Calderón var þrjú ár að fá Ronaldo til Real Madrid ingvar haraldsson skrifar 27. apríl 2016 09:30 Calderón fagnar deildarmeistaratitli eftir sitt fyrsta tímabil sem forseti Real Madrid. Vísir/Getty Það er ekki ofsögum sagt að Real Madrid sé stærsta knattspyrnulið heims. Ellefu ár í röð hefur það verið tekjuhæsta knattspyrnulið í heimi og hefur unnið spænsku deildina og Meistaradeild Evrópu oftast allra. Þegar Ramón Calderón tók við sem forseti Real Madrid árið 2006 hafði liðið ekki unnið titil í þrjú ár þrátt fyrir að fráfarandi forseti, Florentino Pérez, hefði fjárfest í mörgum af stærstu stjörnum knattspyrnuheimsins, leikmönnum á borð við hinn brasilíska Ronaldo, Zinedine Zidane og David Beckham.Hugarfarið ekki réttCalderón segist hafa viljað breyta hugarfarinu hjá félaginu þegar hann tók við sem forseti. Hann hafði hafið bein afskipti af Real Madrid um aldamótin og starfaði sem stjórnarmaður til ársins 2006. „Þau sex ár sem ég var stjórnarmaður var módelið mjög gott að mörgu leyti. Því við vildum fá bestu leikmennina, á hinu svokölluðu Galácticos-tímabili. En við gleymdum að með hæfileikum og leikni þyrfti vinnusemi, fórnfýsi og aga, sem er nauðsynlegt til að ná árangri í lífinu og í íþróttum,“ segir Calderón.Ramón Calderón segir hugarfar leikmanna hjá Real Madrid hafi ekki verið rétt þegar hann tók við sem forseti félagsins.Nordic Photos / AFP„Þegar forsetinn hætti sagði hann að hann hefði að sumu leyti ofdekrað leikmennina. Með hjálp þjálfarans, Capello, og Mijatovic, yfirmanns knattspyrnumála, tókst okkur að halda bestu leikmönnunum en einnig að innleiða það hugarfar að búningurinn og merkið væri ekki nóg til að vinna leiki. Við skiptum um 14 leikmenn á einu ári og unnum deildina tvö ár í röð. Við unnum Barcelona með sömu leikmenn og þeir hafa nú, Messi, Iniesta, Xavi, leikmennina sem allir þekkja.“ „Ég ákvað að setja borða í alla búningsklefa hjá liðinu, þar á meðal á Bernabeu-vellinum, þar sem stóð: Við getum tapað þótt við leggjum hart að okkur en ef við leggjum ekki hart að okkur þá höfum við tapað. Það var heimspekin sem við ákváðum að vinna eftir.“Stuðningsmennirnir aldrei saddirÞrátt fyrir að vera sigursælasta lið heims eru stuðningsmenn Real Madrid sjaldan fyllilega sáttir. „Það finnst öllum að þú verðir að vinna alla titla sem í boði eru á hverju ári og spila vel og skora fleiri mörk en allir aðrir. Það er ekki hægt. Ég reyndi að útskýra að það liðu 32 ár frá því að við unnum sjötta meistaradeildartitilinn árið 1966 þar til við unnum þann sjöunda árið 1998,“ segir Calderón.Sjá einnig: Telur meðferðina á Blatter að sumu leiti ósanngjarnaÞví tók Calderón þá ákvörðun að segja upp þjálfaranum, Fabio Capello, sumarið 2007, eftir ár í starfi þrátt fyrir að hann hefði tryggt liðinu fyrsta titilinn í fjögur ár. Liðið þótti ekki leika nægilega áferðarfallega knattspyrnu. „Ég vissi sem stjórnarmaður að pressan væri mikil. En þegar þú ert forseti ertu í æðsta embættinu og berð mesta ábyrgð. Þú veist að milljónir eru að fylgjast með, hvort leikmennirnir sem þú kaupir séu þeir réttu, hvort þjálfarinn sé sá rétti. Mikilvægi félagsins er gífurlegt,“ segir Calderón.Ronaldo hefur tvívegis verið valinn besti leikmaður heims í búningi Real Madrid.Vísir/epaTók þrjú ár að fá RonaldoViðskiptamódel Real Madrid hefur byggst á því að vera tilbúið að greiða háar upphæðir fyrir bestu leikmenn heims, sem tryggja eiga liðinu styrktaraðila og áframhaldandi árangur. „Þetta er það sem við köllum jákvæða hringrás. Með því að laða að sér bestu leikmennina færð þú meira fé í styrktarsamninga því fyrirtæki hafa meiri áhuga á félaginu, verðmætari sjónvarpssamninga því sjónvarpsstöðvarnar hafa meiri áhuga á að sýna leikina þína og með bestu leikmönnunum vinnur liðið fleiri titla sem gefa af sér meira fé. Þú þarft að nýta peningana sem þú færð á ábyrgan hátt, til að kaupa bestu leikmennina þegar þeir eldri fara að hætta eða fara til annarra liða. Það er hugmyndin og kerfið sem hefur verið við lýði og skilað okkur miklum árangri.“ Calderón segir vel hafa gengið að kaupa margar af þeim stjörnum sem hann hafi viljað fá en ekki allar. „Við reyndum að kaupa Fabregas, en hann ákvað að fara til Barcelona, hann var fæddur þar og vildi fara þangað.“ Stærstu og bestu kaupin hafi hins vegar verið Cristiano Ronaldo, sem kom til Real Madrid sumarið 2009 og var á þeim tíma dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. 360 mörk í 344 leikjum fyrir Real Madrid og tvívegis valinn besti leikmaður heims. Það var erfitt en leikmaðurinn vildi koma. „Það tók tvö ár að semja við hann og Manchester United. Alex Ferguson vildi auðvitað ekki að hann færi.“ Calderón segir hann hafa náð samningum við Ronaldo tímabilið 2007/2008. „Ég samdi við hann en hann bað mig um að fá að vera ár í viðbót því að hann var mjög þakklátur aðdáendunum, Ferguson og borginni,“ segir Calderon. Gengið hafi verið frá samningunum í desember 2008 og Ronaldo var svo kynntur til leiks í Madríd sumarið 2009. Að sögn Calderóns urðu talsverðar breytingar hjá Real Madrid fjárhagslega í forsetatíð hans, tekjur af sjónvarpssamningum hafi þrefaldast. Þá hafi verið lögð áhersla á að hafa reksturinn réttum megin við núllið. „Það er mjög mikilvægt að hafa sjálfbært módel. Það dugar ekki að kaupa alla bestu leikmennina ef það setur þig á hausinn.“Calderón er mikill aðdáandi Íslands. Hann stendur að ráðstefnu sem fjallar um fótbolta og viðskipti í Hörpu í maí.asdasHætti á miðju kjörtímabiliÍ janúar 2009 sagði Calderón starfi sínu sem forseti Real Madrid lausu, þegar eitt og hálft ár var eftir af kjörtímabili hans. „Það var of mikið álag á mörgum vígstöðvum, fjölskyldan vildi að ég væri meira til taks. Ég var að vanrækja eigin lögfræðiskrifstofu. Ég ferðaðist stanslaust í tvö, tvö og hálft ár, ég var ekki að sinna viðskiptavinum mínum, þannig að ég ákvað að hætta, þetta var of mikið. Núverandi forseti hafði líka hug á að snúa aftur svo ég ákvað að leyfa honum að taka við. Starf forseta og stjórnarmanna Real Madrid er ólaunað. „Þú færð ekki borgað í þessari stöðu og ég átti ekkert einkalíf, þar sem ég var stanslaust að ferðast með félagi með 600 milljóna evra veltu og 700 starfsmenn í vinnu á leikdegi, 600-700 starfsmenn í fullu starfi.“ Calderón steig til hliðar eftir að hafa verið sakaður um að hafa komið tíu manns, sem ekki höfðu til þess leyfi, inn á kosningafund hjá Real Madrid. Calderón hefur alltaf neitað aðkomu að málinu. Hann segir málið hafa farið fyrir rétt, þar sem dómari hafi hreinsað hann af öllum sökum. „Líkt og í stjórnmálum er mikið tekist á og margir sem hafa áhuga á að vera í þinni stöðu, og ég vildi ekki taka þátt í þeim slag lengur.“Vill kynna Ísland fyrir heiminumCalderón er heillaður af landi og þjóð. Hann vill kynna Ísland fyrir heiminum „Þið breyttuð hugmyndum fólks um hvernig taka átti á kreppunni,“ segir Calderón. Hann er einn þeirra sem standa að ráðstefnu í Hörpu þann 11. maí, sem fjallar um knattspyrnu og viðskipti. Tengdar fréttir Calderón: Meðferðin á Blatter að sumu leyti ósanngjörn Ramón Calderón, fyrrverandi forseti Real Madrid, segir Sepp Blatter hafa viljað gera fótboltanum gott. 27. apríl 2016 09:15 Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Engin tilkynning um hópuppsögn í október Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Það er ekki ofsögum sagt að Real Madrid sé stærsta knattspyrnulið heims. Ellefu ár í röð hefur það verið tekjuhæsta knattspyrnulið í heimi og hefur unnið spænsku deildina og Meistaradeild Evrópu oftast allra. Þegar Ramón Calderón tók við sem forseti Real Madrid árið 2006 hafði liðið ekki unnið titil í þrjú ár þrátt fyrir að fráfarandi forseti, Florentino Pérez, hefði fjárfest í mörgum af stærstu stjörnum knattspyrnuheimsins, leikmönnum á borð við hinn brasilíska Ronaldo, Zinedine Zidane og David Beckham.Hugarfarið ekki réttCalderón segist hafa viljað breyta hugarfarinu hjá félaginu þegar hann tók við sem forseti. Hann hafði hafið bein afskipti af Real Madrid um aldamótin og starfaði sem stjórnarmaður til ársins 2006. „Þau sex ár sem ég var stjórnarmaður var módelið mjög gott að mörgu leyti. Því við vildum fá bestu leikmennina, á hinu svokölluðu Galácticos-tímabili. En við gleymdum að með hæfileikum og leikni þyrfti vinnusemi, fórnfýsi og aga, sem er nauðsynlegt til að ná árangri í lífinu og í íþróttum,“ segir Calderón.Ramón Calderón segir hugarfar leikmanna hjá Real Madrid hafi ekki verið rétt þegar hann tók við sem forseti félagsins.Nordic Photos / AFP„Þegar forsetinn hætti sagði hann að hann hefði að sumu leyti ofdekrað leikmennina. Með hjálp þjálfarans, Capello, og Mijatovic, yfirmanns knattspyrnumála, tókst okkur að halda bestu leikmönnunum en einnig að innleiða það hugarfar að búningurinn og merkið væri ekki nóg til að vinna leiki. Við skiptum um 14 leikmenn á einu ári og unnum deildina tvö ár í röð. Við unnum Barcelona með sömu leikmenn og þeir hafa nú, Messi, Iniesta, Xavi, leikmennina sem allir þekkja.“ „Ég ákvað að setja borða í alla búningsklefa hjá liðinu, þar á meðal á Bernabeu-vellinum, þar sem stóð: Við getum tapað þótt við leggjum hart að okkur en ef við leggjum ekki hart að okkur þá höfum við tapað. Það var heimspekin sem við ákváðum að vinna eftir.“Stuðningsmennirnir aldrei saddirÞrátt fyrir að vera sigursælasta lið heims eru stuðningsmenn Real Madrid sjaldan fyllilega sáttir. „Það finnst öllum að þú verðir að vinna alla titla sem í boði eru á hverju ári og spila vel og skora fleiri mörk en allir aðrir. Það er ekki hægt. Ég reyndi að útskýra að það liðu 32 ár frá því að við unnum sjötta meistaradeildartitilinn árið 1966 þar til við unnum þann sjöunda árið 1998,“ segir Calderón.Sjá einnig: Telur meðferðina á Blatter að sumu leiti ósanngjarnaÞví tók Calderón þá ákvörðun að segja upp þjálfaranum, Fabio Capello, sumarið 2007, eftir ár í starfi þrátt fyrir að hann hefði tryggt liðinu fyrsta titilinn í fjögur ár. Liðið þótti ekki leika nægilega áferðarfallega knattspyrnu. „Ég vissi sem stjórnarmaður að pressan væri mikil. En þegar þú ert forseti ertu í æðsta embættinu og berð mesta ábyrgð. Þú veist að milljónir eru að fylgjast með, hvort leikmennirnir sem þú kaupir séu þeir réttu, hvort þjálfarinn sé sá rétti. Mikilvægi félagsins er gífurlegt,“ segir Calderón.Ronaldo hefur tvívegis verið valinn besti leikmaður heims í búningi Real Madrid.Vísir/epaTók þrjú ár að fá RonaldoViðskiptamódel Real Madrid hefur byggst á því að vera tilbúið að greiða háar upphæðir fyrir bestu leikmenn heims, sem tryggja eiga liðinu styrktaraðila og áframhaldandi árangur. „Þetta er það sem við köllum jákvæða hringrás. Með því að laða að sér bestu leikmennina færð þú meira fé í styrktarsamninga því fyrirtæki hafa meiri áhuga á félaginu, verðmætari sjónvarpssamninga því sjónvarpsstöðvarnar hafa meiri áhuga á að sýna leikina þína og með bestu leikmönnunum vinnur liðið fleiri titla sem gefa af sér meira fé. Þú þarft að nýta peningana sem þú færð á ábyrgan hátt, til að kaupa bestu leikmennina þegar þeir eldri fara að hætta eða fara til annarra liða. Það er hugmyndin og kerfið sem hefur verið við lýði og skilað okkur miklum árangri.“ Calderón segir vel hafa gengið að kaupa margar af þeim stjörnum sem hann hafi viljað fá en ekki allar. „Við reyndum að kaupa Fabregas, en hann ákvað að fara til Barcelona, hann var fæddur þar og vildi fara þangað.“ Stærstu og bestu kaupin hafi hins vegar verið Cristiano Ronaldo, sem kom til Real Madrid sumarið 2009 og var á þeim tíma dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. 360 mörk í 344 leikjum fyrir Real Madrid og tvívegis valinn besti leikmaður heims. Það var erfitt en leikmaðurinn vildi koma. „Það tók tvö ár að semja við hann og Manchester United. Alex Ferguson vildi auðvitað ekki að hann færi.“ Calderón segir hann hafa náð samningum við Ronaldo tímabilið 2007/2008. „Ég samdi við hann en hann bað mig um að fá að vera ár í viðbót því að hann var mjög þakklátur aðdáendunum, Ferguson og borginni,“ segir Calderon. Gengið hafi verið frá samningunum í desember 2008 og Ronaldo var svo kynntur til leiks í Madríd sumarið 2009. Að sögn Calderóns urðu talsverðar breytingar hjá Real Madrid fjárhagslega í forsetatíð hans, tekjur af sjónvarpssamningum hafi þrefaldast. Þá hafi verið lögð áhersla á að hafa reksturinn réttum megin við núllið. „Það er mjög mikilvægt að hafa sjálfbært módel. Það dugar ekki að kaupa alla bestu leikmennina ef það setur þig á hausinn.“Calderón er mikill aðdáandi Íslands. Hann stendur að ráðstefnu sem fjallar um fótbolta og viðskipti í Hörpu í maí.asdasHætti á miðju kjörtímabiliÍ janúar 2009 sagði Calderón starfi sínu sem forseti Real Madrid lausu, þegar eitt og hálft ár var eftir af kjörtímabili hans. „Það var of mikið álag á mörgum vígstöðvum, fjölskyldan vildi að ég væri meira til taks. Ég var að vanrækja eigin lögfræðiskrifstofu. Ég ferðaðist stanslaust í tvö, tvö og hálft ár, ég var ekki að sinna viðskiptavinum mínum, þannig að ég ákvað að hætta, þetta var of mikið. Núverandi forseti hafði líka hug á að snúa aftur svo ég ákvað að leyfa honum að taka við. Starf forseta og stjórnarmanna Real Madrid er ólaunað. „Þú færð ekki borgað í þessari stöðu og ég átti ekkert einkalíf, þar sem ég var stanslaust að ferðast með félagi með 600 milljóna evra veltu og 700 starfsmenn í vinnu á leikdegi, 600-700 starfsmenn í fullu starfi.“ Calderón steig til hliðar eftir að hafa verið sakaður um að hafa komið tíu manns, sem ekki höfðu til þess leyfi, inn á kosningafund hjá Real Madrid. Calderón hefur alltaf neitað aðkomu að málinu. Hann segir málið hafa farið fyrir rétt, þar sem dómari hafi hreinsað hann af öllum sökum. „Líkt og í stjórnmálum er mikið tekist á og margir sem hafa áhuga á að vera í þinni stöðu, og ég vildi ekki taka þátt í þeim slag lengur.“Vill kynna Ísland fyrir heiminumCalderón er heillaður af landi og þjóð. Hann vill kynna Ísland fyrir heiminum „Þið breyttuð hugmyndum fólks um hvernig taka átti á kreppunni,“ segir Calderón. Hann er einn þeirra sem standa að ráðstefnu í Hörpu þann 11. maí, sem fjallar um knattspyrnu og viðskipti.
Tengdar fréttir Calderón: Meðferðin á Blatter að sumu leyti ósanngjörn Ramón Calderón, fyrrverandi forseti Real Madrid, segir Sepp Blatter hafa viljað gera fótboltanum gott. 27. apríl 2016 09:15 Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Engin tilkynning um hópuppsögn í október Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Calderón: Meðferðin á Blatter að sumu leyti ósanngjörn Ramón Calderón, fyrrverandi forseti Real Madrid, segir Sepp Blatter hafa viljað gera fótboltanum gott. 27. apríl 2016 09:15