Virðingarvert en óþarft af framkvæmdastjóra að hætta störfum Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2016 18:54 Forsætisráðherra segir virðingarvert af framkvæmdastjóra flokksins að segja upp störfum þótt framkvæmdastjórn flokksins hafi komist að þeirri niðurstöðu að engin þörf væri á því. Hann hafi skýrt aðkomu sína að aflandsfélögum og viðskiptum innanlands með fullnægjandi hætti. Hrólfur Ölvisson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins tilkynnti í dag að hann hygðist láta af störfum vegna óvæginnar umræðu um aflandsviðskipti hans. Þetta væri persónuleg ákvörðun og í henni fælist engin viðurkenning á að hann hefði brotið lög eða unnið með óheiðarlegum hætti. Þingflokkur Framsóknarflokksins fundaði í dag þar sem meðal annars var farið yfir mál Hrólfs Ölvissonar sem segir í yfirlýsingu í dag að hann telji sig hafa svarað fyrir tímabundna aðkomu sína að tveimur aflandsfélögum með fullnægjandi hætti. Þá hafi ekkert verið tortryggilegt við kaup félags í hans eigu á hlut sem Arion banki hafi selt á sínum tíma í opnu söluferli.Dugar það til eða þarf hann að skýra mál sín frekar?„Framkvæmdastjórn flokksins hittist í gærkvöldi og hitti m.a. bæði lögfræðing og endurskoðanda. Við fórum mjög vel yfir mál framkvæmdastjórans og komumst að því að það er ekkert sem þar hefur farið fram með óeðlilegum hætti eða ólöglegt. Og kaup hér á Íslandi með opnum og gegnsæjum hætti. Ólíkt því miður mörgum öðrum málum sem við höfum séð,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Framkvæmdastjórn flokksins hafi ekki séð ástæðu til að Hrólfur hætti störfum þótt hann hafi ákveðið að gera það og það sé virðingarvert af honum. Mál framkvæmdastjórans hafi verið uppi á borðum og hann birt greinargerð um þau fyrr í þessum mánuði þar sem öll gögn hafi komið fram. „Þannig að það er allt skýrt. Við fórum yfir þessi mál og bárum m.a. saman við siðareglur flokksins, sem voru nú þær fyrstu sem settar voru af stjórnmálaflokki í landinu, og þetta er í samræmi við þær. Þannig að það er ekkert athugavert við það,“ segir Sigurður Ingi. Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gæti ekki leitt flokkinn í næstu kosningum án þess að gera betur grein fyrir sínum málum. „Við erum nú með það þannig í Framsóknarflokknum, ákveðnar stofnanir og ferli; þar ræðum við það. Ég held að Jón ætti að þekkja það sem fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Þannig á það sér stað. Það á sér ekki stað í fjölmiðlum eða með yfirlýsingum einstakra flokksmanna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Forsætisráðherra segir virðingarvert af framkvæmdastjóra flokksins að segja upp störfum þótt framkvæmdastjórn flokksins hafi komist að þeirri niðurstöðu að engin þörf væri á því. Hann hafi skýrt aðkomu sína að aflandsfélögum og viðskiptum innanlands með fullnægjandi hætti. Hrólfur Ölvisson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins tilkynnti í dag að hann hygðist láta af störfum vegna óvæginnar umræðu um aflandsviðskipti hans. Þetta væri persónuleg ákvörðun og í henni fælist engin viðurkenning á að hann hefði brotið lög eða unnið með óheiðarlegum hætti. Þingflokkur Framsóknarflokksins fundaði í dag þar sem meðal annars var farið yfir mál Hrólfs Ölvissonar sem segir í yfirlýsingu í dag að hann telji sig hafa svarað fyrir tímabundna aðkomu sína að tveimur aflandsfélögum með fullnægjandi hætti. Þá hafi ekkert verið tortryggilegt við kaup félags í hans eigu á hlut sem Arion banki hafi selt á sínum tíma í opnu söluferli.Dugar það til eða þarf hann að skýra mál sín frekar?„Framkvæmdastjórn flokksins hittist í gærkvöldi og hitti m.a. bæði lögfræðing og endurskoðanda. Við fórum mjög vel yfir mál framkvæmdastjórans og komumst að því að það er ekkert sem þar hefur farið fram með óeðlilegum hætti eða ólöglegt. Og kaup hér á Íslandi með opnum og gegnsæjum hætti. Ólíkt því miður mörgum öðrum málum sem við höfum séð,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Framkvæmdastjórn flokksins hafi ekki séð ástæðu til að Hrólfur hætti störfum þótt hann hafi ákveðið að gera það og það sé virðingarvert af honum. Mál framkvæmdastjórans hafi verið uppi á borðum og hann birt greinargerð um þau fyrr í þessum mánuði þar sem öll gögn hafi komið fram. „Þannig að það er allt skýrt. Við fórum yfir þessi mál og bárum m.a. saman við siðareglur flokksins, sem voru nú þær fyrstu sem settar voru af stjórnmálaflokki í landinu, og þetta er í samræmi við þær. Þannig að það er ekkert athugavert við það,“ segir Sigurður Ingi. Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gæti ekki leitt flokkinn í næstu kosningum án þess að gera betur grein fyrir sínum málum. „Við erum nú með það þannig í Framsóknarflokknum, ákveðnar stofnanir og ferli; þar ræðum við það. Ég held að Jón ætti að þekkja það sem fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Þannig á það sér stað. Það á sér ekki stað í fjölmiðlum eða með yfirlýsingum einstakra flokksmanna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira