Dalglish um Hillsborough: Stuðningsmennirnir fengu algjöra uppreisn æru Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2016 08:45 Kenny Dalglish minnist hinna 96 á Anfield. vísir/getty Kenny Dalglish, einn besti leikmaður í sögu Liverpool og fyrrverandi knattspyrnustjóri félagsins, segir að dómurinn vegna Hillsborough-slyssins í gær hafi veitt stuðningsmönnum Liverpool algjöra uppreisn æru. Alls slösuðust 766 manns og 96 fórust í Hillsborough-slysinu 15. apríl 1989 en þeir sem létu lífið krömdust eftir að South Yorkshire-lögreglan sýndi af sér mikla vanrækslu í starfi og opnaði hlið sem hún hefði aldrei átt að gera. Sjá einnig: Loksins réttlæti fyrir hina 96 Lögreglan hylmdi yfir eigin vanrækslu í rúma tvo áratugi þar til rannsókn á málinu sem hófst fyrir fimm árum leiddi í ljós að hún ætti stærsta sök í máli og það var staðfest í úrskurði kviðdóms í gær. Kviðdómur mat málið svo að stuðningsmennirnir hefðu dáið ólögmætum dauðsföllum vegna mikillar vanræslu South Yorkshire-lögreglunnar og þá fékk sjúkrabílaþjónusta sama svæðis einnig falleinkunn. Í 27 ár hefur stuðningsmönnum Liverpool verið kennt um slysið og þeir barist fyrir að sannleikurinn komi upp á yfirborðið sem gerðist loksins í gær. Réttlæti fyrir hina 96. „Stuðningsmennirnir fengu algjöra uppreisn æru og nú geta fjölskyldurnar fagnað sigri yfir öllu sem þær lögðu fram. Sannleikurinn sem fólkið hefur vitað í 27 ár er loksins komin í ljós,“ sagði Dalglish í útvarpsviðtali við BBC í gær. „Fjölskyldurnar börðust fyrir fólki sem fór á fótboltaleik og lét lífið. Það er ekki hægt að ímynda sér hvað þesar fjölskyldur eru búnar að ganga í gegnum undanfarin 27 ár. Á tímabili litu hlutirnir ekki vel út en þetta fólk gafst ekki upp í baráttunni fyrir þeim sem þau elska.“ „Þetta fólk hefur verið auðmjúkt og aðeins hugsað um að fá sannleikann í ljós. Það hefur tekið 27 ár þannig manni er létt fyrir þeirra hönd,“ sagði Kenny Dalglish. Enski boltinn Bretland Hillsborough-slysið England Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Kenny Dalglish, einn besti leikmaður í sögu Liverpool og fyrrverandi knattspyrnustjóri félagsins, segir að dómurinn vegna Hillsborough-slyssins í gær hafi veitt stuðningsmönnum Liverpool algjöra uppreisn æru. Alls slösuðust 766 manns og 96 fórust í Hillsborough-slysinu 15. apríl 1989 en þeir sem létu lífið krömdust eftir að South Yorkshire-lögreglan sýndi af sér mikla vanrækslu í starfi og opnaði hlið sem hún hefði aldrei átt að gera. Sjá einnig: Loksins réttlæti fyrir hina 96 Lögreglan hylmdi yfir eigin vanrækslu í rúma tvo áratugi þar til rannsókn á málinu sem hófst fyrir fimm árum leiddi í ljós að hún ætti stærsta sök í máli og það var staðfest í úrskurði kviðdóms í gær. Kviðdómur mat málið svo að stuðningsmennirnir hefðu dáið ólögmætum dauðsföllum vegna mikillar vanræslu South Yorkshire-lögreglunnar og þá fékk sjúkrabílaþjónusta sama svæðis einnig falleinkunn. Í 27 ár hefur stuðningsmönnum Liverpool verið kennt um slysið og þeir barist fyrir að sannleikurinn komi upp á yfirborðið sem gerðist loksins í gær. Réttlæti fyrir hina 96. „Stuðningsmennirnir fengu algjöra uppreisn æru og nú geta fjölskyldurnar fagnað sigri yfir öllu sem þær lögðu fram. Sannleikurinn sem fólkið hefur vitað í 27 ár er loksins komin í ljós,“ sagði Dalglish í útvarpsviðtali við BBC í gær. „Fjölskyldurnar börðust fyrir fólki sem fór á fótboltaleik og lét lífið. Það er ekki hægt að ímynda sér hvað þesar fjölskyldur eru búnar að ganga í gegnum undanfarin 27 ár. Á tímabili litu hlutirnir ekki vel út en þetta fólk gafst ekki upp í baráttunni fyrir þeim sem þau elska.“ „Þetta fólk hefur verið auðmjúkt og aðeins hugsað um að fá sannleikann í ljós. Það hefur tekið 27 ár þannig manni er létt fyrir þeirra hönd,“ sagði Kenny Dalglish.
Enski boltinn Bretland Hillsborough-slysið England Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira