Mótmæltu brottvísunum hælisleitenda í innanríkisráðuneytinu í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. apríl 2016 17:33 Frá mótmælunum í ráðuneytinu í dag. vísir/anton brink Grasrótarsamtökin No Borders efndu til setumótmæla í innanríkisráðuneytinu í dag vegna þar sem að á morgun stendur til að vísa sýrlensku hælisleitendunum Wajden Rmmo og Ahmed Ibrahim til Búlgaríu. Í tilkynningu frá No Borders segir að í Búlgaríu bíði þeirra Wajden og Ahmed ekkert annað en líf á götunni. Þeir hafi hins vegar náð að koma undir sig fótunum hér en bíða þess að fá svar við umsókn um dvalarleyfi. Áður en umsóknin verður tekin fyrir á að vísa þeim úr landi: „Þeim er vísað úr landi þrátt fyrir að íslenska ríkið megi vita að þeim er ekki gerlegt að leita aftur til heimalandsins, og neyðast því til þess að fara aftur til Búlgaríu, þeirra fyrsta viðkomustaðar innan Evrópu. Þar hafa þeir engan samastað, enga vinnu, enga aðstoð og ekkert félagslegt net. Eftir að hafa flúið hörmungar stríðsins í Sýrlandi og þolað ömurlega meðferð í Búlgaríu hafði þeim loks tekist að hefja eðlilegt líf, aðeins til þess að íslensk stjórnvöld kippi undan þeim fótunum á nýjan leik. Við mótmælum þessari framkomu stjórnvalda og krefjumst þess að hætt verði við brottvísanirnar,“ segir í tilkynningu No Borders. Þá mótmæla samtökin einnig harðlega því sem þau segja ömurlega meðferð íslenskra stjórnvalda á Eze Henry Okafor en hann hefur dvalið hér á landi í fjögur ár: „Hann flúði hryðjuverkasamtökin Boko Haram í kjölfar þess að þau myrtu bróður hans og stungu hann sjálfan í höfuðið. Í þrjú og hálft ár barðist hann fyrir því að fá mál sitt tekið fyrir á Íslandi en fékk ávallt neitun á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Síðastliðið haust var frestur til að senda hann til baka á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar liðinn og sótti Eze þá um dvalarleyfi á þeim grundvelli að hafa verið hér yfir tvö ár vegna málsmeðferðar íslenskra stjórnvalda, eins og heimild er til í útlendingalögum. Hann fékk vinnu og atvinnuleyfi, leigði sér íbúð og beið svars um dvalarleyfisumsóknina,“ segir No Borders. Í febrúar síðastliðnum fékk Eze hins vegar þau svör frá Útlendingastofnun að hann þyrfti að yfirgefa landið á meðan umsóknin væri tekin fyrir. No Borders segja það „fullkomlega óskiljanlegt“ út frá sjónarhóli skynseminnar að þeim Wajden, Ahmed og Eze sé ekki gert kleift að dvelja hér á landi meðan umsóknir þeirra eru teknar fyrir: „Þar sem Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála virðast hengja sig í eru ákvæði 1. mgr. 10. greinar laga um útlendinga (96/2002) þar sem segir að útlendingur sem sækir um dvalarleyfi í fyrsta sinn eigi að sækja um leyfið áður en hann kemur til landsins, en frá þessu megi víkja ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því eða samkvæmt reglum sem ráðherra setji. Það er óskiljanlegt að aðstæður Wajden, Ahmeds og Eze falli ekki undir ríkar sanngirnisástæður. Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála hafa allar upplýsingar um mál þeirra og vita það fullvel að um flóttamenn er að ræða, sem hafa ekki möguleika á að skreppa fram og til baka milli landa eftir því sem íslenska ríkinu hentar hverju sinni. Að ekki sé hægt að gera undanþágu frá þeim reglum í tilfelli einhverra sem augljóslega eru flóttamenn er mjög mikill ósveigjanleiki og óbilgirni af hálfu kerfisins, ekki síst þegar lögin gera ráð fyrir sveigjanleika og mælast til um sanngirni. Því mótmælum við þeirri túlkun á lögunum sem Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála hafa tekið upp hjá sjálfum sér og krefjast þess að fyrst þessar stofnanir neita að túlka flótta frá stríðástandi og dauða sem tilefni til að sýna „sanngirni“ – þá setji ráðherra slíkar reglur þar sem tillit er tekið til aðstæðna flóttamanna. Við krefjumst þess einnig að hætt verði við þessar brottvísanir og að Wajden, Ahmed og Eze fái leyfi til að dvelja hér á landi.“ Flóttamenn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Grasrótarsamtökin No Borders efndu til setumótmæla í innanríkisráðuneytinu í dag vegna þar sem að á morgun stendur til að vísa sýrlensku hælisleitendunum Wajden Rmmo og Ahmed Ibrahim til Búlgaríu. Í tilkynningu frá No Borders segir að í Búlgaríu bíði þeirra Wajden og Ahmed ekkert annað en líf á götunni. Þeir hafi hins vegar náð að koma undir sig fótunum hér en bíða þess að fá svar við umsókn um dvalarleyfi. Áður en umsóknin verður tekin fyrir á að vísa þeim úr landi: „Þeim er vísað úr landi þrátt fyrir að íslenska ríkið megi vita að þeim er ekki gerlegt að leita aftur til heimalandsins, og neyðast því til þess að fara aftur til Búlgaríu, þeirra fyrsta viðkomustaðar innan Evrópu. Þar hafa þeir engan samastað, enga vinnu, enga aðstoð og ekkert félagslegt net. Eftir að hafa flúið hörmungar stríðsins í Sýrlandi og þolað ömurlega meðferð í Búlgaríu hafði þeim loks tekist að hefja eðlilegt líf, aðeins til þess að íslensk stjórnvöld kippi undan þeim fótunum á nýjan leik. Við mótmælum þessari framkomu stjórnvalda og krefjumst þess að hætt verði við brottvísanirnar,“ segir í tilkynningu No Borders. Þá mótmæla samtökin einnig harðlega því sem þau segja ömurlega meðferð íslenskra stjórnvalda á Eze Henry Okafor en hann hefur dvalið hér á landi í fjögur ár: „Hann flúði hryðjuverkasamtökin Boko Haram í kjölfar þess að þau myrtu bróður hans og stungu hann sjálfan í höfuðið. Í þrjú og hálft ár barðist hann fyrir því að fá mál sitt tekið fyrir á Íslandi en fékk ávallt neitun á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Síðastliðið haust var frestur til að senda hann til baka á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar liðinn og sótti Eze þá um dvalarleyfi á þeim grundvelli að hafa verið hér yfir tvö ár vegna málsmeðferðar íslenskra stjórnvalda, eins og heimild er til í útlendingalögum. Hann fékk vinnu og atvinnuleyfi, leigði sér íbúð og beið svars um dvalarleyfisumsóknina,“ segir No Borders. Í febrúar síðastliðnum fékk Eze hins vegar þau svör frá Útlendingastofnun að hann þyrfti að yfirgefa landið á meðan umsóknin væri tekin fyrir. No Borders segja það „fullkomlega óskiljanlegt“ út frá sjónarhóli skynseminnar að þeim Wajden, Ahmed og Eze sé ekki gert kleift að dvelja hér á landi meðan umsóknir þeirra eru teknar fyrir: „Þar sem Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála virðast hengja sig í eru ákvæði 1. mgr. 10. greinar laga um útlendinga (96/2002) þar sem segir að útlendingur sem sækir um dvalarleyfi í fyrsta sinn eigi að sækja um leyfið áður en hann kemur til landsins, en frá þessu megi víkja ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því eða samkvæmt reglum sem ráðherra setji. Það er óskiljanlegt að aðstæður Wajden, Ahmeds og Eze falli ekki undir ríkar sanngirnisástæður. Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála hafa allar upplýsingar um mál þeirra og vita það fullvel að um flóttamenn er að ræða, sem hafa ekki möguleika á að skreppa fram og til baka milli landa eftir því sem íslenska ríkinu hentar hverju sinni. Að ekki sé hægt að gera undanþágu frá þeim reglum í tilfelli einhverra sem augljóslega eru flóttamenn er mjög mikill ósveigjanleiki og óbilgirni af hálfu kerfisins, ekki síst þegar lögin gera ráð fyrir sveigjanleika og mælast til um sanngirni. Því mótmælum við þeirri túlkun á lögunum sem Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála hafa tekið upp hjá sjálfum sér og krefjast þess að fyrst þessar stofnanir neita að túlka flótta frá stríðástandi og dauða sem tilefni til að sýna „sanngirni“ – þá setji ráðherra slíkar reglur þar sem tillit er tekið til aðstæðna flóttamanna. Við krefjumst þess einnig að hætt verði við þessar brottvísanir og að Wajden, Ahmed og Eze fái leyfi til að dvelja hér á landi.“
Flóttamenn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent