Viðskipti innlent

Calderón: Meðferðin á Blatter að sumu leyti ósanngjörn

Ingvar haraldsson skrifar
Ramón Calderón afhendir Sepp Blatter viðurkenningarskjal í nóvember 2006. Calderón segir Blatter hafa viljað gera fótboltanum gott en ekki reyna að hagnast fjárhagslega.
Ramón Calderón afhendir Sepp Blatter viðurkenningarskjal í nóvember 2006. Calderón segir Blatter hafa viljað gera fótboltanum gott en ekki reyna að hagnast fjárhagslega. vísir/afp
„Þetta er hefur verið mjög dapurlegt. Ég vann þarna í þrjú ár í mismunandi nefndum og þekki marga þarna,“ segir Ramón Calderón, fyrrverandi foresti Real Madrid, um FIFA-hneykslið svokallaða.

Margir af æðstu stjórnendum FIFA sæta rannsókn hjá FBI, meðal annars vegna gruns um að hafa selt atkvæði sín þegar val á stórmótum fór fram. Sepp Blatter, sagði af sér sem forseti FIFA í febrúar síðastliðnum eftir 18 ár í starfi.

Calderón segir að meðferðin á Blatter hafi að sumu leyti verið ósanngjörn. „Ég tel að í tilfelli forsetans séu hlutirnir ekki alveg skýrir. Ég held að hann hafi ekki hagnast eins og hann var sakaður um að hafa gert. Kannski gat hann ekki stýrt gjörðum annarra,“ segir Calderón. „Þeir misnotuðu stöðu sína til að draga sér fé ólöglega. Forsetinn gerði það ekki.“

„Ég þekki hann vel, hann hefur unnið allt sitt líf fyrir fótboltann, markmið hans var að styðja við fótboltann, en ekki að hagnast. Það var eitthvað sem aðrir gerðu, sem stundum er ekki hægt að stýra,“ segir Calderón um Blatter.

Calderón hefur trú á að nýkjörinn forseti FIFA, Gianni Infantino, geti stuðlað að siðbót innan FIFA. Hann þekki Infantino af góðu einu frá tíð hans sem framkvæmdastjóri UEFA. „Það sem hefur gerst hefur haft slæmar afleiðingar fyrir ímynd knattspyrnunnar, það er ekki spurning. Við verðum að berjast til að breyta þessu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×