Viðskipti innlent

Hagnaður Marel jókst milli ára

Sæunn Gísladóttir skrifar
Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marel.
Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marel. vísir/valli
Hagnaður Marel á fyrsta ársfjórðungi 2016 nam 13,8 milljónum evra, jafnvirði 1,9 milljarða íslenskra króna, og hækkaði milli ára. Tekjur Marel á fyrsta ársfjórðungi 2016 námu 220,6 milljónum evra, 30,9 milljörðum íslenskra króna, og hækkuðu milli ára.

EBITDA á fyrsta ársfrjóðungi var 38,2 milljónir evra, 5,4 milljarðar íslenskra króna, sem er 17,3 prósent af tekjum.

Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta nam 27,9 milljónum evra, 3,9 milljörðum íslenskra króna, og lækkaði milli ára.

Pantanabókin stóð í 339,9 milljónum evra, 47,7 milljörðum króna, í lok fyrsta ársfjórðungs samanborið við 178 miljónir evra, 25 milljarða íslenskra króna, í lok fyrsta ársfjórðungs 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×