Viðskipti innlent

„Höftin eru að valda meiri og meiri skaða“

Sæunn Gísladóttir skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. VísirGVA
Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur að aðstæður til losunar hafta muni aldrei verða betri en nú og ef  við bíðum of lengi þá geta aðstæður farið að súrna, höftin séu farin að valda meiri og meiri skaða.

Á fundi fjárlaganefndar í morgun spurði Ásta Guðrún Helgadóttir, pírati, Má Guðmundsson út í áætlanir um losun hafta í ljósi þennsluástands sem gæti myndast á Íslandi og óróa í alþjóðahagkerfinu.

„Þetta er ekki það stórt að þetta yfirvegi hitt. Varðandi stóru myndina í okkar þjóðarbúskap þá held ég að við fáum aldrei betri tíma til að losa þessi höft. Allt þetta um losun hafta gengur út á það að skapa aðstæður til þess að líkurnar á fjármgnsflótta innlendra aðila verði sem minnstar og það sé sem mest traust á Íslandi þegar þetta gerist. Við erum með myndarlegan viðskiptaafgang og gjaldeyrisforðinn er að verða myndarlegur," sagði Már.

„Við erum með vel fjármagnað bankakerfi og mjög há eiginfjárhlutföll í bönkunum. Við fáum held ég aldrei betri aðstæður og ef við bíðum of lengi þá geta aðstæður farið að súrna. Við erum að sjá það að höftin eru að valda meiri og meiri skaða," sagði Már Guðmundsson.


Tengdar fréttir

Kjöraðstæður fyrir afnám hafta

Kjöraðstæður hafa skapast fyrir ný skref í afnámi fjármagnshafta, segir í yfirlýsingu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hélt blaðamannafund á Kjarvalsstöðum klukkan þrjú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×