að Vinstri græn séu byrjuð að taka fylgi frá Pírötum. Kannanir sem gerðar hafa verið síðustu viku benda til þess að Vinstri græn hafi aukið fylgi sitt verulega. Á sama tíma dregur úr stuðningi við stjórnarflokkana, og þá sérstaklega Framsóknarflokkinn, sem í sumum könnunum er að mælast undir tíu prósentum.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að margt bendi til þess að stjórnarflokkarnir séu byrjaðir að missa sínu dyggustu stuðningsmenn. „Þá er að skafast aðeins af stjórnarflokkunum. Þeir hafa ekki flogið hátt í könnunum síðasta árið og þeir eru heldur að gefa eftir. Þetta er þó ekki mikið. Þeir hafa náttúrlega verið komnir niður í harðkjarnafylgið og það er eitthvað að skrapast af því sýnist mér,“ sagði Grétar. Lítil hreyfing hefur verið á fylgi Samfylkingarinnar í könnunum en Grétar telur það megi að sumu leyti skýra út frá umræðu um tengsl fyrrverandi gjaldkera flokksins, Vilhjálms Þorsteinssonar, við félög í Lúxemborg. „Vinstri grænir eru að taka flug í mælingu eftir mælingu. Það hlýtur að vera vísbending um eitthvað þannig að þeir eru sennilega að taka fylgi, sem við getum kallað hvað sem er, óánægjufylgi eða hvað það er, eitthvað fylgi sem fer á hreyfingu. Eitthvað virðist fara af Pírötum og það gæti verið að það sé að fara yfir á VG. En ég hef ekki séð neinar greiningar á því þannig að ég get ekki fullyrt um það,“ sagði Grétar. Hann sagði það ástand sem skapaðist í síðustu viku hafa reynst einskonar bjarghringur fyrir Bjarta framtíð sem virðist vera komin aftur upp í fimm prósenta fylgi sem er þröskuldurinn sem þarf að komast yfir til að ná kjörnum þingmönnum á þing.
Tengdar fréttir Lítið traust borið til nýrrar ríkisstjórnar 65 til 66 prósent bera fremur eða mjög lítið traust til hennar og þar af 54 til 55 prósent. 8. apríl 2016 11:45 Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að láta af embætti forsætisráðherra eftir að upp komst að konan hans á aflandsfélag. Stór hluti þjóðarinnar vill að fjármálaráðherra og innanríkisráðherra hætti líka. 6. apríl 2016 07:00 Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Lítið traust borið til nýrrar ríkisstjórnar 65 til 66 prósent bera fremur eða mjög lítið traust til hennar og þar af 54 til 55 prósent. 8. apríl 2016 11:45
Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að láta af embætti forsætisráðherra eftir að upp komst að konan hans á aflandsfélag. Stór hluti þjóðarinnar vill að fjármálaráðherra og innanríkisráðherra hætti líka. 6. apríl 2016 07:00
Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00