Hitaveiturnar spara hverjum Íslendingi 200 þúsund kr. á ári Kristján Már Unnarsson skrifar 27. apríl 2016 19:00 Hitaveiturnar spara hverjum Íslendingi 200 þúsund krónur á ári og hafa skilað þjóðinni tólfhundruð milljarða króna ávinningi á síðustu áratugum, samkvæmt tölum sem kynntar voru á jarðhitaráðstefnu í Hörpu í dag. Þekking er verðmæti og á sviði jarðvarma hefur Íslendingum auðnast að gera hana að útflutningsvöru sem áætlað hefur verið að skili um tíu milljarða króna gjaldeyristekjum á ári. Ráðstefnan „Iceland Geothermal Conference 2016“ er einn anginn. Um áttahundruð manns frá um fimmtíu þjóðlöndum eru komin saman í Hörpu til að læra um nýtingu jarðhita á ráðstefnu sem Íslenski jarðvarmaklasinn stendur fyrir. Milli þess sem gestir hlýða á fyrirlestra býðst þeim að kynnast starfsemi fyrirtækja og stofnana og þjónustu þeirra. „Hér eru komin hátt í fimmtíu þjóðerni af sérfræðingum, allsstaðar að úr heiminm, til þess að læra af Íslendingum og upplifa hvernig Íslendingar hafa nýtt jarðhitann, okkur öllum til framdráttar,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir ráðstefnustjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Rósbjörg Jónsdóttir ráðstefnustjóri.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Alls verða fluttir 64 fyrirlestrar. Einna mesta athygli vakti í dag lýsing forstjóra Landsvirkjunar á þjóðhagslegum ávinningi Íslendinga undanfarna áratugi af nýtingu jarðhita til húsahitunar í stað kola og olíu en tölurnar reiknaði Orkustofnun. Uppsafnaður telst ávinningurinn vera um tíu milljarðar dollara. „Og á árinu 2014, sem eru nýjustu tölur frá Orkustofnun, þá er þjóðhagslegur sparnaður á hverju ári á hvern íbúa 1.600 dollarar,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Og þá eru ekki talin með lífsgæði sem felast í sundlaugum, gróðurhúsum og að geta leyft sér að kynda stór hús. „Áhrif á almenning eru mun meiri en flestir gera sér grein fyrir. Þar til viðbótar höfum við svo fengið jákvæðu umhverfisáhrifin sem eru að hjálpa okkur í því að við erum meðal fremstu þjóða í baráttu gegn loftlagsáhrifum, með því að vera með 85 prósent af okkar frumorkunotkun með endurnýjanlegum orkugjöfum,“ segir Hörður. Tengdar fréttir Bora dýpstu holu Íslands - hittu síðast í glóandi kviku Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. 26. apríl 2016 18:45 Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Engin tilkynning um hópuppsögn í október Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Hitaveiturnar spara hverjum Íslendingi 200 þúsund krónur á ári og hafa skilað þjóðinni tólfhundruð milljarða króna ávinningi á síðustu áratugum, samkvæmt tölum sem kynntar voru á jarðhitaráðstefnu í Hörpu í dag. Þekking er verðmæti og á sviði jarðvarma hefur Íslendingum auðnast að gera hana að útflutningsvöru sem áætlað hefur verið að skili um tíu milljarða króna gjaldeyristekjum á ári. Ráðstefnan „Iceland Geothermal Conference 2016“ er einn anginn. Um áttahundruð manns frá um fimmtíu þjóðlöndum eru komin saman í Hörpu til að læra um nýtingu jarðhita á ráðstefnu sem Íslenski jarðvarmaklasinn stendur fyrir. Milli þess sem gestir hlýða á fyrirlestra býðst þeim að kynnast starfsemi fyrirtækja og stofnana og þjónustu þeirra. „Hér eru komin hátt í fimmtíu þjóðerni af sérfræðingum, allsstaðar að úr heiminm, til þess að læra af Íslendingum og upplifa hvernig Íslendingar hafa nýtt jarðhitann, okkur öllum til framdráttar,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir ráðstefnustjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Rósbjörg Jónsdóttir ráðstefnustjóri.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Alls verða fluttir 64 fyrirlestrar. Einna mesta athygli vakti í dag lýsing forstjóra Landsvirkjunar á þjóðhagslegum ávinningi Íslendinga undanfarna áratugi af nýtingu jarðhita til húsahitunar í stað kola og olíu en tölurnar reiknaði Orkustofnun. Uppsafnaður telst ávinningurinn vera um tíu milljarðar dollara. „Og á árinu 2014, sem eru nýjustu tölur frá Orkustofnun, þá er þjóðhagslegur sparnaður á hverju ári á hvern íbúa 1.600 dollarar,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Og þá eru ekki talin með lífsgæði sem felast í sundlaugum, gróðurhúsum og að geta leyft sér að kynda stór hús. „Áhrif á almenning eru mun meiri en flestir gera sér grein fyrir. Þar til viðbótar höfum við svo fengið jákvæðu umhverfisáhrifin sem eru að hjálpa okkur í því að við erum meðal fremstu þjóða í baráttu gegn loftlagsáhrifum, með því að vera með 85 prósent af okkar frumorkunotkun með endurnýjanlegum orkugjöfum,“ segir Hörður.
Tengdar fréttir Bora dýpstu holu Íslands - hittu síðast í glóandi kviku Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. 26. apríl 2016 18:45 Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Engin tilkynning um hópuppsögn í október Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Bora dýpstu holu Íslands - hittu síðast í glóandi kviku Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. 26. apríl 2016 18:45