Virðingarvert en óþarft af framkvæmdastjóra að hætta störfum Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2016 18:54 Forsætisráðherra segir virðingarvert af framkvæmdastjóra flokksins að segja upp störfum þótt framkvæmdastjórn flokksins hafi komist að þeirri niðurstöðu að engin þörf væri á því. Hann hafi skýrt aðkomu sína að aflandsfélögum og viðskiptum innanlands með fullnægjandi hætti. Hrólfur Ölvisson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins tilkynnti í dag að hann hygðist láta af störfum vegna óvæginnar umræðu um aflandsviðskipti hans. Þetta væri persónuleg ákvörðun og í henni fælist engin viðurkenning á að hann hefði brotið lög eða unnið með óheiðarlegum hætti. Þingflokkur Framsóknarflokksins fundaði í dag þar sem meðal annars var farið yfir mál Hrólfs Ölvissonar sem segir í yfirlýsingu í dag að hann telji sig hafa svarað fyrir tímabundna aðkomu sína að tveimur aflandsfélögum með fullnægjandi hætti. Þá hafi ekkert verið tortryggilegt við kaup félags í hans eigu á hlut sem Arion banki hafi selt á sínum tíma í opnu söluferli.Dugar það til eða þarf hann að skýra mál sín frekar?„Framkvæmdastjórn flokksins hittist í gærkvöldi og hitti m.a. bæði lögfræðing og endurskoðanda. Við fórum mjög vel yfir mál framkvæmdastjórans og komumst að því að það er ekkert sem þar hefur farið fram með óeðlilegum hætti eða ólöglegt. Og kaup hér á Íslandi með opnum og gegnsæjum hætti. Ólíkt því miður mörgum öðrum málum sem við höfum séð,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Framkvæmdastjórn flokksins hafi ekki séð ástæðu til að Hrólfur hætti störfum þótt hann hafi ákveðið að gera það og það sé virðingarvert af honum. Mál framkvæmdastjórans hafi verið uppi á borðum og hann birt greinargerð um þau fyrr í þessum mánuði þar sem öll gögn hafi komið fram. „Þannig að það er allt skýrt. Við fórum yfir þessi mál og bárum m.a. saman við siðareglur flokksins, sem voru nú þær fyrstu sem settar voru af stjórnmálaflokki í landinu, og þetta er í samræmi við þær. Þannig að það er ekkert athugavert við það,“ segir Sigurður Ingi. Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gæti ekki leitt flokkinn í næstu kosningum án þess að gera betur grein fyrir sínum málum. „Við erum nú með það þannig í Framsóknarflokknum, ákveðnar stofnanir og ferli; þar ræðum við það. Ég held að Jón ætti að þekkja það sem fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Þannig á það sér stað. Það á sér ekki stað í fjölmiðlum eða með yfirlýsingum einstakra flokksmanna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir virðingarvert af framkvæmdastjóra flokksins að segja upp störfum þótt framkvæmdastjórn flokksins hafi komist að þeirri niðurstöðu að engin þörf væri á því. Hann hafi skýrt aðkomu sína að aflandsfélögum og viðskiptum innanlands með fullnægjandi hætti. Hrólfur Ölvisson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins tilkynnti í dag að hann hygðist láta af störfum vegna óvæginnar umræðu um aflandsviðskipti hans. Þetta væri persónuleg ákvörðun og í henni fælist engin viðurkenning á að hann hefði brotið lög eða unnið með óheiðarlegum hætti. Þingflokkur Framsóknarflokksins fundaði í dag þar sem meðal annars var farið yfir mál Hrólfs Ölvissonar sem segir í yfirlýsingu í dag að hann telji sig hafa svarað fyrir tímabundna aðkomu sína að tveimur aflandsfélögum með fullnægjandi hætti. Þá hafi ekkert verið tortryggilegt við kaup félags í hans eigu á hlut sem Arion banki hafi selt á sínum tíma í opnu söluferli.Dugar það til eða þarf hann að skýra mál sín frekar?„Framkvæmdastjórn flokksins hittist í gærkvöldi og hitti m.a. bæði lögfræðing og endurskoðanda. Við fórum mjög vel yfir mál framkvæmdastjórans og komumst að því að það er ekkert sem þar hefur farið fram með óeðlilegum hætti eða ólöglegt. Og kaup hér á Íslandi með opnum og gegnsæjum hætti. Ólíkt því miður mörgum öðrum málum sem við höfum séð,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Framkvæmdastjórn flokksins hafi ekki séð ástæðu til að Hrólfur hætti störfum þótt hann hafi ákveðið að gera það og það sé virðingarvert af honum. Mál framkvæmdastjórans hafi verið uppi á borðum og hann birt greinargerð um þau fyrr í þessum mánuði þar sem öll gögn hafi komið fram. „Þannig að það er allt skýrt. Við fórum yfir þessi mál og bárum m.a. saman við siðareglur flokksins, sem voru nú þær fyrstu sem settar voru af stjórnmálaflokki í landinu, og þetta er í samræmi við þær. Þannig að það er ekkert athugavert við það,“ segir Sigurður Ingi. Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gæti ekki leitt flokkinn í næstu kosningum án þess að gera betur grein fyrir sínum málum. „Við erum nú með það þannig í Framsóknarflokknum, ákveðnar stofnanir og ferli; þar ræðum við það. Ég held að Jón ætti að þekkja það sem fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Þannig á það sér stað. Það á sér ekki stað í fjölmiðlum eða með yfirlýsingum einstakra flokksmanna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira