Virðingarvert en óþarft af framkvæmdastjóra að hætta störfum Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2016 18:54 Forsætisráðherra segir virðingarvert af framkvæmdastjóra flokksins að segja upp störfum þótt framkvæmdastjórn flokksins hafi komist að þeirri niðurstöðu að engin þörf væri á því. Hann hafi skýrt aðkomu sína að aflandsfélögum og viðskiptum innanlands með fullnægjandi hætti. Hrólfur Ölvisson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins tilkynnti í dag að hann hygðist láta af störfum vegna óvæginnar umræðu um aflandsviðskipti hans. Þetta væri persónuleg ákvörðun og í henni fælist engin viðurkenning á að hann hefði brotið lög eða unnið með óheiðarlegum hætti. Þingflokkur Framsóknarflokksins fundaði í dag þar sem meðal annars var farið yfir mál Hrólfs Ölvissonar sem segir í yfirlýsingu í dag að hann telji sig hafa svarað fyrir tímabundna aðkomu sína að tveimur aflandsfélögum með fullnægjandi hætti. Þá hafi ekkert verið tortryggilegt við kaup félags í hans eigu á hlut sem Arion banki hafi selt á sínum tíma í opnu söluferli.Dugar það til eða þarf hann að skýra mál sín frekar?„Framkvæmdastjórn flokksins hittist í gærkvöldi og hitti m.a. bæði lögfræðing og endurskoðanda. Við fórum mjög vel yfir mál framkvæmdastjórans og komumst að því að það er ekkert sem þar hefur farið fram með óeðlilegum hætti eða ólöglegt. Og kaup hér á Íslandi með opnum og gegnsæjum hætti. Ólíkt því miður mörgum öðrum málum sem við höfum séð,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Framkvæmdastjórn flokksins hafi ekki séð ástæðu til að Hrólfur hætti störfum þótt hann hafi ákveðið að gera það og það sé virðingarvert af honum. Mál framkvæmdastjórans hafi verið uppi á borðum og hann birt greinargerð um þau fyrr í þessum mánuði þar sem öll gögn hafi komið fram. „Þannig að það er allt skýrt. Við fórum yfir þessi mál og bárum m.a. saman við siðareglur flokksins, sem voru nú þær fyrstu sem settar voru af stjórnmálaflokki í landinu, og þetta er í samræmi við þær. Þannig að það er ekkert athugavert við það,“ segir Sigurður Ingi. Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gæti ekki leitt flokkinn í næstu kosningum án þess að gera betur grein fyrir sínum málum. „Við erum nú með það þannig í Framsóknarflokknum, ákveðnar stofnanir og ferli; þar ræðum við það. Ég held að Jón ætti að þekkja það sem fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Þannig á það sér stað. Það á sér ekki stað í fjölmiðlum eða með yfirlýsingum einstakra flokksmanna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Forsætisráðherra segir virðingarvert af framkvæmdastjóra flokksins að segja upp störfum þótt framkvæmdastjórn flokksins hafi komist að þeirri niðurstöðu að engin þörf væri á því. Hann hafi skýrt aðkomu sína að aflandsfélögum og viðskiptum innanlands með fullnægjandi hætti. Hrólfur Ölvisson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins tilkynnti í dag að hann hygðist láta af störfum vegna óvæginnar umræðu um aflandsviðskipti hans. Þetta væri persónuleg ákvörðun og í henni fælist engin viðurkenning á að hann hefði brotið lög eða unnið með óheiðarlegum hætti. Þingflokkur Framsóknarflokksins fundaði í dag þar sem meðal annars var farið yfir mál Hrólfs Ölvissonar sem segir í yfirlýsingu í dag að hann telji sig hafa svarað fyrir tímabundna aðkomu sína að tveimur aflandsfélögum með fullnægjandi hætti. Þá hafi ekkert verið tortryggilegt við kaup félags í hans eigu á hlut sem Arion banki hafi selt á sínum tíma í opnu söluferli.Dugar það til eða þarf hann að skýra mál sín frekar?„Framkvæmdastjórn flokksins hittist í gærkvöldi og hitti m.a. bæði lögfræðing og endurskoðanda. Við fórum mjög vel yfir mál framkvæmdastjórans og komumst að því að það er ekkert sem þar hefur farið fram með óeðlilegum hætti eða ólöglegt. Og kaup hér á Íslandi með opnum og gegnsæjum hætti. Ólíkt því miður mörgum öðrum málum sem við höfum séð,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Framkvæmdastjórn flokksins hafi ekki séð ástæðu til að Hrólfur hætti störfum þótt hann hafi ákveðið að gera það og það sé virðingarvert af honum. Mál framkvæmdastjórans hafi verið uppi á borðum og hann birt greinargerð um þau fyrr í þessum mánuði þar sem öll gögn hafi komið fram. „Þannig að það er allt skýrt. Við fórum yfir þessi mál og bárum m.a. saman við siðareglur flokksins, sem voru nú þær fyrstu sem settar voru af stjórnmálaflokki í landinu, og þetta er í samræmi við þær. Þannig að það er ekkert athugavert við það,“ segir Sigurður Ingi. Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gæti ekki leitt flokkinn í næstu kosningum án þess að gera betur grein fyrir sínum málum. „Við erum nú með það þannig í Framsóknarflokknum, ákveðnar stofnanir og ferli; þar ræðum við það. Ég held að Jón ætti að þekkja það sem fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Þannig á það sér stað. Það á sér ekki stað í fjölmiðlum eða með yfirlýsingum einstakra flokksmanna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira