Virðingarvert en óþarft af framkvæmdastjóra að hætta störfum Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2016 18:54 Forsætisráðherra segir virðingarvert af framkvæmdastjóra flokksins að segja upp störfum þótt framkvæmdastjórn flokksins hafi komist að þeirri niðurstöðu að engin þörf væri á því. Hann hafi skýrt aðkomu sína að aflandsfélögum og viðskiptum innanlands með fullnægjandi hætti. Hrólfur Ölvisson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins tilkynnti í dag að hann hygðist láta af störfum vegna óvæginnar umræðu um aflandsviðskipti hans. Þetta væri persónuleg ákvörðun og í henni fælist engin viðurkenning á að hann hefði brotið lög eða unnið með óheiðarlegum hætti. Þingflokkur Framsóknarflokksins fundaði í dag þar sem meðal annars var farið yfir mál Hrólfs Ölvissonar sem segir í yfirlýsingu í dag að hann telji sig hafa svarað fyrir tímabundna aðkomu sína að tveimur aflandsfélögum með fullnægjandi hætti. Þá hafi ekkert verið tortryggilegt við kaup félags í hans eigu á hlut sem Arion banki hafi selt á sínum tíma í opnu söluferli.Dugar það til eða þarf hann að skýra mál sín frekar?„Framkvæmdastjórn flokksins hittist í gærkvöldi og hitti m.a. bæði lögfræðing og endurskoðanda. Við fórum mjög vel yfir mál framkvæmdastjórans og komumst að því að það er ekkert sem þar hefur farið fram með óeðlilegum hætti eða ólöglegt. Og kaup hér á Íslandi með opnum og gegnsæjum hætti. Ólíkt því miður mörgum öðrum málum sem við höfum séð,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Framkvæmdastjórn flokksins hafi ekki séð ástæðu til að Hrólfur hætti störfum þótt hann hafi ákveðið að gera það og það sé virðingarvert af honum. Mál framkvæmdastjórans hafi verið uppi á borðum og hann birt greinargerð um þau fyrr í þessum mánuði þar sem öll gögn hafi komið fram. „Þannig að það er allt skýrt. Við fórum yfir þessi mál og bárum m.a. saman við siðareglur flokksins, sem voru nú þær fyrstu sem settar voru af stjórnmálaflokki í landinu, og þetta er í samræmi við þær. Þannig að það er ekkert athugavert við það,“ segir Sigurður Ingi. Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gæti ekki leitt flokkinn í næstu kosningum án þess að gera betur grein fyrir sínum málum. „Við erum nú með það þannig í Framsóknarflokknum, ákveðnar stofnanir og ferli; þar ræðum við það. Ég held að Jón ætti að þekkja það sem fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Þannig á það sér stað. Það á sér ekki stað í fjölmiðlum eða með yfirlýsingum einstakra flokksmanna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Forsætisráðherra segir virðingarvert af framkvæmdastjóra flokksins að segja upp störfum þótt framkvæmdastjórn flokksins hafi komist að þeirri niðurstöðu að engin þörf væri á því. Hann hafi skýrt aðkomu sína að aflandsfélögum og viðskiptum innanlands með fullnægjandi hætti. Hrólfur Ölvisson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins tilkynnti í dag að hann hygðist láta af störfum vegna óvæginnar umræðu um aflandsviðskipti hans. Þetta væri persónuleg ákvörðun og í henni fælist engin viðurkenning á að hann hefði brotið lög eða unnið með óheiðarlegum hætti. Þingflokkur Framsóknarflokksins fundaði í dag þar sem meðal annars var farið yfir mál Hrólfs Ölvissonar sem segir í yfirlýsingu í dag að hann telji sig hafa svarað fyrir tímabundna aðkomu sína að tveimur aflandsfélögum með fullnægjandi hætti. Þá hafi ekkert verið tortryggilegt við kaup félags í hans eigu á hlut sem Arion banki hafi selt á sínum tíma í opnu söluferli.Dugar það til eða þarf hann að skýra mál sín frekar?„Framkvæmdastjórn flokksins hittist í gærkvöldi og hitti m.a. bæði lögfræðing og endurskoðanda. Við fórum mjög vel yfir mál framkvæmdastjórans og komumst að því að það er ekkert sem þar hefur farið fram með óeðlilegum hætti eða ólöglegt. Og kaup hér á Íslandi með opnum og gegnsæjum hætti. Ólíkt því miður mörgum öðrum málum sem við höfum séð,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Framkvæmdastjórn flokksins hafi ekki séð ástæðu til að Hrólfur hætti störfum þótt hann hafi ákveðið að gera það og það sé virðingarvert af honum. Mál framkvæmdastjórans hafi verið uppi á borðum og hann birt greinargerð um þau fyrr í þessum mánuði þar sem öll gögn hafi komið fram. „Þannig að það er allt skýrt. Við fórum yfir þessi mál og bárum m.a. saman við siðareglur flokksins, sem voru nú þær fyrstu sem settar voru af stjórnmálaflokki í landinu, og þetta er í samræmi við þær. Þannig að það er ekkert athugavert við það,“ segir Sigurður Ingi. Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gæti ekki leitt flokkinn í næstu kosningum án þess að gera betur grein fyrir sínum málum. „Við erum nú með það þannig í Framsóknarflokknum, ákveðnar stofnanir og ferli; þar ræðum við það. Ég held að Jón ætti að þekkja það sem fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Þannig á það sér stað. Það á sér ekki stað í fjölmiðlum eða með yfirlýsingum einstakra flokksmanna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira