Viðskipti innlent

Stýrði Star Wars-vél­menni með hugar­orku

Tinni Sveinsson skrifar
Heppinn gestur morgunverðarfundar Nýherja og IBM fékk að stýra BB-8 með hugarorkunni.
Heppinn gestur morgunverðarfundar Nýherja og IBM fékk að stýra BB-8 með hugarorkunni. Nýherji
Tækni sem gerir notendum kleift að stýra búnaði með hugarorku var kynnt til sögunnar á morgunverðarfundi Nýherja og IBM í síðustu viku.

Joshua Carr, verkfræðingur frá IBM í Bretlandi, sýndi lausn sem mælir heilastarfsemi og forritað er til þess að "lesa" viðbrögð í heila og hreyfingar. Slíkt stjórntæki munu leika lykilhlutverk í nýrri tækni á á komandi árum, segir í tilkynningu frá Nýherja.

Joshua Carr fékk gest á morgunverðarfundinum til þess að stýra BB-8 vélmenni, lítilli eftirmynd af vélmenninu úr nýjustu Star Wars-myndinni, The Force Awakens.

Galdurinn á bak við tæknina er hugbúnaðarumhverfið IBM Bluemix, en bakgrunnur Bluemix er ofurtölvan Watson, sem byggir á hugrænni tölvun (e. cognitive computing). Watson sameinar mannlega vitsmuni og býr yfir getu til þess að vinna úr og geyma áður óþekkt magn gagna.

Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem Carr útskýrir tæknina en hægt er að kynna sér málið enn nánar með því að lesa þessa grein eftir hann. Fleiri myndir af fundinum má síðan sjá á heimasíðu Nýherja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×