Erlent

Þyrla með þrettán innanborðs hrapaði í grennd við Bergen

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Óvíst er um afdrif farþega og áhafnar.
Óvíst er um afdrif farþega og áhafnar. Vísir/Getty
Þyrla með þrettán manns innanborðs hrapaði undan ströndum Vestur-Noregs í grennd við Bergen í morgun. Yfirvöld segja að þrettán hafi verið um borð í þyrlunni, ellefu farþegar og tveir í áhöfn. Var hún á leið frá olíuborpalli í Norðursjó til Bergen. Yfirvöld hafa staðfest að lík hafi fundist á slysstað. 

Fjölmennt björgunarlið er að störfum og segjast yfirvöld ekki hafa gefið upp von um að finna einhvern sem var um borð í þyrlunni á lífi.

Spaðar vélarinnar hafa fundist á landi en skrokkur þyrlunnar er á 7,6 metra dýpi. Kafarar eru nú að störfum á slysstað ásamt fjölmennu liði björgunaraðila.

13.20 - Staðfest hefur verið að ellefu hafi látist í slysinu. Nánar má lesa um það hér. 

 

Mynd af slysstað af forsíðu AftenpostenMynd/Aftenposten
Þyrlan, sem var af gerðinni Eurocopter EC-225 Super Puma, hrapaði í grennd við eyjuna Turøy um klukkan tíu að íslenskum tíma. Sjónarvotta greina frá því þyrluspaðar þyrlunnar hafi fallið af áður en þyrlan skall niður til jarðar. Greina sjónarvottar frá því að mikil sprenging hafi orðið en svo virðist sem að þyrlan hafi hrapað á hólma við eyjuna Turøy.

Allt tiltækt lið björgunaraðila var kallað út. Fyrstu fregnir hermdu að einhverjum úr þyrlunni hefði verið bjargað úr sjónum en lögregla segir að enn hafi engin fundist á lífi á slysstað. 

Greint hefur verið frá því að farþegarnir um borð hafi verið starfsmenn norska olíufyrirtækisins Statoil. Mikil þyrluumferð er á því svæði sem slysið varð til og frá olíuborpöllum á Norðusjó.

Hér að neðan má sjá beina útsendingu VG.

Kort af svæðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×