Viðskipti innlent

Gagnrýnir mikinn hallarekstur borgarinnar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík
Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík Vísir/Pjetur
Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, gagnrýnir harðlega þann mikla hallarekstur sem er hjá Reykjavíkurborg en fimm milljarða halli var á rekstri samstæðu Reykjavíkurborgar, A og B hluta, á seinasta ári.

„Það hefur verið viðvarandi halli á rekstri borgarinnar síðan Besti flokkurinn og Samfylkingin tóku við 2010. Nú eru fjórir flokkar með meirihluta og þeim gengur bara ekkert að koma böndum á þennan rekstur og staðan bara versnar og versnar, miklu meira en ég átti von á,“ segir Halldór í samtali við fréttastofu.

Meginástæða þess að hallinn er fimm milljarðar er hækkun á gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga sem nema 14,7 milljörðum krónu. Þær skuldbindingar komu þó ekki til greiðslu á síðasta ári heldur er um skuldbindingar til næstu ára og áratuga að ræða. Halldór bendir þó á að ef lífeyrisskuldbindingarnar eru teknar frá er hallinn samt 1,3 milljarðar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×