Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2016 12:48 Frá örtröðinni í IKEA í morgun. Löng röð myndaðist fyrir utan IKEA í Garðabæ í morgun áður en verslunin var opnuð klukkan ellefu. Ástæðan var sú að verið var að selja síðasta skammtinn af MALM kommóðum á sérstaklega lágu verði. Viðskiptavinir IKEA á SMS-lista fyrirtækisins fengu veður af sölunni í gærkvöldi og varð uppi fótur og fit þegar verslunin opnaði í morgun. IKEA og Rúmfatalagerinn hafa átt í sérstöku verðstríði undanfarna mánuði þegar kemur að kommóðum. Verslanirnar hafa lækkað verð sín á kommóðum hvert á eftir öðru og segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, löngu orðið ljóst að báðar verslanir séu að borga með kommóðunum. Verðið hafi verið orðið það lágt.Vilja alltaf vera ódýrastir „Það er ófrávíkjanleg stefna IKEA að það sé ávallt hægt að ganga að bestu verðunum á hverri function fyrir sig hjá IKEA, eða með öðrum orðum, þá á ekki að vera hægt að finna ódýrari hnífapör á markaðnum, en ódýrustu hnífapörin í IKEA, það sama á við um klósettbursta, herðatré eða hvaðeina sem IKEA er með í sölu, þ.m.t kommóður,“ segir Þórarinn. Sex skúffa MALM kommóða kostaði í ágúst 2011 29.950 krónur. Sömu kommóðu var hægt að kaupa undanfarna mánuði á 3.590 krónur. Fjögurra skúffa kommóðan fór úr 17.950 krónum í 3.290 krónur á sama tímabili og tveggja skúffa kommóðan úr 8.950 krónum í 1.050 krónur. Eftirspurnin eftir Malm kommóðunum hefur verið það mikil að IKEA hefur ekki annað henni að sögn Þórarins. Þá hefur borið á því að fólk hafi hamstrað og svo selt kommóðuna á hærra verði á Bland.is að sögn Þórarins.Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA.Seldu 800 kommóður á 25 mínútum IKEA ákvað að leysa málið með því að taka til sölu aðra tegund af kommóðum til að nota í verðstríðsbaráttunni við Rúmfatalagerinn. Sú er af tegundinni KULLEN. „Fram til þessa hefur MALM í hvítum lit verið ódýrasta kommóðan sem við höfum verið með í boði í modern stíl, og hefur hún því verið seld á þessu lága verði til að mæta samkeppninni. Nú er hins vegar komin ný kommóða KULLEN sem er svipuð útlits og í svipaðri stærð og MALM. KULLEN tekur við sem ódýrasta kommóðan í Modern stíl, en næsta sending af hvítum MALM kommóðum verður seld á réttu verði. Þórarinn segir að að allar 800 kommóðurnar sem teknar voru til sölu í dag séu uppseldar. Til að koma í veg fyrir að fólk gæti hamstrað var sett hámark á fjölda kommóða sem hver gat keypt, tvær kommóður á mann. Fimm mínútur yfir ellefu voru farin 200 stykki af sex skúffu kommóðurinni. Tuttugu mínútum síðar voru svo allar 800 kommóðurnar farnar. Næsta sending af MALM kommóðum verður á „eðlilegu verði“ að sögn Þórarins. KULLEN kommóðurnar verða hins vegar þær ódýrustu sem í boði verða á Íslandi. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Löng röð myndaðist fyrir utan IKEA í Garðabæ í morgun áður en verslunin var opnuð klukkan ellefu. Ástæðan var sú að verið var að selja síðasta skammtinn af MALM kommóðum á sérstaklega lágu verði. Viðskiptavinir IKEA á SMS-lista fyrirtækisins fengu veður af sölunni í gærkvöldi og varð uppi fótur og fit þegar verslunin opnaði í morgun. IKEA og Rúmfatalagerinn hafa átt í sérstöku verðstríði undanfarna mánuði þegar kemur að kommóðum. Verslanirnar hafa lækkað verð sín á kommóðum hvert á eftir öðru og segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, löngu orðið ljóst að báðar verslanir séu að borga með kommóðunum. Verðið hafi verið orðið það lágt.Vilja alltaf vera ódýrastir „Það er ófrávíkjanleg stefna IKEA að það sé ávallt hægt að ganga að bestu verðunum á hverri function fyrir sig hjá IKEA, eða með öðrum orðum, þá á ekki að vera hægt að finna ódýrari hnífapör á markaðnum, en ódýrustu hnífapörin í IKEA, það sama á við um klósettbursta, herðatré eða hvaðeina sem IKEA er með í sölu, þ.m.t kommóður,“ segir Þórarinn. Sex skúffa MALM kommóða kostaði í ágúst 2011 29.950 krónur. Sömu kommóðu var hægt að kaupa undanfarna mánuði á 3.590 krónur. Fjögurra skúffa kommóðan fór úr 17.950 krónum í 3.290 krónur á sama tímabili og tveggja skúffa kommóðan úr 8.950 krónum í 1.050 krónur. Eftirspurnin eftir Malm kommóðunum hefur verið það mikil að IKEA hefur ekki annað henni að sögn Þórarins. Þá hefur borið á því að fólk hafi hamstrað og svo selt kommóðuna á hærra verði á Bland.is að sögn Þórarins.Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA.Seldu 800 kommóður á 25 mínútum IKEA ákvað að leysa málið með því að taka til sölu aðra tegund af kommóðum til að nota í verðstríðsbaráttunni við Rúmfatalagerinn. Sú er af tegundinni KULLEN. „Fram til þessa hefur MALM í hvítum lit verið ódýrasta kommóðan sem við höfum verið með í boði í modern stíl, og hefur hún því verið seld á þessu lága verði til að mæta samkeppninni. Nú er hins vegar komin ný kommóða KULLEN sem er svipuð útlits og í svipaðri stærð og MALM. KULLEN tekur við sem ódýrasta kommóðan í Modern stíl, en næsta sending af hvítum MALM kommóðum verður seld á réttu verði. Þórarinn segir að að allar 800 kommóðurnar sem teknar voru til sölu í dag séu uppseldar. Til að koma í veg fyrir að fólk gæti hamstrað var sett hámark á fjölda kommóða sem hver gat keypt, tvær kommóður á mann. Fimm mínútur yfir ellefu voru farin 200 stykki af sex skúffu kommóðurinni. Tuttugu mínútum síðar voru svo allar 800 kommóðurnar farnar. Næsta sending af MALM kommóðum verður á „eðlilegu verði“ að sögn Þórarins. KULLEN kommóðurnar verða hins vegar þær ódýrustu sem í boði verða á Íslandi.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira